Bæjarstjórn - 201. fundur - 4. maí 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúi.  Guðni Geir Jóhannesson í h. st. Jón Reynir Sigurvinsson.

 

Í upphafi fundar leitaði Birna Lárusdóttir, forseti, eftir samþykki fundarins, til að taka inn á dagskrá fundargerð bæjarráðs frá 479. fundi  og fundargerð starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði frá 12. fundi.  Engar athugasemdir komu fram um breytingu á boðaðri dagskrá og skoðast því umleitan forseta samþykkt.  

 


Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 24/4. og 3/5.


II. Fundargerð barnaverndarnefndar 19/4.


III. Fundargerð félagsmálanefndar 11/4.


IV. Fundargerð fræðslunefndar 25/4.


V. Fundargerð hafnarstjórn 25/4.


VI. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 19/4.


VII. Fundargerð starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 25/4.


VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 26/4.


IX. Tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, síðari umræða.


X. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005, fyrri umræða.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Lárus G. Valdimarsson, Ragnheiður Hákonardóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jón Reynir Sigurvinsson.  

 

Tillaga meirihluta við 10. lið 479. fundargerðar bæjarráðs um breytingar á undirkjörstjórnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí n.k. borin fram af Birnu Lárusdóttur, forseta.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir eftirfarandi breytingar í undirkjörstjórnum:


Flateyri.


Varamenn: Hjördís Guðjónsdóttir kemur í stað Vigdísar Erlingsdóttur.


Suðureyri.


Varamenn: Jóhanna Þorvarðardóttir kemur í stað Ingólfs Þorleifssonar.


Ísafjörður.


Varamenn: Margrét Högnadóttir kemur í stað Bárðar Grímssonar.





Fundargerðin 24/4.  478. fundur.


2. liður. Tillaga bæjarráðs við 1. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 3/5.  479. fundur.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga meirihluta um breytingar á kjörstjórnum samþykkt 9-0.


11. liður.  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur bæjarráð varðandi lántöku hjá


Lánasjóði sveitarfélaga og umboð til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra,


til að undirrita lánssamning við Lánasjóðinn.  Samþykkt 9-0. 


12. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


13. liður.  Tillaga S-lista samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 19/4.  67. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 11/4.  267. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd. 


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, Lárus G. Valdimarsson, Bryndís G. Friðgeirsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Fundargerðin 25/4.  237. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Hafnarstjórn.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Ragnheiður Hákonardóttir.


Fundargerðin 25/4.  114. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 19/4.  60. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar

 


VII. Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.


Fundargerðin 25/4.  12. fundur.


1. liður.  Tillaga starfshópsins samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VIII. Umhverfisnefnd.


Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jón Reynir Sigurvinsson og Lárus G. Valdimarsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 9. lið 231. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að öll efnistaka og efnisnám á vegum Ísafjarðarbæjar verði sett inn í yfirstandandi skipulagsvinnu og gert verði ráð fyrir kostnaði í næstu fjárhagsáætlun.


Vinna hefjist strax næsta haust við úttekt, skipulagningu og frágang á efnisnámum á vegum Ísafjarðarbæjar.


Bæjarstjórn bendir á að efnisnám í Engidal er starfsleyfisskylt og felur bæjar-tæknifræðingi að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar Vestfjarða.?


 


Fundargerðin 26/4.  231. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. 


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


9. liður. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


IX. Tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, síðari umræða.


Til máls tók: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu undir IX. lið dagskrár.  ,,Bæjarstjóri hefur haldið kynningarfundi með starfsfólki Ísafjarðarbæjar vegna tillagna um breytingar á stjórnskipulagi.  Almenn ánægja kom fram hjá starfsfólki með tillögurnar.  Ábendingar og útfærsla á tillögunum eru að berast frá starfsfólki.  Lengri tíma þarf til að vinna úr athugasemdum.  Því gerir undirritaður þá tillögu, að síðari umræðu um nýtt stjórnskupulag verði frestað.?  Undirritað af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra.

 

Tillaga bæjarstjóra samþykkt 9-0.

 


X. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005, fyrri umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ragnheiður Hákonardóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Lárus G. Valdimarsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005, við fyrri umræðu í bæjarstjórn.


Jafnframt lagði bæjarstjóri fram skýrslu (áritun) skoðunarmanna 2005, þeirra Fylkis Ágústssonar og Kristjáns G. Jóhannssonar.





Tillaga borin fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, um að vísa ársreikningi 2005 til síðari umræðu á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:45.


      


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Jón Reynir Sigurvinsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.


Ragnheiður Hákonardóttir.    


Ingi Þór Ágústsson.


Lárus G. Valdimarsson.    


Bryndís G. Friðgeirsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?