Bæjarstjórn - 191. fundur - 1. desember 2005
Fjarverandi aðalfulltrúi:Bryndís G. Friðgeirsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 21/11. og 28/11.
II. Fundargerð barnaverndarnefndar 17/11.
III. Fundargerð byggingarnefndar um byggingu íþróttahúss á Suðureyri 3/11.
IV. Fundargerð félagsmálanefndar 15/11.
V. Fundargerð fræðslunefndar 22/11.
VI. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 16/11. og 23/11.
VII. Fundargerð umhverfisnefndar 16/11.
VIII. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, fyrri umræða.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Lárus G. Valdimarsson og Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Fundargerðin 21/11. 457. fundur.
2. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.
7. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 28/11. 458. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
II. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 17/11. 62. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri.
Til máls tók: Ragnheiður Hákonardóttir.
Fundargerðin 17/11. 14. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 15/11. 261. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Lárus G. Valdimarsson og Birna Lárusdóttir, forseti.
Fundargerðin 22/11. 229. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir, Lárus G. Valdimarsson og Ingi Þór Ágústsson
Fundargerðin 16/11. 52. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 23/11. 53. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Ragnheiður Hákonardóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Guðni G. Jóhannesson.
Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 2. lið 222.fundargerðar umhverfisnefndar:
?Legg til að 2. lið fundargerðar umhverfisnefndar frá 16. nóvember 2005, verði frestað.?
Fundargerðin 16/11. 222. fundur.
2. liður. Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.
VIII. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækis fyrir árið 2006, fyrri umræða.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Lárus G. Valdimarsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Guðni G. Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir og Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir því í stefnuræðu sinni.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson lagði fram svohljóðandi breytingartillögur við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækis:
1. Liður 0922 - Aðalskipulag.
Var kr. 3.100.000.- verði kr. 5.100.000.- Liðurinn verði hækkaður um kr. 2.000.000.- og upphæðinni verði varið í gerð aðalskipulags í Hornstrandafriðlandinu og Grunnavíkurhreppi hinum forna.
Greinargerð:
Illu heilli hefur ekki verið knýjandi þörf á að skipulagsáætlanir hafi verið í gildi um allt sveitarfélagið undanfarin ár. Af ýmsum ástæðum virðist þetta nú vera að breytast nokkuð og æ oftar berast umsóknir um leyfi fyrir framkvæmdum af ýmsu tagi víðsvegar í dreifbýlishluta sveitarfélagsins. Eitt af þeim svæðum þar sem sérstakar aðgæslu er þörf með hliðsjón af verndargildi er friðlandið á Hornströndum og reyndar á það sama við um aðliggjandi svæði, sem er hinn forni Grunnavíkurhreppur. Þetta svæði er án alls vafa kunnasta ferðamannasvæði sveitarfélagsins og afar brýnt að skipulagsmál séu þar í föstum skorðum. Eins og staðan er nú á skipulagsmálum svæðisins metur flutningsmaður það svo að ekki sé boðlegt að fjalla faglega um eða afgreiða umsóknir um stór sem lítil mál á þessu svæði.
2. Liður 0923 - Deiliskipulag.
Var kr. 4.680.000.- verði kr. 5.180.000.-. Liðurinn verði hækkaður um kr. 500.000.- og upphæðinni varið til gerðar deiliskipulags í miðbæ Þingeyrar.
Greinargerð:
Nú virðist hilla undir það að ákveðnum áfanga ljúki við endurgerð a.m.k. tveggja gamalla og sögufrægra húsa í miðbæ Þingeyrar. Finna þarf öðru þessara húsa stað innan skamms m.a. með tilliti til afstöðu við önnur eldri hús á svæðinu. Afar mikilvægt er að miðhluti þorpsins verði skoðaður í samhengi þegar ákvörðun um staðsetningu er tekin og því ekki hjá því komist að hefja deiliskipulagsgerð sem fyrst.
Undirritað af Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, varabæjarfulltrúi S-lista.
Lárus G. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi bókun við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækis:
?Af yfirliti áætlaðs rekstrarreiknings ársins 2006 má sjá að hreinar skatttekjur bæjarsjóðs muni ekki ná að standa undir launakostnaði sveitarfélagsins. Ekki er þörf fyrir mikla talnaleikfimi til að sjá að sú staðreynd, ásamt því að framlegð frá rekstri er langt undir þeim mörkum sem eðlilegt getur talist, verður að teljast óræk vísbending þess að ekki virðist sjá fyrir endann á þeirri óheillaþróun sem verið hefur í fjármálum sveitarfélagsins undangenginn áratug. Stærstan hluta vandans má rekja til afleiðinga aðgerða/ aðgerðarleysis ríkjandi stjórnvalda og Ísafjarðarbær er ekki einsdæmi því stór hluti sveitarfélaga vítt og breitt um landið er í svipaðri stöðu.
Þrátt fyrir að aðhalds hafi verið gætt við fjárhagsstjórn bæjarfélagsins, án þess að það bitnaði verulega á þjónustustigi, hefur þurft að ganga á eignir og fara í nýjar lántökur. Ljóst er því að ef ekki verður viðhorfsbreyting af hálfu stjórnvalda þá mun fjárhagsleg staða sveitarfélagsins fara í sama horf og hún var áður en eignarhlutur þess í OV var seldur.
Ekki verða lagðar fram margar tillögur við fyrri umræðu en á milli umræðna, þegar meiri tími hefur gefist til að fara yfir framlagðar tillögur og gögn, verður hugað að tillögugerð fyrir síðari umræðu. Fyrstu drög að fjárhagsrammanum lágu fyrir síðdegis miðvikudaginn 23. nóvember s.l. og fyrsti vinnufundur árdegis fimmtudaginn 24. nóvember s.l. Tillögur meirihluta komu fram skömmu fyrir bæjarráðsfund á mánudeginum 28. nóvember s.l og einn aukafundur bæjarráðs í gærmorgun hafa að mestu farið í að leita skýringa á framkomnum tillögum.
Svo virðist sem nefndir hafi lítið fjallað um fyrirliggjandi áætlun og samskipti sviðstjóra og einstakra forstöðumanna hafi verið takmörkuð. Ljóst er jafnframt að langvarandi undirmönnun á stóru lykilsviði, umhverfissviði, virðist hamla mjög starfsemi þess. Lykilatriði er að samskipti forstöðumanna og sviðsstjóra séu í góðu lagi ef stjórnsýsla bæjarfélagsins á að vera skilvirk, þetta á ekki síst við þegar unnið er að fjárhagsáætlun.
Það er því verk að vinna fyrir síðari umræðu.?
Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni, bæjarfulltrúa S-lista.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu:
?Breytingartillögur meiri- og minnihluta komi til bæjarstjóra í síðasta lagi kl. 14:00 mánudaginn 12. desember 2005, fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá. Þó þessi tímasetning sé sett er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við aðra umræðu fjárhagsáætlunar.?
Að loknum umræðum lagði Birna Lárusdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu:
?Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 og fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., ásamt gjaldskrám og framkomnum tillögum, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem verður þann 15. desember 2005.?
Tillagan samþykkt 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 22:07.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Guðni G. Jóhannesson. Svanlaug Guðnadóttir.
Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.
Lárus G. Valdimarsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.