Bæjarstjórn - 186. fundur - 22. september 2005
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 12/9. og 19/9.
II. Fundargerð barnaverndarnefndar 15/9.
III. Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 30/8.
IV. Fundargerð byggingarnefndar um byggingu íþróttahúss á Suðureyri 5/9.
V. Fundargerð félagsmálanefndar 6/9.
VI. Fundargerð fræðslunefndar 13/9.
VII. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 14/9.
VIII. Fundargerð menningarmálanefndar 13/9.
IX. Fundargerð umhverfisnefndar 7/9.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir, Birna Lárusdóttir, forseti, Lárus G. Valdimarsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun við 6. lið 447. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir áhyggjur bæjaryfirvalda í Bolungarvík, vegna viðvarandi hættu af grjóthruni á veginn um Óshlíð. Með vísan í fyrri ályktanir sveitarstjórna við Ísafjarðardjúp og samgönguályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga frá því í byrjun september, skorar bæjarstjórn á samgönguyfirvöld, að kanna nú þegar til hlýtar möguleika á gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar með hliðsjón af þeirri hættu sem steðjar að vegfarendum á Óshlíð."
Fundargerðin 12/9. 447. fundur.
6. liður. Tillaga forseta að ályktun samþykkt 9-0.
7. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-1.
Ragnheiður Hákonardóttir gerði grein fyrir mótatkvæði sínu með svohljóðandi bókun.
,,Tel að forsendur þessarar tillögu séu ekki fyrir hendi. Með vísan til 3. liðar. 448. fundargerðar bæjarráðs, er ljóst að ekki liggur fyrir samþykki beggja félaga hestamanna í Ísafjarðarbæ. Auk þess er tillagan bindandi hvað varðar aðkomu Ísafjarðarbæjar og afmarkandi vegna aðkomu hans með framlag til reiðhallar og staðsetningu hennar."
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Fundargerðin 19/9. 448. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
II. Barnaverndarnefnd.
Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 15/9. 60. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.
Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson og Svanlaug Guðnadóttir.
Fundargerðin 30/8. 10. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri.
Fundargerðin 5/9. 13. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 6/9 256. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Fræðslunefnd.
Fundargerðin 13/9. 224. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðin 14/9. 50. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Menningarmálanefnd.
Fundargerðin 13/9. 115. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti og Jón Svanberg Hjartarson.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði til að tillögu í 8. lið umhverfisnefndar um að neðri Skógarbraut verði lokað við Tunguá verði vísað aftur til umhverfisnefndar til frekari útfærslu.
Fundargerðin 7/9. 217. fundur.
2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
3. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
8. liður. Tillögur umhverfisnefndar án tillögu um lokun Skógarbrautar samþykkt 9-0.
8. liður. Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Fundargerðin í heild sinni samþykkt 8-0.
Svanlaug Guðnadóttir lét bóka hjásetu sína vegna 1. liðar fundargerðarinnar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:35
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Guðni G. Jóhannesson. Svanlaug Guðnadóttir.
Ragnheiður Hákonardóttir. Jón Svanberg Hjartarson.
Lárus G. Valdimarsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.