Bæjarstjórn - 185. fundur - 8. september 2005
Í upphafi fundar bauð Birna Lárusdóttir, forseti, bæjarfulltrúa velkomna til starfa á ný eftir sumarleyfi.
Dagskrá:
I. Fundargerðir bæjarráðs 20/6., 27/6., 4/7., 11/7., 18/7., 25/7., 9/8., 15/8., 22/8. og 5/9.
II. Fundargerðir atvinnumálanefndar 1/6., 20/7. og 1/9.
III. Fundargerðir barnaverndarnefndar 14/6., 14/7., 4/8. og 24/8.
IV. Fundargerðir félagsmálanefndar 28/7., 9/8. og 23/8.
V. Fundargerðir fræðslunefndar 14/6., 16/8. og 30/8.
VI. Fundargerðir hafnarstjórnar 15/6., 13/7. og 26/8.
VII. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 16/6., 21/6. og 25/8.
VIII. Fundargerðir menningarmálanefndar 29/6.
IX. Fundargerðir starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 12/7.
X. Fundargerðir umhverfisnefndar 22/6., 6/7., 12/7., 27/7., 10/8. og 24/8.
XI. Fundargerðir landbúnaðarnefndar 30/8.
I. Bæjarráð.
Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Lárus G. Valdimarsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Ragnheiður Hákonardóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Ingi Þór Ágústsson.
Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun við 10. lið 446. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans til að ljúka við mikilvæg verkefni í samgöngumálum og fjarskiptum. Með þeirri ákvörðun verður vegur lagður um Arnkötludal og Gautsdal, sem auk þess að tengja Strandir og Reykhólahrepp, styttir vegalengdina milli suðvesturhornsins og norðanverðra Vestfjarða um ríflega 40 km. Stefnt er að því framkvæmdum ljúki árið 2008. Um líkt leyti mun einnig hylla undir lok framkvæmda við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Eru þessar samgöngubætur í samræmi við áherslur bæjarstjórnar Ísfjarðarbæjar og samþykktir Fjórðungsþings Vestfirðinga um forgangsröðun framkvæmda í vegamálum."
Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi F-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun við 2. lið 446. fundargerðar bæjarráðs, 57. fundargerð atvinnumálanefndar. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju sinni með útnefningu Einars Kristinns Guðfinnssonar, sem sjávarútvegsráðherra og óskar honum velfarnaðar í vandasömu starfi. Um leið minnir bæjarstjórnin á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir vestfirskar byggðir og treystir því að hinum nýja sjávarútvegsráðherra takist að efla vægi útgerðar og fiskvinnslu á Vestfjörðum."
Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 7. lið 446. fundar bæjarráðs. ,,Hvet fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfshópi vegna endurskoðunar á samþykkt um hundahald, að gæta hófs í reglugerðarsetningu um hundahald. Ef hundahald er orðið sérstakt vandamál í bæjarfélaginu þyrfti að auka fræðslu og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar fremur en að herða reglur sem erfitt gæti reynst að framfylgja með tilheyrandi viðurlögum."
Fundargerðin 20/6. 437. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 27/6. 438. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 4/7. 439. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 11/7. 440. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 18/7. 441. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 25/7. 442. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 9/8. 443. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 15/8. 444. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 22/8. 445. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 5/9. 446. fundur.
1. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt
2. liður. Ályktun Magnúsar Reynis Guðmundssonar undir 57. fundargerð atvinnumálanefndar samþykkt 6-1.
Björgmundur Örn Guðmundsson óskaði bókað mótatkvæði sitt.
2. liður. Tillaga bæjarráðs við 4. lið 223. fundargerðar fræðslunefndar um stöðugildi í Tónlistarskóla Ísafjarðar samþykkt 9-0.
2. liður. Tillaga bæjarráðs vegna tillögu hafnarstjórnar við 5. lið í 106. fundargerð hafnarstjórnar samþykkt 8-0.
4. liður. Tillaga bæjarráðs um lántöku og vísan til endurskoðunar á fjárhagsáætlun samþykkt 9-0.
5. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.
6. liður. Tillaga um styrkveitingu samþykkt 4-1.
10. liður. Tillaga að bókun borin fram af forseta samþykkt 7-1.
13. liður. Leikskólastefna Ísafjarðarbæjar samþykkt 8-0.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
II. Atvinnumálanefnd.
Til máls tóku: Ragnheiður Hákonardóttir, Lárus G. Valdimarsson, Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Björgmundur Örn Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingi Þór Ágústsson.
Fundargerðin 1/6. 55. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 20/7. 56. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 1/9. 57. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
III. Barnaverndarnefnd.
Til máls tók: Ragnheiður Hákonardóttir.
Fundargerðin 14/6. 56. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 14/7. 57. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 4/8. 58. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 24/8. 59. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IV. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 28/7. 253. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 9/8. 254. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 23/8. 255. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
V. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Bryndís G. Friðgeirsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 14/6. 221. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 16/8. 222. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 30/8. 223. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VI. Hafnarstjórn.
Fundargerðin 15/6. 104. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 13/7. 105. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 26/8. 106. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðin 16/6. 47. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 21/6. 48. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 25/8. 49. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
VIII. Menningarmálanefnd.
Fundargerðin 29/6. 114. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IX. Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.
Til máls tók: Lárus G. Valdimarsson.
Fundargerðin 12/7. 7. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
X. Umhverfisnefnd.
Til máls tók: Svanlaug Guðnadóttir.
Fundargerðin 22/6. 211. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 6/7. 212. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 12/7. 213. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 27/7. 214. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 10/8. 215. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 24/8. 216. fundur.
Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.
XI. Landbúnaðarnefnd.
Fundargerðin 30/8. 69. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 22:04
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, forseti.
Björgmundur Örn Guðmundsson. Svanlaug Guðnadóttir.
Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.
Lárus G. Valdimarsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.