Bæjarráð - 967. fundur - 13. mars 2017
Dagskrá:
1. |
Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049 |
|
Umræður um fjárfestingaráætlun 2018-2021 og gjaldskrár 2018. |
||
Umræður um fjárfestingar, viðhald og gjaldskrár árið 2018. |
||
|
||
Gestir |
||
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - 08:05 |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 08:12 |
||
|
||
|
||
2. |
Asahláka í febrúar 2015 - 2015020033 |
|
Kynnt ódagsett drög að samkomulagi um uppgjör tjónabóta milli Ísafjarðarbæjar og Viðlagatryggingar Íslands, vegna tjóns á eignum Ísafjarðarbæjar á Ísafirði og Suðureyri í asahláku 8. febrúar 2015. |
||
Bæjarráð vísar drögum að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Viðlagatryggingar Íslands til samþykktar í bæjarstjórn. |
||
|
||
3. |
Svæðisáætlun Sorpmál - 2015090028 |
|
Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarráð að skipuð verði nefnd um útboð á sorpmálum sveitarfélaganna með fulltrúum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps. |
||
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða samstarfsmöguleika í sorpmálum við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp og aðkomu þeirra að væntanlegu útboði Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
|
||
4. |
Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum - 2017030019 |
|
Lagður fram tölvupóstur Margrétar Harðardóttur, f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsettur 7. mars sl., um fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis með niðurstöðum úrvinnslu á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að sveitarstjórnir sjái til þess að allir nemendur fái þann lágmarkskennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber. |
||
Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar. |
||
|
||
5. |
Beiðni um fjárframlag vegna vinabæjarheimsóknar 10. bekkjar til Kaufering haustið 2017 - 2017030025 |
|
Lagt fram bréf Herdísar M. Hübner, kennara við Grunnskólann á Ísafirði, sem barst með tölvupósti 8. mars sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna vinabæjarheimsóknar 10. bekkjar til Kaufering haustið 2017. |
||
Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að athuga hvort hægt sé að finna verkefninu stað innan núverandi fjárheimilda skóla- og tómstundasviðs. |
||
|
||
6. |
Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022 |
|
Kynnt eru drög að leigusamningi vegna leigu á Seljalandsvegi 102 til Kola og salts ehf. |
||
Bæjarráð felur bæjarritara að gera þær breytingar á drögum leigusamningsins sem ræddar voru og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
Kristján Andri Guðjónsson víkur af fundi undir þessum lið. |
||
7. |
Styrkir til félaga og félagasamtaka 2017 - fasteignagjöld - 2017030031 |
|
Kynnt er minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. mars sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2017, samtals að fjárhæð kr. 1.323.083,-- en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í áætlun 2017. |
||
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu að styrkjum til félaga og félagasamtaka. |
||
|
||
8. |
Nordjobb 2017 - 2017030032 |
|
Lagt fram bréf Kristínar Magnúsdóttur, verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 6. mars sl., þar sem kynnt starfsemi Nordjobb, sem er samnorrænt verkefni sem útvegar ungu fólki á aldrinum 18-28 ára sumarvinnu og húsnæði á hinum norðurlöndunum, og óskað er eftir að Ísafjarðarbær ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2017. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs til skoðunar. |
||
|
||
9. |
Málþingið Vestfirska vorið - 2017020183 |
|
Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Kristjánsdóttur, dagsettur 8. mars sl., með boðsbréfi á málþingið "Vestfirska vorið", sem haldið verður á Flateyri 5.-6. maí nk. |
||
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta. |
||
|
||
10. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032 |
|
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál. |
||
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í bæjarstjórn. |
||
|
||
11. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473 - 1703001F |
|
Fundargerð 473. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. mars sl., fundargerðin er í 10 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
12. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43 - 1702019F |
|
Lögð er fram fundargerð 43. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:53
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |