Bæjarráð - 966. fundur - 6. mars 2017
Dagskrá:
1. |
Gjaldskrá Safnahúss, fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Lagt er fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahússins, dags. 1. mars sl., þar sem óskað er eftir þremur breytingum á gjaldskrá Safnahússins. |
||
Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn. |
||
|
||
2. |
Nýherji - breyting á verðskrá - 2016060013 |
|
Lagt fram bréf Gunnars Zoega, f.h. Nýherja, þar sem tilkynnt er um 5,9% verðhækkun á útseldri tímavinnu starfsmanna, til að mæta hækkun launa á vinnumarkaði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Málþingið Vestfirska vorið - 2017020183 |
|
Lagt fram bréf Hermanns Bjarnar Þorsteinssonar, sem barst með tölvupósti 27. febrúar sl., vegna málþings sem haldið verður á Flateyri 5. og 6. maí nk. og ber heitir "Vestfirska vorið". Markmið málþingsins er að vekja athygli á vestfirsku samfélagi og málefnum dreifðra byggða á Íslandi. |
||
Bæjarráð samþykkir erindið. |
||
|
||
4. |
Styrktarsjóður EBÍ 2017 - 2017020194 |
|
Lagt fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett 23. febrúar sl. Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum er til aprílloka, og kynntar eru breytingar á reglum sjóðsins. |
||
Bæjarráð felur sviðsstjórum að sækja um styrk til Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands. |
||
|
||
5. |
Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097 |
|
Lagður fram tölvupóstur Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, dagsettur 28. febrúar sl., þar sem hann þakkar fyrir samstarfið um leiksýninguna Lofthrædda örninn Örvar, sem sýnd var sl. haust. |
||
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur menntamálaráðherra og forsvarsmenn Þjóðleikhússins til að gera Þjóðleikhúsinu kleift að vera þjóðleikhús allra landsmanna, t.d. þannig að ekki þurfi að kosta sérstaklega til að börn á landsbyggðinni fái að njóta sýninga Þjóðleikhússins. |
||
|
||
6. |
Íbúðamarkaðurinn á Ísafirði - 2017010050 |
|
Lögð er fram til kynningar úttekt Reykjavík Economics á íbúðamarkaðinum í Ísafjarðarbæ, dags. í desember 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017 |
|
Kynnt eru drög að samningi vegna stofnunar Blábankans. |
||
Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar. |
||
|
||
8. |
31. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017020096 |
|
Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 25. febrúar sl., með boði á 31. landsþing sambandsins, sem haldið verður 24. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Act Alone - styrkbeiðni - 2017020093 |
|
Lagður fram að nýju tölvupóstur Elfars Loga Hannessonar, dagsettur 17. febrúar sl., þar sem hann óskar eftir auknum fjárstuðningi Ísafjarðarbæjar við hátíðina Act Alone. Framtíð leiklistarhátíðarinnar er í húfi vegna erfiðleika við fjármögnun. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka að fjárhæð kr. 200.000,- vegna viðbótarstyrks til Act Alone 2017 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkveitinguna. |
||
|
||
10. |
Uppbyggingasamningar við SFÍ vegna Tungudals 2017-2019 - 2017020028 |
|
Kynnt eru drög að uppbyggingasamningi við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar í Tungudal, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 4 milljónir á árinu 2017 og 3 milljónir á ári árin 2018 og 2019. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar í Tungudal. |
||
|
||
11. |
Beiðni um viðbótarstuðning á leikskóla - 2017030009 |
|
Kynnt er minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um heimild til að ráða starfsmann til að sinna einstaklingsþjálfun nemanda í leikskóla á tímabilinu 15. mars - 15. ágúst 2017. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að gera viðauka vegna beiðninnar og leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn. |
||
|
||
12. |
Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066 |
|
Kynnt er minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 3. mars 2017, varðandi úttekt á frárennslislögnum Ísafjarðarbæjar. Í minnisblaðinu leggur sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs til að samið verði við Verkís hf. um framkvæmd verksins. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna verksins og leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn. |
||
|
||
15. |
Samgönguáætlun 2014-2018 - 2015040052 |
|
Umræður um breytingar á Samgönguáætlun sem tilkynntar voru 2. mars sl. |
||
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir þeirri stefnu stjórnvalda að fjármagna ekki samgöngukerfi landsins með þeim hætti sem nauðsynlegt er og líta þar með framhjá þeirri miklu þörf sem er í uppbyggingu innviða. Bætt samgöngukerfi er ein af forsendum þeirrar uppbyggingar sem þarf að eiga sér stað á Íslandi vegna vaxtar atvinnulífsins á sviði ferðamála og fiskeldis. |
||
|
||
16. |
Gjaldskrár - Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049 |
|
Umræður um gjaldskrár 2018. |
||
Umræður fóru fram um gjaldskrárbreytingar á árinu 2018. |
||
|
||
13. |
Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019 |
|
Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. mars sl., ásamt fundargerð 847. fundar stjórnar sambandsins, sem haldinn var 24. febrúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
Öldungaráð - 5 - 1702016F |
|
Lögð er fram fundargerð 5. fundar öldungaráðs, sem haldinn var 14. febrúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:08
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |