Bæjarráð - 964. fundur - 20. febrúar 2017
Dagskrá:
1. |
Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009 |
|
Lagt fram minnisblað barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, dagsett 1. febrúar sl., þar sem lagt er til að gerður verði nýr samningur um meðferð barnaverndarmála, kosningu í barnaverndarnefnd og kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna þriggja í barnavernd. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða um samning á grundvelli framlagðs minnisblaðs við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp, þannig að leggja megi fram ný drög að samningi. |
||
|
||
2. |
Skrúður, þjónustuhús. - 2017010006 |
|
Lagt fram bréf Einars Ísakssonar, f.h. Minjastofnunar, dagsett 14. febrúar sl. Minjastofnun bendir á að Skrúður fellur undir ákvæði um friðaðar menningarminjar og því er allt rask og/eða framkvæmdir innan 15 metra friðhelgi Skrúðs óheimilar. Ennfremur leggst stofnunin á móti hverskyns framkvæmdum í nágrenni garðsins sem gætu spillt aðkomu og ásýnd hans. |
||
Bæjarráð þakkar Minjastofnun fyrir ábendinguna. |
||
|
||
3. |
Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047 |
|
136. fundur atvinnu- og menningarmálanefndar lagði til að bæjarráð gerði sambærilegan samning við Kómedíuleikhúsið og verið hefur í gildi og að gerður yrði viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017. |
||
Bæjarráð tekur jákvætt í samninginn en felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Kómedíuleikhússins um verkefnaskrána og leggja fyrir bæjarstjórn ásamt viðauka. |
||
|
||
4. |
Act Alone - styrkbeiðni - 2017020093 |
|
Lagður fram tölvupóstur Elfars Loga Hannessonar, dagsettur 17. febrúar sl., þar sem hann óskar eftir auknum fjárstuðningi Ísafjarðarbæjar við hátíðina Act Alone. Framtíð leiklistarhátíðarinnar er í húfi vegna erfiðleika við fjármögnun. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Act Alone um endurnýjun samnings vegna hátíðarinnar. |
||
|
||
5. |
Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042 |
|
Lagt fram bréf Sirrýjar Sifjar Sigurlaugardóttur, fræðslustjóra Alzheimersamtakanna, dagsett 7. febrúar sl. Óskað er eftir styrk til að halda röð málþinga um land allt á næstu mánuðum. |
||
Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar um styrkbeiðnina. |
||
|
||
6. |
Veraldarvinir 2017 - 2017020083 |
|
Lagður fram tölvupóstur Steindórs Inga Þórarinssonar, f.h. Veraldarvina, dagsettur 15. febrúar sl., þar sem kynnt er starfsemi Veraldarvina, en markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina bjóða fram aðstoð sína við fjölbreytileg verkefni vítt og breitt um landið. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði. |
||
|
||
7. |
Lánasjóður - ýmis erindi 2016 - 2017 - 2016040045 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Karel Hannessyni, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 10. febrúar sl., ásamt bréfi Lánasjóðs sveitarfélaga, einnig dagsett 10. febrúar sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi - 2017020079 |
|
Lagður fram tölvupóstur Jóns Þrándar Stefánssonar, f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettur 14. febrúar sl., ásamt bréfi ráðuneytisins, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvaða áhrif fiskeldi hefur í sveitarfélaginu, eða á þau verkefni sem falla undir verksvið þess. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu. |
||
|
||
9. |
Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga - 2017020032 |
|
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. febrúar 2017. Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga, 128. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk. |
||
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur þörf á því að tekin séu inn ákvæði um ferðaþjónustuleyfi inn í lögin, sem heimili fólki í ferðaþjónustu að starfrækja fólksbifreiðar í ferðaþjónustu. |
||
|
|
|
10. |
Fundur um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og endurskoðun á fjármálakafla sveitarfélaga - 2017020086 |
|
Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 15. febrúar sl., þar sem kynnt er dagskrá fundar um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga sem haldinn verður í dag 20. febrúar. |
||
Lagt fram til kynningar. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi munu mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
11. |
31. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017020096 |
|
Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 17. febrúar sl. Póstinum fylgir skrá um landsþingsfulltrúa og varamenn þeirra, og þarf sveitarstjórn að láta vita fyrir 6. mars nk., ef breytingar hafa orðið á fulltrúum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Náttúrustofa - Fundargerð 102. fundar - 2017020094 |
|
Lögð fram fundargerð 102. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 3. febrúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Byggðasamlag Vestfjarða - Fundargerðir - 2016050089 |
|
Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 20. desember og 23. janúar sl., ásamt fundargerð samráðsvettvangs aðildarsveitarfélaga Byggðasamlagsins, frá 25. janúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2017 - 2017020078 |
|
Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 13. febrúar sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 10. febrúar sl. Einnig er meðfylgjandi gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftirlit 2017 sem sveitarfélög þurfa að samþykkja. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir gjaldskrána og leggja hana til samþykktar fyrir bæjarráð. |
||
|
||
15. |
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 136 - 1702009F |
|
Fundargerð 136. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 14. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |