Bæjarráð - 962. fundur - 6. febrúar 2017
Fundinn sátu:
Nanný Arna Guðmundsdóttir, varamaður Örnu Láru Jónsdóttur, Kristján Andri Guðjónsson, aðalmaður, Daníel Jakobsson, aðalmaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.
Fundargerð
Dagskrá:
1. |
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092 |
|
Lagður fram tölvupóstur Jóns Smára Jónssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 31. janúar sl., vegna breytinga á samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. |
||
Bæjarráð telur mikilvægt að bæjarfulltrúar og nefndarmenn bæjarins séu vel upplýstir um gang mála. |
||
|
||
2. |
Milljarður rís 2017 - 2017020011 |
|
Lögð fram tölvupóstssamskipti Mörtu Goðadóttur, f.h. Landsnefndar UN Women á Íslandi, og Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 30. og 31. janúar sl., vegna atburðarins Milljarður rís, þar sem fólk í yfir 200 löndum sameinast um að dansa til að sýna þolendum kynbundins ofbeldis samstöðu. Bæjarstjóri mun ávarpa dansgesti í upphafi og hleypa dansinum af stað, en dansað verður í Edinborgarhúsinu þann 17. febrúar nk. kl. 12 á hádegi. |
||
Bæjarráð fagnar viðburðinum. |
||
|
||
3. |
Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - beiðni um umsögn - 2016060025 |
|
Lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, verkefnisstjóra svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dagsettur 2. febrúar sl. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um greiningaskýrslu, sem fylgir tölvupóstinum, vegna svæðisskipulagsgerðar og þarf umsögnin að berast fyrir 24. febrúar nk. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
||
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn kl. 8:19. |
||
4. |
Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047 |
|
Lögð fram styrkbeiðni Hólmfríðar Völu Svavarsdóttur, f.h. SFÍ, dags. 20. desember sl., vegna Unglingameistaramóts Íslands sem haldið verður á Ísafirði 23.-26. mars 2017. |
||
Bæjarráð gerir athugsemd við það hve seint erindið kemur fram. Hins vegar er um að ræða jákvætt verkefni sem jafna má við uppbyggingarsamninga íþróttafélaganna. |
||
|
||
|
||
5. |
Athugasemd við afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum - 2017010113 |
|
Lagt fram bréf Ragnheiðar Hákonardóttur, dagsett 30. janúar sl., þar sem skorað er því á bæjarráð og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að aðlaga viðmið sitt til afsláttar á fasteignagjöldum og holræsagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega. |
||
Bæjarráð þakkar ábendingarnar og bendir á breytingar í þessa veru sem gerðar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar, þar sem viðmið voru hækkuð um 10% og þar með upp fyrir grunnllífeyri. |
||
|
||
6. |
Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum - 2017010114 |
|
Lögð fram tillaga Ísafjarðarbæjar að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum. Um er að ræða bæði langtíma- og skammtímaáætlun. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019 |
|
Lögð er fram fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 27. janúar sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 147 - 1702003F |
|
Fundargerð 147. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 2. febrúar sl. fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |