Bæjarráð - 960. fundur - 23. janúar 2017
Dagskrá:
1. |
Fyrirspurn um kaup og kjör bæjarstjóra og sviðsstjóra - 2017010056 |
|
Lögð fram fyrirspurn Kristínar Hálfdánsdóttur, frá 391. fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var 15. desember sl. ásamt minnisblaði Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 20. janúar sl., með svari við fyrirspurninni. Fyrirspurnin er svohljóðandi: |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Fyrirspurn um greiðslur til fyrirtækisins Plan 21 - 2016110082 |
|
Lagt er fram svar Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 20. janúar 2017, við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, frá 16. nóvember sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær greiðslur sem bókaðar hafa verið hjá Ísafjarðarbæ á fyrirtækið Plan 21. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Fyrirspurn - Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 20. janúar 2017, þar sem fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa, frá 14. september 2016 er svarað. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Undanþágur verkfallsheimilda 2017 - 2017010016 |
|
Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dagsett 17. janúar sl., þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á drögum að auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda vegna lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. |
||
Bæjarráð staðfestir auglýsingu um undanþágu verkfallsheimilda. |
||
|
||
5. |
Samkomulag um aukna byggðafestu á Flateyri - 2015040035 |
|
Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Árnasonar, f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 16. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um drög að samkomulagi vegna nýtingar á aflamarki Byggðastofnunar á Flateyri. Um er að ræða 100 þorskígildistonna aukningu til tveggja ára og 99 þorskígildistonna aukningu vegna yfirstandandi fiskveiðiárs. Í gildi er samningur milli Byggðastofnunar og heimaaðila um nýtingu á 300 þorskígildistonnum vegna Flateyrar. |
||
Bæjarráð lýsir ánægju með samning Byggðastofnunar um aflaheimildir til aukinnar byggðafestu á Flateyri. |
||
|
||
6. |
Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039 |
|
Lagt er fram bréf Hólmfríðar Bjarnadóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 3. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun sjókvíaeldis Arnarlax, en um er að ræða framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári í Ísafjarðardjúpi. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu um matsáætlun. |
||
|
||
7. |
Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071 |
|
Lagt fram bréf Hólmfríðar Bjarnadóttur f.h. Skipulagsstofnunar dags. 5. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á tillögu að matsáætlun á sjókvíaeldi Artic Sea Farm, í Arnarfirði áætluð er framleiðsla á 4000 tonnum af laxi. |
||
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá 470. fundi nefndarinnar: |
||
|
||
8. |
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 20. janúar 2017, þar sem gerð er grein fyrir því starfi sem hafið er í Samstarfsnefnd um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Umhverfisstofnun um aukna aðkomu Ísafjarðarbæjar og annarra hagsmunaaðila að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. |
||
|
||
9. |
Landsáætlun um uppbyggingu innviða - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019 |
|
Lagður fram tölvupóstur Arnar Þórs Halldórssonar, f.h. verkefnisstjórnar um gerð landsáætlunar um uppbygginu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum, dagsettur 12. janúar sl. Verkefnisstjórn óskar eftir upplýsingar frá sveitarfélögum um hvaða verkefni þau telja brýnt að ráðist verði í á ferðamannastöðum á næstu þremur árum sbr. lög 20/2016 auk áætlaðs heildarkostnaðar fyrir hvert og eitt þeirra. |
||
Bæjarráð felur bæjarritara að taka saman uppbyggingaráætlanir. |
||
|
||
10. |
Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023 |
|
Lagðar eru fram tillögur að nýjum teikningum á húsnæði Sindragötu 4a, Ísafirði, sem fyrirhugað er að byggja með stofnframlagi frá Íbúðalánasjóði og Ísafjarðarbæ. Tillögurnar eru unnar í samræmi við tillögur úthlutunarnefndar Íbúðarlánasjóðs að breytingum á umsókn sem fram komu í bréfi Hermanns Jónssonar, f.h. Íbúðalánasjóðs, dags. 30. desember sl. |
||
Bæjarráð felur bæjarritara að halda áfram að vinna að umsókn um stofnframlag til byggingar 11 íbúða að Sindragötu 4a. |
||
|
||
11. |
Íbúðamarkaðurinn á Ísafirði - 2017010050 |
|
Lögð er fram til kynningar greining Reykjavík Economics ehf. á íbúðamarkaðinum í Ísafjarðarbæ, frá desember 2016. |
||
Lagt fram til kynningar og áframhaldandi vinnslu. |
||
|
||
12. |
Suðurtangi, nýbygging gatna. - 2017010018 |
|
Lagt er fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 19. janúar 2017, vegna verksins Suðurtangi, nýbygging gatna, hönnun gatna og veitna. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs leggur til að samið verði við Tækniþjónustu Vestfjarða um verkið. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að taka tilboði Tækniþjónustunnar í verkið. |
||
|
||
13. |
Lónið Suðureyri - 2017010067 |
|
Lagður fram tölvupóstur Huldu Rósar Rúriksdóttur hrl., f.h. Lögmanna Laugavegi 3, dagsettur 19. janúar sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til samnings um afnotarétt á Lóninu á Suðureyri. Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, þar sem gerð er grein fyrir þeim samningi sem um ræðir og forsögu hans ásamt afriti af samningnum. |
||
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá Fiskistofu um hvort Jens Daníel Hólm hafi fengið útgefið rekstrarleyfi til fiskeldis. |
||
|
||
14. |
Skólamál á Flateyri - 2016110039 |
|
Á 958. fundi bæjarráðs var erindisbréfi fyrir samráðshóp um leik- og grunnskólastarf á Flateyri vísað til umsagnar í fræðslunefnd. Enn fremur var erindisbréfið sent hverfisráði Önundarfjarðar til umsagnar. Lögð er fram umsögn 376. fundar fræðslunefndar auk umsagnar fundar hverfisráðs Önundarfjarðar frá 18. janúar sl. |
||
Bæjarráð fellst á tillögu hverfisráðs Önundarfjarðar um að fulltrúum í starfshópnum verði fjölgað, þannig að það verði tveir fulltrúar foreldra, annar frá leikskólanum og hinn frá grunnskólanum. |
||
|
||
15. |
Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078 |
|
Lögð fram drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Hendingu, ásamt umsögn HSV um drögin, frá 11. janúar sl. Drögin voru lögð fram á 174. fundi íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. janúar sl. |
||
Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarráði og Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun: |
||
|
||
16. |
Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040 |
|
Lögð eru fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa. |
||
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá hafnarstjórn og leggur erindisbréfið fram að nýju þegar umsögn hefur borist. |
||
|
||
17. |
Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - ósk um fund með Ísafjarðarbæ - 2017010066 |
|
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 19. janúar sl., þar sem hún kemur á framfæri óskum Íþróttafélagsins Vestra um fund með Ísafjarðarbæ til að ræða uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi. |
||
Bæjarráð verður við beiðni íþróttafélagsins Vestra um fund og felur bæjarstjóra að finna heppilegan fundartíma. |
||
|
||
18. |
Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047 |
|
Lögð fram styrkbeiðni Hólmfríðar Völu Svavarsdóttur, f.h. SFÍ, dags. 20. desember sl., vegna Unglingameistaramóts Íslands sem haldið verður á Ísafirði 23.-26. mars 2017. |
||
Bæjarráð frestar málinu meðan beðið er eftir gögnum frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, sbr. bókun 174. fundar íþrótta- og tómstundanefndar. |
||
|
|
|
19. |
Götusópur fyrir Þjónustumiðstöð - 2016110007 |
|
Lagt er fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. janúar 2017, vegna kaupa á nýjum götusóp fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs leggur til að samið verði Kraft hf. um kaup á nýjum götusóp fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að taka tilboði Krafts hf. um kaup á götusóp. |
||
|
||
20. |
Samþykkt um fráveitu - 2016040069 |
|
Lögð fram samþykkt um fráveitu 2016 sem var samþykkt af heilbrigðisnefnd með vísan í bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 6. nóvember 2016. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ verði samþykkt. |
||
|
||
21. |
Afslættir elli- og örorkulífeyrisþega - Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 17. janúar sl., með greiningu á afslætti fasteignagjalda 2017 til elli- og örorkulífeyrisþega. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu 1 sem fram kemur í minnisblaði fjármálastjóra, þ.e. að tekjumörk 2017 verði hækkuð um 10% frá árinu 2016. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna tillögunnar. |
||
|
||
22. |
Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081 |
|
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 20. janúar sl, um skatttekjur og laun frá janúar til desember 2016. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 13,9 milljónum króna yfir áætlun og eru 1.776 milljónir króna fyrir árið. Jöfnunarsjóður er 139 milljónum króna yfir áætlun eða 860 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 20,7 milljónum króna yfir áætlun en kostnaðurinn nemur 2.082 milljónum króna fyrir árið 2016. |
||
Helga Ásgeirsdóttir fer yfir mánaðaryfirlit ársins 2016. |
||
|
||
Gestir |
||
Helga Ásgeirsdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði - 10:01 |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 10:01 |
||
|
||
|
||
23. |
Íbúasamtökin Hnífsdal - Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002 |
|
Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. janúar 2017, varðandi nýtingu framkvæmdafjár Íbúasamtaka Hnífsdals vegna ársins 2016. |
||
Bæjarráð samþykkir tillöguna. |
||
|
||
24. |
Hverfisráð Önundarfjarðar - Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 18. janúar sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
25. |
Fræðslunefnd - 376 - 1701011F |
|
Fundargerð 376. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 19. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
26. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 174 - 1701009F |
|
Fundargerð 174. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 17. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
27. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 470 - 1701013F |
|
Fundargerð 470. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:22
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |