Bæjarráð - 959. fundur - 16. janúar 2017
Dagskrá:
1. |
Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056 |
|
Lagt er fram bréf Sigmars Arnars Steingrímssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 6. desember sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frummatsskýrslu um allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum á vegum Háafells, í Ísafjarðardjúpi. Umsögn var óskað fyrir 9. janúar 2017. |
||
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar: |
||
|
||
2. |
Aukin vetrarþjónusta á vegum í dreifbýli Ísafjarðarbæjar - 2017010038 |
|
Lagt fram bréf Guðmundar Steinars Björgmundssonar, f.h. Búnaðarfélagsins Bjarma, dagsett 9. janúar sl. Óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ vegna vetrarþjónustu á vegum í dreifbýli Ísafjarðarbæjar. |
||
Eins og fram kom á fundi Búnaðarfélgsins Bjarma með Vegagerðinni, bæjarstjóra og forstöðumanni þjónustumiðstöðvar þann 5. desember sl. er mikill vilji hjá Ísafjarðarbæ til að leita leiða svo bæta megi snjómokstur umfram það sem hann er í dag. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og bæjarstjóri hafa verið með þetta mál til skoðunar og meðal annars rætt við Vegagerðina í framhaldi fundarins. Vonast er til að hægt verði að þoka þessum málum til betri vegar. |
||
|
||
3. |
Ársskýrsla 2016 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2017010040 |
|
Lögð fram ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2016. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Almenningssamgöngur - útboð 2016 - 2016040042 |
|
Lögð eru fram til kynningar drög að útboðsgögnum almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði 2017-2021. |
||
Lagt fram til kynningar. Hverfisráðum og Héraðssambandi Vestfirðinga hefur verið send tillaga að tímatöflu til umsagnar. |
||
|
||
Gestir |
||
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - 08:27 |
||
|
||
5. |
Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066 |
|
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar á úttekt á fráveitumálum Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera viðauka til að hægt verði að kaupa úttekt á fráveitumálum Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
|
||
6. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð er fram að nýju beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. desember sl., um umsögn vegna umsóknar Guðrúnar Hönnu Óskarsdóttur, Neðri-Breiðadal, um nýtt rekstrarleyfi vegna veitingastaðar í flokki II. Jafnframt er lögð fram ný umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 13. janúar sl. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna Neðri-Breiðadals. |
||
|
||
7. |
Samstarfssamningur - 2005090047 |
|
Lagt er fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 15. desember sl., þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð vísar beiðninni til umsagnar í atvinnu- og menningarmálanefnd. |
||
|
||
8. |
Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046 |
|
Lagt er fram afrit af bréfi Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 10. janúar sl., með svari við fyrirspurnum fyrirtækis sem hefur áhuga vatnskaupum af Ísafjarðarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Beiðni um styrk vegna námskeiðsins "Bootcamp for Youthworkers" - 2017010042 |
|
Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Ara Sigurjónssonar, formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu, dagsettur 9. janúar sl, ásamt bréfi með styrkumsókn. Óskað er eftir 400.000,- kr. styrk frá Ísafjarðarbæ vegna námskeiðsins "Bootcamp for Youthworkers", sem er námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk. |
||
Bæjarráð hafnar beiðninni. |
||
|
||
10. |
DMP landshlutaáætlanir - Svæðisráð Vestfjarða - 2017010044 |
|
Lagður fram tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Visit Westfjords, dagsettur 2. janúar sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í svæðisráð Vestfjarða. |
||
Bæjarráð tilnefnir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra í Bolungarvík, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í svæðisráð Vestfjarða. Svæðisráð Vestfjarða er skipað til að taka ákvörðun um hversu margar DMP áætlanir eru unnar á hverju markaðsstofusvæði auk þess að tilnefna tengiliði fyrir hverja DMP áætlun. |
||
|
||
11. |
Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur 2016 - 2016100073 |
|
Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. janúar sl., með hugmyndum um aðkomu Ísafjarðarbæjar að BsVest og þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna fyrir hinum sveitarfélögunum í BsVest þær tillögur Ísafjarðarbæjar um þjónustu við fatlað fólk í framtíðinni sem kynnt er í minnisblaðinu. |
||
|
||
12. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 469 - 1701001F |
|
Lögð er fram fundargerð 469. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39 - 1701005F |
|
Fundargerð 39. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. janúar sl., fundargerð er í 2 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |