Bæjarráð - 957. fundur - 19. desember 2016

Dagskrá:

1.  

Samkomulag um aukna byggðafestu á Suðureyri - 2015040035

 

Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Árnasonar, f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 12. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um drög að samkomulagi vegna nýtingar á aflamarki Byggðastofnunar á Suðureyri sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 643/2016. Um er að ræða 100 þorskígildistonna aukningu, en í gildi er samningur milli Byggðastofnunar og heimaaðila um nýtingu á 400 þorksígildistonnum vegna Suðureyrar.

 

Bæjarráð lýsir ánægju með samning Byggastofnunar um aflaheimildir til aukinnar byggðafestu á Suðureyri.

 

   

2.  

Áskorun til bæjaryfirvalda vegna nettenginga Símans í sveitarfélaginu - 2016120034

 

Lögð fram aðsend grein Hrafns Snorrasonar, sem birt var á vef Bæjarins besta, bb.is, 12. desember sl, á slóðinni http://bb.is/Pages/82?NewsID=201283.
Í greininni skorar Hrafn á bæjaryfirvöld að kalla eftir svörum frá forráðamönnum Símans, um hvað valdi því að fyrirtækið sé ekki enn farið að bjóða upp á háhraðatengingar á Ísafirði og í nágrannabæjum.

 

Ísafjarðarbær hefur upplýsingar um að Póst- og fjarskiptastofnun sé meðvituð um þær markaðsaðstæður sem felast í því að Síminn kaupi eingöngu aðgangsþjónustu af dótturfyrirtæki sínu, Mílu. Þetta eru sömu aðstæður og Gagnaveita Reykjavíkur (GR) stendur frammi fyrir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. viðskiptavinir GR hafa ekki aðgang að sjónvarpi Símans, þar sem Síminn dreifir sinni þjónustu ekki á neti GR.

Bæjarráð telur málið þurfa að berast Samkeppniseftirlitinu frá einstökum notendum eða söluaðilum.

Bæjarráð skorar á fjarskiptafyrirtæki að láta ekki samkeppnisaðstæður hamla þjónustu við íbúa Ísafjarðarbæjar.

 

   

3.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagður fram tölvupóstur Hafsteins Steinarssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsettur 14. desember sl., vegna óska Wilfried Mair um breytingu á ákvæði í verksamningi. Breytingarnar felast í að miðað verði við breytingar á stálvísitölu 32% í stað 37% og að innlendur hluti verði 40% í stað 30% en um er að ræða efnisminni stálgrindur en í verkefnum á Neskaupstað og Siglufirði þar sem stálvísitalan var 37% og innlendi hlutinn 30%.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umbeðnar breytingar á verksamningi.

 

   

Kristján Andri yfirgaf fundinn undir þessum lið.

4.  

Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

 

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

 

 

   

5.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. desember sl., með tillögu um samkomulag við Hestamannafélagið Hendingu.

 

Meirihluti bæjarráðs felur Sigurði Hreinssyni, bæjarfulltrúa, Kristjáni Andra Guðjónssyni, bæjarfulltrúa og formanni íþrótta- og tómstundanefndar, og Gísla H. Halldórssyni bæjarstjóra að leita eftir samkomulagi við Hestamannafélagið Hendingu um uppbyggingu á aðstöðu fyrir hestaíþróttir í Engidal og leggja það fyrir íþrótta- og tómstundanefnd að fenginni umsögn HSV.

Meirihluti bæjarráðs felur Gísla H. Halldórssyni, bæjarstjóra, jafnframt að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina vegna Búðartúns.

Bókun Daníels Jakobssonar:
"Undirritaður gerir athugasemd við það verklag að óska eftir umboði til umræddra einstaklinga þegar að samingaviðræður sömu manna við Hendingu hafa staðið yfir um nokkurt skeið og þegar drög að samkomulagi þessara aðila í milli liggur þegar fyrir.

Jafnframt er ítrekuð sú afstaða undirritaðs að ekki sé samið frekar við Hestamannafélagið Hendingu fyrr en félagið samþykkir að standa ekki í vegi fyrir samkomulagi Ísafjarðarbæjar við Vegagerðina sem leiðir til þess að Hestamannafélagið fær 20 m.kr. greiðslu við undirritun samkomulags. Félagið getur eftir sem áður sótt sína kröfu á Ísafjarðarbæ og hana er hægt að ræða að þegar að þessi hluti er frá."

 

   

6.  

Deiliskipulag-Suðurtangi - 2016060017

 

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 16. desember sl., þar sem hann óskar eftir umsögn og afstöðu bæjarráðs til viljayfirlýsingar sem gerð hefur verið vegna skipulagsmála á Suðurtanga með tilliti til hafnarframkvæmda og atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Undir viljayfirlýsinguna skrifa hagsmunaaðilar, starfsmenn tæknideildar, formaður hafnarnefndar, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarstjóri, og er ætlunin að koma viljayfirlýsingunni í farveg.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi að veita Ísafjarðarbæ liðsinni í þeirri mikilvægu uppbyggingu atvinnulífs sem mun eiga sér stað á Sundabakka á Suðuratanga á Ísafirði á næstu árum. Nauðsynlegt er að fjármagn fáist á árinu 2017 til að hefjast handa við verkefnið.

 

   

7.  

Stefnumótun um Vestfirsk ferðamál 2016-2020 - 2016110014

 

Á 953. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur, verkefnastjóra stefnumótunarvinnu fyrir ferðamál á Vestfjörðum, dagsettur 10. nóvember sl., þar sem óskað var eftir því að Ísafjarðarbær tæki til umfjöllunar stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

Atvinnu og menningarmálanefnd tók málið fyrir á 135. fundi sínum, þann 14. desember sl. og gerði eftirfarandi bókun.
"Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar vinnunni sem hefur verið lögð í stefnumótunina og leggur til við bæjarráð að unnið verði eftir stefnunni og að þeim verkefnum er að sveitarfélaginu lúta. Nefndin telur vert að skoða sérstaklega merkingar og upplýsingaskilti í sveitarfélaginu."

 

Bæjarráð þakkar Ferðamálasamtökum Vestfjarða fyrir stefnumótun vestfirskra ferðamála og mun horfa til hennar við þau verkefni á vegum ferðamála sem Ísafjarðarbær stendur frammi fyrir.

 

   

8.  

Virðisaukinn - 2013110016

 

Á 135. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar var gerð eftirfarandi tillaga til bæjarráðs:
"Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað útnefningu virðisaukans árið 2016. Nefndin leggur til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar 2017."

 

Bæjarráð tekur undir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar að afhending fari fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar 2017.

 

   

9.  

Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki - 2016120036

 

Lagt fram bréf frá Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Árna Múla Jónassyni, f.h. Þroskahjálpar, dagsett 7. desember sl. Þroskahjálp hvetur stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun, og fatlaðs fólks almennt, þegar gerðar eru áætlanir í húsnæðsmálum og teknar eru ákvarðanir um veitingu stofnframlaga.

 

Bæjarráð þakkar erindið og hefur þegar óskað eftir samstarfi við Þroskahjálp vegna uppbyggingar húsnæðis fyrir fatlaða.

 

   

10.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 135 - 1612010F

 

Fundargerð 135. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 14. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Fræðslunefnd - 375 - 1612006F

 

Fundargerð 375. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 15. desember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Bæjarráð ákveður að næsti fasti fundur ráðsins verði 9. janúar 2017, nema að upp komi brýn þörf fyrir fund fyrir þann tíma.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:33

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?