Bæjarráð - 955. fundur - 5. desember 2016
Dagskrá:
1. |
Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2016 - 2016010017 |
|
Lagt fram bréf Sigurðar Pálssonar og Brynjólfs Jónssonar, f.h. Yrkjusjóðs og Skógræktarfélags Íslands, dags. 22. nóvember sl. Óskað er eftir kr. 150.000 rekstrarstyrk til Yrkjusjóðs, fyrir árið 2017. |
||
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni. |
||
|
||
2. |
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092 |
|
Lagt fram bréf Jóns Smára Jónssonar og Lindu Guðmundsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 25. nóvember sl. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. |
||
Bæjarráð tilnefnir Gauta Geirsson í samstarfsmefnd um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. |
||
|
||
Kristján Andri Guðjónsson yfirgaf fundinn undir þessum lið, kl. 8:14. |
||
3. |
Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018 |
|
Lagður fram tölvupóstur Lýðs Árnasonar, f.h. Stútungs ehf á Flateyri, frá 21. nóvember sl., þar sem farið er fram á að útgerðum á Flateyri verði heimilt að landa afla sínum á aðrar fiskvinnslur innan bæjarfélagsins, en ekki eingöngu í Fiskvinnslu Flateyrar. Einnig er lagður fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra frá 2. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir skoðunum útgerðarmanna á Flateyri á sérreglunum, þar sem óskað er eftir því að veiðireynsla sem byggir á löndunum utan Flateyrar verði ekki talin grunnur að úthlutun aflamarks til byggðakvóta. |
||
Bæjarráð þakkar bréfið en bendir á að byggðakvóta er ætlað að efla fiskvinnslu í þeim byggðakjarna sem kvótanum er úthlutað til. Reglurnar um byggðakvóta eru í umsagnarferli hjá Ísafjarðarbæ og verða athugasemdirnar hafðar til hliðsjónar við þá vinnu. |
||
|
||
|
||
4. |
Umsókn um styrk vegna sýninga á kvikmyndinni Svarta gengið. - 2016120006 |
|
Lagður fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 2. desember sl., vegna styrkumsóknar Kára Schram, kvikmyndagerðarmanns, vegna sýninga á myndinni "Svarta gengið". |
||
Bæjarráð bendir umsækjanda á að sækja um styrk til menningarmála, umsókn skal berast fyrir 15. mars n.k. |
||
|
||
5. |
Þinggerð haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga 2016 - 2016020005 |
|
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 28. nóvember sl., ásamt þinggerð 1. haustþings sambandsins frá 9. og 10. september sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2016020005 |
|
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 1. desember sl., ásamt fundargerðum stjórnarfunda sambandsins frá 11. október og 23. nóvember sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Hafnarstjórn - 188 - 1611024F |
|
Lögð er fram fundargerð 188. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 30. nóvember sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |