Bæjarráð - 952. fundur - 14. nóvember 2016
Dagskrá:
1. |
Hleðslustöð fyrir rafbíla - gjöf til Ísafjarðarbæjar - 2016110024 |
|
Lagður fram tölvupóstur Friðriks Valdimars Árnasonar, f.h. Orkusölunnar ehf, dagsettur 7. nóvember sl. Orkusalan ehf. færði Ísafjarðarbæ að gjöf rafhleðslustöð fyrir bíla, með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu innviða, sem auðvelda rafbílavæðingu. |
||
Bæjarráð þakkar gjöfina og felur bæjarstjóra að finna stað fyrir hleðslustöðina og vinna að uppsetningu stöðvarinnar í Ísafjarðarbæ. |
||
|
||
2. |
Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2016 - 2016020062 |
|
Lögð er fram fundargerð 109. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 4. nóvember sl., ásamt fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits 2017 og upplýsingum um skiptingu kostnaðar. |
||
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2017. |
||
|
||
3. |
Þjónustusvæði í málaflokki fatlaðs fólks - 2016020019 |
|
Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. október sl., varðandi undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Bílastæði við golfskála - styrkbeiðni - 2016110029 |
|
Lagt fram bréf Kristins Kristjánssonar, formanns Golfklúbbs Ísafjarðar, og Björns Helgasonar, nefndarmanns, dagsett 10. október sl. Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til malbikunar á bílastæði við golfskálann. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar HSV og bendir á að vert sé að skoða málið í samræmi við uppbyggingasamninga. |
||
|
||
5. |
Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og 2016-2025 - 2014050071 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, frá 26. október sl., ásamt svörum við matslýsingu kerfisáætlunar 2016-2025. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Laun grunnskólakennara - krafa frá kennurum til sveitarfélaga - 2016110030 |
|
Lagt fram bréf frá grunnskólakennurum á Íslandi, ódagsett og óundirritað, ásamt undirskriftalista. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög bregðist við því ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Endurskoðun brunavarnaráætlunar - 2014100048 |
|
Lagt fram bréf Péturs Valdimarssonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 9. nóvember sl. Óskað er eftir að stofnuninni verði send endurskoðuð brunavarnaáætlun sveitarfélagsins innan þriggja mánaða, þar sem núverandi áætlun er útrunnin. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Stuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við tónlistarnám 2016-2018 - 2016060028 |
|
Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Tinnu Dahl Christiansen, f.h. innanríkisráðherra, dags. 8. nóvember sl. Tilkynnt er að sækja þurfi um framlag, vegna nemenda sem þurfa að sækja tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags, fyrir 23. nóvember nk. |
||
Lagt fram til kynningar og vísað til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. |
||
|
||
9. |
Fatlaðir nemendur í grunnskólum 2017 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2016090019 |
|
Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Elínar Gunnarsdóttur f.h. innanríkisráðherra, dags. 8. nóvember sl. Tilkynnt er um áætlað framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2017, sbr. umsókn sveitarfélagsins þar að lútandi. |
||
Lagt fram til kynningar og vísað til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. |
||
|
||
10. |
Skólamál á Flateyri - 2016110039 |
|
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætir til fundarins. |
||
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, gerði grein fyrir skólamálum á Flateyri. |
||
|
||
Gestir |
||
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - 08:45 |
||
|
||
|
||
11. |
Melrakkasetur - aðalfundur 2016 - 2016100053 |
|
Lögð fram skýrsla stjórnar Melrakkaseturs Íslands ehf, fyrir starfsárið 2015, ásamt ársreikningi Melrakkasetursins fyrir árið 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Aðalfundur Hvetjanda 2016 - 2016110034 |
|
Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Hvetjanda hf., dags. 9. nóvember sl., sem haldinn verður 16. nóvember n.k., ásamt ársreikningi 2015. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
13. |
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð - 2016020019 |
|
Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 20. október sl., ásamt fundargerð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, frá 23. september sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 173 - 1611006F |
|
Fundargerð 173. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 9. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 465 - 1610021F |
|
Fundargerð 465. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. nóvember sl., fundargerðin er í 10 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |