Bæjarráð - 950. fundur - 31. október 2016
Dagskrá:
1. |
Melrakkasetur - aðalfundur 2016 - 2016100053 |
|
Lagt fram bréf stjórnar Melrakkaseturs Íslands, ódagsett, þar sem boðað er til aðalfundar 5. nóvember næstkomandi. Til fundarins er boðað með dagskrá. |
||
Lagt fram til kynningar. Kristján Andri Guðjónsson, stjórnarmaður í Melrakkasetri Íslands ehf., mætir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar á fundinn. |
||
|
||
2. |
Ljósleiðarauppbygging sveitarfélaga - nýjar verklagsreglur við val tengistaða - 2016100068 |
|
Lagður fram tölvupóstur Einars Viðars Gunnlaugssonar, fyrir hönd Póst- og fjarskiptastofnunar, dagsettur 21. október sl. Stofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig skal standa að því að velja staði sem skulu tengdir ljósleiðara innan sveitarfélagsins, þegar ljósleiðarauppbyggingin á sér stað með fjárstuðningi þess. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Frímerkjaútgáfa í tilefni 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar - 2015020031 |
|
Lagt fram bréf Vilhjálms Sigurðssonar, forstöðumanns frímerkjasölu Íslandspósts, dagsett 26. október sl., þar sem bæjarstjóra er boðið til útgáfuhófs í tilefni frímerkjaútgáfu 2016. Eitt af frímerkjunum sem gefið var út á árinu var vegna 150 ára afmælis Ísafjarðarkaupstaðar. |
||
Bæjarráð þakkar gott boð en hefur ekki tök á að mæta í útgáfuhófið vegna bæjarstjórnarfundar á sama tíma. |
||
|
||
4. |
Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015 |
|
Lögð er fram umsókn Stígamóta um styrk vegna þjónustu Stígamóta á Norðurfjörðum Vestfjarða. |
||
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2017. |
||
|
||
5. |
Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081 |
|
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 28.október sl, um skatttekjur og laun janúar til september 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 08:15 |
||
|
||
6. |
Ársfjórðungsuppgjör - 2016050081 |
|
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra, dags. 28. október s.l. um árshlutauppgjör annars ársfjórðungs ásamt rekstaryfirlitum annars ársfjórðungs 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Umræður um fjárhagsáætlun 2017. |
||
Fyrri umræður um fjárhagsáætlun 2017 fara fram á næsta bæjarstjórnarfundi. |
||
|
||
|
||
8. |
Fjallskilanefnd - 8 - 1610015F |
|
Lögð er fram fundargerð 8. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 25. október sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Þegar hefur verið gert ráð fyrir því að laga fjárgirðingar í þéttbýli og fjárréttum í fjárhagsáætlun 2017. |
||
|
||
9. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 464 - 1610009F |
|
Lögð er fram fundargerð 464. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. október sl., fundargerðin er í 7 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|