Bæjarráð - 949. fundur - 24. október 2016
Dagskrá:
1. |
Kvennafrí 2016 - Kjarajafnrétti strax! - 2016100046 |
|
Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Þórðar Hjaltested, formanns Kennarasambands Íslands frá 20. október sl. ásamt minnisblaði Sædísar Jónatansdóttur og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur um kynbundinn launamun. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og leggur fram eftirfarandi bókun: |
||
|
||
2. |
Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023 |
|
Frágangur á ofanflóðavörnum neðan Gleiðarhjalla. |
||
Umræður voru um ofanflóðagarð 4a, sem ekki var skipulagður sem göngustígur og því varúðarskilti við ofanflóðagarðinn. |
||
|
||
Gestir |
||
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - 08:20 |
||
|
||
3. |
Sindragata 4b - umsókn um stofnframlag. - 2016100023 |
|
Lagt er fram afrit af umsókn Ísafjarðarbæjar um stofnframlög ríkisins til bygginga á almennum íbúðum sem send var Íbúðalánasjóði 14. október sl. Sveitarfélag þarf að samþykkja veitingu stofnframlags sveitarfélagsins áður en umsóknin er endanlega afgreidd frá Íbúðarlánasjóði. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa tillögu til bæjarstjórnar til að staðfesta að sveitarfélagið muni taka þátt í byggingu almennra íbúða. |
||
|
||
|
||
4. |
Heillaóskaskeyti í tilefni af afmæli Ísafjarðarbæjar - 2016090058 |
|
Einar Skúlason göngugarpur og leiðandi í Wappinu, göngu appi, ætlar að ganga frá Reykjavík til Ísafjarðar seinni hlutann í október og þræðir gamlar þjóðleiðir eins og hægt er á leiðinni. Einar gerir ráð fyrir að afhenda Ísafjarðarbæ heillaóskaskeyti í tilefni af afmæli bæjarins þegar hann kemst á leiðarenda. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Úttekt á reglum um rekstrarleyfi gististaða - 2016060047 |
|
Lagt er fram uppfært minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 21. október sl. um gistirými í Ísafjarðarbæ auk tillagna að reglum um umsagnir við umsóknir um rekstrarleyfi gististaða. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar. |
||
|
||
6. |
Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040 |
|
Lagðar eru fram tilnefningar frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Ferðamálasamtökum Vestfjarða um fulltrúa í starfshópinn. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Lögð eru fram drög að rekstrareikningi Ísafjarðarbæjar 2017, ásamt sundurliðaðri rekstraráætlun og rekstraryfirliti. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 09:11 |
||
|
||
|
||
8. |
Hafnarstjórn - 187 - 1610013F |
|
Lögð er fram fundargerð 187. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:36
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|