Bæjarráð - 948. fundur - 17. október 2016
Dagskrá:
1. |
HSV - ósk um auka íbúðir til hausts 2017 - 2016060009 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur frá 10. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi nýtingu HSV á íbúðum í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð ákveður að leigja HSV áttundu íbúðina á hálfvirði fram til 1. maí 2017. |
||
|
||
2. |
Framtíð menningarminjasafnsins í Hlíð við Núp í Dýrafirði - 2016100012 |
|
Lögð er fram umsögn Jóns Sigurpálssonar, f.h. Byggðasafns Vestfjarða, dags. 12. október sl., þar sem bæjarráð óskaði eftir umsögn á beiðni um aðkomu Ísafjarðarbæjar að Menningarminjasafninu í Hlíð við Núp í Dýrafirði. |
||
Bæjarráð getur því miður ekki séð sér fært að taka við rekstri Menningarminjasafnsins í Hlíð við Núp í Dýrafirði. Starfsmenn Ísafjarðarbæjar, nú sem endra nær, eru tilbúnir að vera forstöðumönnum safnsins innan handar. |
||
|
||
3. |
Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040 |
|
Tillaga um að stofnaður verði starfshópur um framtíðarskipan skemmtiferðaskipakoma var samþykkt á 386. fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð leggi fram tillögu við bæjarstjórn um fulltrúa starfshópsins. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir tilnefningum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða og SFS. Bæjarráð leggur fram tillögu að fulltrúum síðar. |
||
|
||
4. |
Ráðstefna um móttöku skemmtiferðaskipa - 2016100024 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Birnu Lárusdóttur, verkefnastjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða, vegna ráðtefnu í apríl 2017 um móttöku skemmtiferðaskipa, þar sem m.a. er óskað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
|
5. |
Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029 |
|
Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 12. október sl., þar sem óskað er eftir framlagi í uppbyggingu Sundabakka Ísafjarðarhafnar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046 |
|
Lögð er fram viljayfirlýsing og tillaga að bréfi vegna umræðna í tengslum við vatnskaup af Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framlagt bréf til Amel Group og Gallani Consultants. |
||
|
||
7. |
Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Umræður um stöðu fjárhagsáætlunar 2017 og lagðar eru fram tillögur gjaldskrám Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2017. |
||
Bæjarráð vísar gjaldskrám Ísafjarðarbæjar til umræðu í bæjarstjórn. |
||
|
||
8. |
Opinn fundur um fiskeldismál - 2016100028 |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá Fiskeldisfréttum frá 12. október sl., þar sem kynntur er opinn fundur um fiskeldismál sem haldinn verður 18. október n.k. á Hótel Framtíð, Djúpavogi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2016 - 2016100027 |
|
Lagt er fram fundarboð vegna 19. ársfundar náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður 10. nóvember n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 463 - 1609020F |
|
Fundargerð 463. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. október sl., fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar.
|
||
11. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35 - 1609011F |
|
Fundargerð 35. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 11. október sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 134 - 1609021F |
|
Fundargerð 134. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 11. október sl., fundagerðin er í 3 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|