Bæjarráð - 947. fundur - 10. október 2016

 Dagskrá:

1.  

Samkomulag um nýtt samræmt lífeyriskerfi - 2016100006

 

Lagt er fram til kynningar bréf Þóru Jónsdóttur, f.h. Brúar lífeyrissjóðs, dags. 3. október sl., ásamt tölvupósti Karls Björnssonar, frá 3. október sl., varðandi samþykkt um nýtt, samræmt lífeyriskerfi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

 

Lagt er fram bréf Brynjaras Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Gömlu spýtuna ehf. vegna tilboðs í leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gömlu spýtuna ehf., að tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna leikskóladeildar fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, dags. 5. október sl., að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

3.  

Form og efni viðauka - 2016040014

 

Lagt er fram bréf Eiríks Benónýssonar og Hermanns Sæmundssonar, f.h. innanríkisráðherra, dags. 3. október sl., varðandi form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Framtíð menningarminjasafnsins í Hlíð við Núp í Dýrafirði - 2016100012

 

Lögð er fram beiðni Þrastar Sigtryggssonar þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær komi að rekstri menningarminjasafnsins Hlíð við Núp í Dýrafirði.

 

Bæjarráð óskar eftir umsögn Byggðasafns Vestfjarða á erindinu.

 

   

5.  

Breytingar á lögum um grunnskóla - 2016020019

 

Lagður er fram tölvupóstur Guðna Olgeirssonar, sérfræðings hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, frá 28. september sl., varðandi breytingar á grunnskólalögum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Snorraverkefnið 2017 - 2016010017

 

Lögð er fram beiðni Ástu Sólar Kristjánsdóttur, verkefnastjóra, dags. 6. október sl. um stuðning við Snorraverkefnið 2017.

 

Bæjarráð hafnar beiðni um stuðning.

 

   

7.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lögð eru fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2017 til kynningar og umræðu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.  

Fræðslunefnd - 372 - 1609018F

 

Lögð er fram fundargerð 372. fundar fræðslunefndar frá 6. október sl., sem er í 8 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 172 - 1609025F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldin var 5. október sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?