Bæjarráð - 943. fundur - 12. september 2016

Dagskrá:

1.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

 

Lagt er fram bréf Hinriks Greipssonar og Jóhanns Guðmundssonar f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 6. september sl. varðandi umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.

 

   

2.  

Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046

 

Lögð eru fram drög að viljayfirlýsingu sem trúnaðarmál.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viljayfirlýsingin verði samþykkt.

 

   

3.  

Reykjanes við Ísafjarðardjúp, viljayfirlýsing - 2016090023

 

Lögð eru fram drög að viljayfirlýsingu sem trúnaðarmál

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viljayfirlýsingin verði samþykkt.

 

   

4.  

Snjótroðari - 2016080029

 

Lögð eru fram drög að samningum Ísafjarðarbæjar og Doppelmayr skíðalyftu ehf. um sölu og kaup á snjótroðara.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra falið að skrifa undir samning um kaup á snjótroðara.

 

   

5.  

Umsókn um styrk - Fossavatnsganga merking gönguleiðar - 2016060088

 

Lögð er fram beiðni Daníels Jakobssonar f.h. Fossavatnsgöngunnar um styrk að fjárhæð kr. 72.000- til greiðslu framkvæmdaleyfis fyrir merkingu leiða á Seljalandsdal, Heiði og í Engidal.

 

Þar sem Ísafjarðarbær er samstarfsaðili að framkvæmdinni samþykkir bæjarráð að styrkja framkvæmdina í samræmi við beiðnina.

 

   

6.  

Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu - 2012100042

 

Lagt er fram svar Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar, dags. 9. september sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Mjallargata 1, Ísafirði - umsókn um rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lögð er fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum um umsögn vegna umsóknar Guðrúnar S. Viggósdóttur um nýtt leyfi til heimagistingar að Mjallargötu 1, íbúð B, Ísafirði. Enn fremur er lögð fram umsögn Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. september sl.

 

Bæjarráð vill ekki að leyfið verði veitt fyrr en grenndarkynning hefur farið fram þar sem um er að ræða fjöleignarhús. Enn fremur bendir bæjarráð á að umsækjandi á ekki lögheimili í íbúðinni og því getur ekki verið um að ræða heimagistingu.

 

   

8.  

Boð á aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða og málþing um ferðamál - 2016090022

 

Lagt er fram boð Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfund Ferðamálasamtakanna og málþing um ferðamál sem haldið verður mánudaginn 19. september n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2016 - 2016090014

 

Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. september sl., með upplýsingum um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 - 2016090011

 

Lagt er fundarboð Guðna Geirs Einarssonar og Ragnhildar Hjaltadóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 6. september sl., vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 sem haldinn verður 21. september n.k.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

   

11.  

Landsfundur jafnréttismála 2016 - 2016090016

 

Lagt er fram fundarboð Jafnréttisstofu, Akureyrar og Jafnréttisráðs á landsfund um jafnréttismál 2016 sem haldinn verður á Akureyri 16. september n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Fundargerð verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða - 2016050089

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 57. fundar verkefnahóps BsVest sem haldinn var 22. ágúst sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða - 2016050089

 

Lögð er fram fundargerð 5. fundar stjórnar BsVest sem haldinn var 22. ágúst sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Fundargerð heilbrigðisnefndar - 2016020062

 

Lögð er fram fundargerð 108. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem haldinn var 2. september sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?