Bæjarráð - 943. fundur - 12. september 2016
Dagskrá:
1. |
Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018 |
|
Lagt er fram bréf Hinriks Greipssonar og Jóhanns Guðmundssonar f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 6. september sl. varðandi umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017. |
||
|
||
2. |
Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046 |
|
Lögð eru fram drög að viljayfirlýsingu sem trúnaðarmál. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viljayfirlýsingin verði samþykkt. |
||
|
||
3. |
Reykjanes við Ísafjarðardjúp, viljayfirlýsing - 2016090023 |
|
Lögð eru fram drög að viljayfirlýsingu sem trúnaðarmál |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viljayfirlýsingin verði samþykkt. |
||
|
||
4. |
Snjótroðari - 2016080029 |
|
Lögð eru fram drög að samningum Ísafjarðarbæjar og Doppelmayr skíðalyftu ehf. um sölu og kaup á snjótroðara. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra falið að skrifa undir samning um kaup á snjótroðara. |
||
|
||
5. |
Umsókn um styrk - Fossavatnsganga merking gönguleiðar - 2016060088 |
|
Lögð er fram beiðni Daníels Jakobssonar f.h. Fossavatnsgöngunnar um styrk að fjárhæð kr. 72.000- til greiðslu framkvæmdaleyfis fyrir merkingu leiða á Seljalandsdal, Heiði og í Engidal. |
||
Þar sem Ísafjarðarbær er samstarfsaðili að framkvæmdinni samþykkir bæjarráð að styrkja framkvæmdina í samræmi við beiðnina. |
||
|
||
6. |
Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu - 2012100042 |
|
Lagt er fram svar Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar, dags. 9. september sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Mjallargata 1, Ísafirði - umsókn um rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð er fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum um umsögn vegna umsóknar Guðrúnar S. Viggósdóttur um nýtt leyfi til heimagistingar að Mjallargötu 1, íbúð B, Ísafirði. Enn fremur er lögð fram umsögn Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. september sl. |
||
Bæjarráð vill ekki að leyfið verði veitt fyrr en grenndarkynning hefur farið fram þar sem um er að ræða fjöleignarhús. Enn fremur bendir bæjarráð á að umsækjandi á ekki lögheimili í íbúðinni og því getur ekki verið um að ræða heimagistingu. |
||
|
||
8. |
Boð á aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða og málþing um ferðamál - 2016090022 |
|
Lagt er fram boð Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfund Ferðamálasamtakanna og málþing um ferðamál sem haldið verður mánudaginn 19. september n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2016 - 2016090014 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. september sl., með upplýsingum um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 - 2016090011 |
|
Lagt er fundarboð Guðna Geirs Einarssonar og Ragnhildar Hjaltadóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 6. september sl., vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 sem haldinn verður 21. september n.k. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum. |
||
|
||
11. |
Landsfundur jafnréttismála 2016 - 2016090016 |
|
Lagt er fram fundarboð Jafnréttisstofu, Akureyrar og Jafnréttisráðs á landsfund um jafnréttismál 2016 sem haldinn verður á Akureyri 16. september n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Fundargerð verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða - 2016050089 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð 57. fundar verkefnahóps BsVest sem haldinn var 22. ágúst sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða - 2016050089 |
|
Lögð er fram fundargerð 5. fundar stjórnar BsVest sem haldinn var 22. ágúst sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
Fundargerð heilbrigðisnefndar - 2016020062 |
|
Lögð er fram fundargerð 108. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem haldinn var 2. september sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |