Bæjarráð - 939. fundur - 15. ágúst 2016

 Dagskrá:

1.  

Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir - 2016070043

 

Lagt er fram bréf Hermanns Jónassonar, f.h. Íbúðalánasjóðs, dags. 13. júlí sl., varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu opnunar umsókna og umsóknarfrests um stofnframlag til almennra íbúða.

 

   

2.  

Stofnun Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði - 2016080011

 

Lagt er fram bréf Friðgerðar Samúelsdóttur, f.h. sjórnar Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði, dags. í júlí 2016.

 

Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í hafnarstjórn og skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

   

3.  

Ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. - 2016040007

 

Lagt er fram bréf Hafsteins Pálssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 20. júlí sl., varðandi ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005

 

Lagt er fram bréf Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Flugfélags Íslands, dags. 7. júlí sl., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar varðandi framtíðarsýn í flugsamgöngum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. ágúst sl., varðandi húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa sölu á Engi, Seljalandsvegi 102.

 

   

6.  

Heimsókn frá Kujalleq í Grænlandi - 2016080020

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 12. ágúst sl., varðandi fyrirhugaða heimsókn grænlenska sveitarfélagsins Kujalleq.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Starfsemi Fjölmenningarseturs - 2016080021

 

Málefni Fjölmenningarseturs rædd.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda allsherjar- og menntamálanefnd umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016-2019.

 

   

8.  

Aukin framleiðsla kalkþörungs í Arnarfirði, umsagnarbeiðni - 2016070031

 

Á 460. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. júlí sl., var lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn Ísafjarðarbæjar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 4. júlí sl. og greinargerð dags. 24. júní sl.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í þau áform Íslenska Kalkþörungafélagsins að auka framleiðslu kalkþörungs í Arnarfirði. Nefndin telur að fyrirspurn Íslenska Kalkþörungafélagsins, í greinargerð dags. 24.06.2016 unnin af Verkís, um matsskyldu sé ýtarleg og farið vel yfir alla þætti sem snúa að framkvæmd og umhverfi. Hinsvegar mætti sá kafli sem snýr að mótvægisaðgerðum vera ýtarlegri. Nefndin ítrekar að Ísland er aðili að Ospar samningum. Kalkþörungar séu þar á lista yfir viðkvæm búsvæði, sem séu í hættu eða á undanhaldi. Þar af leiðandi þarf að vakta áhrif á lifandi búsvæði kalkþörunga. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði sérstaklega með þeim áhrifum sem efnistakan geti hugsanlega haft á aðrar náttúruauðlindir og nýtingu í Arnarfirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að umrædd framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum í flokki B m.t.t. viðauka I reglugerðar nr. 660/2015, áætluð efnistaka Kalkþörungafélagsins er allt að 82.500m³ á ári til ársins 2033.

 

Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

   

9.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Þvergötu 4, Ísafirði - 2016010026

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 5. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Ásdísar Guðmundsdóttur, dags. 29. júní sl., varðandi Þvergötu 4, Ísafirði, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí sl.

 

Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa hafnar bæjarráð umsókninni, enda samræmist hún ekki skipulagi Ísafjarðarbæjar.

 

   

10.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Hjallavegi 9-11, Flateyri - 2016010026

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 7. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Grænhöfða ehf., dags. 23. júní sl., varðandi Hjallaveg 9-11, Flateyri, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí sl.

 

Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda samræmist hún skipulagi Ísafjarðarbæjar.

 

   

11.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Urðarvegi 15, Ísafirði - 2016010026

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 8. ágúst sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Hrundar Sæmundsdóttur, dags. 3. ágúst sl., varðandi Urðarveg 15, Ísafirði, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl.

 

Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda sé um heimagistingu að ræða.

 

   

12.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Fitjateigu 3, Hnífsdal - 2016010026

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 26. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Judith Ann Penrod, dags. 29. júní sl., varðandi Fitjateig 3, Hnífsdal, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl.

 

Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé ekki í samræmi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem ekki er um endurnýjun að ræða sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja veitingu rekstrarleyfisins, en bendir umsækjanda á að hægt er að óska eftir breytingu á skipulagi, sem bæjarráð telur ekki óeðlilegt í þessu tilviki.

 

   

13.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Hafnarstræti 19, Flateyri - 2016010026

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 27. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Flateyrarvagnsins ehf., dags. 8. júlí., varðandi Hafnarstræti 19, Flateyri, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl.

 

Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda samræmist hún skipulagi Ísafjarðarbæjar.

 

   

14.  

Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Dalbæ á Snæfjallaströnd - 2016010026

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 19. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Gígju Skúladóttur, dags. 19. maí sl., varðandi Dalbæ á Snæfjallaströnd, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl.

 

Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda samræmist hún skipulagi Ísafjarðarbæjar.

 

   

15.  

Þverárvirkjun - Nýtt deiliskipulag - 2016060033

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Þverárvirkjun dags. 15.06.2016 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

16.  

Kaldárvirkjun - Nýtt deiliskipulag - 2016060034

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Kaldárvirkjun dags. 16.06.2016 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

17.  

Þarfagreining húsnæðismarkaðar í Ísafjarðarbæ - 2016070033

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að unnin verði greining á núverandi stöðu húsnæðismarkaðar, spá um íbúaþróun og mati á hvaða stærðir, íbúðaform og byggingarsvæði henta best til framtíðaruppbyggingar í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður greiningarinnar verði notuð við forgangsröðun og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þannig mætt væntanlegum auknum umsvifum atvinnulífs á svæðinu.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

   

18.  

Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

 

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 11. ágúst sl, um skatttekjur og laun janúar til júlí 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

19.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 9. ágúst sl., varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um forsendur í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 og að gert verði ráð fyrir að áætlanir árin 2018 til 2020 verði á sama verðlagi.

 

   

20.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 17. maí sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

21.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32 - 1607010F

 

Lögð er fram fundargerð 32. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 14. júlí sl., fundargerðin er í einum lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

22.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 460 - 1606020F

 

Lögð er fram fundargerð 460. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. júlí sl., fundargerðin er í 15 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?