Bæjarráð - 939. fundur - 15. ágúst 2016
Dagskrá:
1. |
Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir - 2016070043 |
|
Lagt er fram bréf Hermanns Jónassonar, f.h. Íbúðalánasjóðs, dags. 13. júlí sl., varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu opnunar umsókna og umsóknarfrests um stofnframlag til almennra íbúða. |
||
|
||
2. |
Stofnun Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði - 2016080011 |
|
Lagt er fram bréf Friðgerðar Samúelsdóttur, f.h. sjórnar Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði, dags. í júlí 2016. |
||
Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í hafnarstjórn og skipulags- og mannvirkjanefnd. |
||
|
||
3. |
Ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. - 2016040007 |
|
Lagt er fram bréf Hafsteins Pálssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 20. júlí sl., varðandi ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005 |
|
Lagt er fram bréf Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Flugfélags Íslands, dags. 7. júlí sl., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar varðandi framtíðarsýn í flugsamgöngum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. ágúst sl., varðandi húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa sölu á Engi, Seljalandsvegi 102. |
||
|
||
6. |
Heimsókn frá Kujalleq í Grænlandi - 2016080020 |
|
Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 12. ágúst sl., varðandi fyrirhugaða heimsókn grænlenska sveitarfélagsins Kujalleq. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Starfsemi Fjölmenningarseturs - 2016080021 |
|
Málefni Fjölmenningarseturs rædd. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda allsherjar- og menntamálanefnd umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016-2019. |
||
|
||
8. |
Aukin framleiðsla kalkþörungs í Arnarfirði, umsagnarbeiðni - 2016070031 |
|
Á 460. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. júlí sl., var lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn Ísafjarðarbæjar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 4. júlí sl. og greinargerð dags. 24. júní sl. |
||
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
||
9. |
Umsókn um rekstrarleyfi að Þvergötu 4, Ísafirði - 2016010026 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 5. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Ásdísar Guðmundsdóttur, dags. 29. júní sl., varðandi Þvergötu 4, Ísafirði, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí sl. |
||
Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa hafnar bæjarráð umsókninni, enda samræmist hún ekki skipulagi Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
10. |
Umsókn um rekstrarleyfi að Hjallavegi 9-11, Flateyri - 2016010026 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 7. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Grænhöfða ehf., dags. 23. júní sl., varðandi Hjallaveg 9-11, Flateyri, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí sl. |
||
Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda samræmist hún skipulagi Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
11. |
Umsókn um rekstrarleyfi að Urðarvegi 15, Ísafirði - 2016010026 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 8. ágúst sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Hrundar Sæmundsdóttur, dags. 3. ágúst sl., varðandi Urðarveg 15, Ísafirði, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl. |
||
Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda sé um heimagistingu að ræða. |
||
|
||
12. |
Umsókn um rekstrarleyfi að Fitjateigu 3, Hnífsdal - 2016010026 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 26. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Judith Ann Penrod, dags. 29. júní sl., varðandi Fitjateig 3, Hnífsdal, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl. |
||
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé ekki í samræmi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem ekki er um endurnýjun að ræða sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja veitingu rekstrarleyfisins, en bendir umsækjanda á að hægt er að óska eftir breytingu á skipulagi, sem bæjarráð telur ekki óeðlilegt í þessu tilviki. |
||
|
||
13. |
Umsókn um rekstrarleyfi að Hafnarstræti 19, Flateyri - 2016010026 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 27. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Flateyrarvagnsins ehf., dags. 8. júlí., varðandi Hafnarstræti 19, Flateyri, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl. |
||
Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda samræmist hún skipulagi Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
14. |
Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Dalbæ á Snæfjallaströnd - 2016010026 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 19. júlí sl. um rekstrarleyfi skv. umsókn Gígju Skúladóttur, dags. 19. maí sl., varðandi Dalbæ á Snæfjallaströnd, ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 12. júlí sl. |
||
Í ljósi umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð umsóknina, enda samræmist hún skipulagi Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
15. |
Þverárvirkjun - Nýtt deiliskipulag - 2016060033 |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Þverárvirkjun dags. 15.06.2016 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
||
16. |
Kaldárvirkjun - Nýtt deiliskipulag - 2016060034 |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Kaldárvirkjun dags. 16.06.2016 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
||
17. |
Þarfagreining húsnæðismarkaðar í Ísafjarðarbæ - 2016070033 |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að unnin verði greining á núverandi stöðu húsnæðismarkaðar, spá um íbúaþróun og mati á hvaða stærðir, íbúðaform og byggingarsvæði henta best til framtíðaruppbyggingar í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður greiningarinnar verði notuð við forgangsröðun og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þannig mætt væntanlegum auknum umsvifum atvinnulífs á svæðinu. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
||
18. |
Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081 |
|
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 11. ágúst sl, um skatttekjur og laun janúar til júlí 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
19. |
Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 9. ágúst sl., varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um forsendur í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 og að gert verði ráð fyrir að áætlanir árin 2018 til 2020 verði á sama verðlagi. |
||
|
||
20. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002 |
|
Lögð er fram fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 17. maí sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
21. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32 - 1607010F |
|
Lögð er fram fundargerð 32. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 14. júlí sl., fundargerðin er í einum lið. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
22. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 460 - 1606020F |
|
Lögð er fram fundargerð 460. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. júlí sl., fundargerðin er í 15 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |