Bæjarráð - 936. fundur - 4. júlí 2016
Dagskrá:
Daníel Jakobsson vék af fundi kl. 8:15. |
||
1. |
Holt Friðarsetur- 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð er fram beiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. apríl sl., um umsögn um endurnýjun leyfis fyrir Holt Friðarsetur, 425 Flateyri ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl. |
||
Daníel Jakobsson víkur af fundi kl. 8:15. |
||
|
||
2. |
Hvilft, Önundarfirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð er fram beiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. apríl sl., um umsögn um nýtt rekstrarleyfi að Hvilft, Önundarfirði, ásamt umsókn dags. 11. apríl og umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl. |
||
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni. |
||
|
||
3. |
Mánagötu 5, Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð er fram beiðni Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dags. 15. júní sl., um umsögn við umsókn um rekstrarleyfi fyrir Mánagötu 5, Ísafirði, dags. 4. desember sl., ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl. |
||
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni. |
||
|
||
4. |
Hótel Edda, Torfnesi - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð er fram beiðni Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dags. 15. júní sl., um umsögn við umsókn um rekstrarleyfi fyrir Hótel Eddu í Menntaskólanum á Ísafirði við Torfnes, dags. 7. desember sl., ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. |
||
|
||
Daníel Jakobsson mætir til fundarins kl. 8:41. |
||
5. |
Úttekt á stöðu mannréttindamála, innanríkisráðuneytið - 2016040014 |
|
Lagt er fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Rögnu Bjarnadóttur, f.h. innanríkisráðherra, varðandi úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Breytingar vegna fjármögnun á rekstri Vesturafls - 2016060091 |
|
Lagt er fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vesturafls, dags. 27. júní sl., þar sem óskað er styrks fyrir Vesturafl. |
||
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri munu funda með forstöðumanni Vesturafls. |
||
|
||
7. |
Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29. júní 2016, um skatttekjur og laun janúar til maí 2016. |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri fer yfir minnisblað um skatttekjur og laun janúar til maí 2016. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 08:51 |
||
|
||
|
||
8. |
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018 - 2016060092 |
|
Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní sl., með viðmiðunartöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórn. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Samráð sveitarstjórna við íbúa - 2016060094 |
|
Lagt er fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Ólafs Kr. Hjörleifssonar, f.h. innanríkisráðherra, dags. 24. júní sl., varðandi íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélaga. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Rafbílar - átak í innviðum - 2016060096 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Jakobs Björnssonar, f.h. Orkusjóðs, dags. 29. júní sl., ásamt auglýsingu um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060 |
|
Hátíðarnefnd lagði til á 10. fundi sínum sem fram fór 28. júní sl. að drög að dagskránni yrðu kynnt fyrir bæjarráði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Þátttaka Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016 - 2016060019 |
|
Umræður um þátttöku Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Fyrirspurn varðandi heimsókn til Færeyja í tilefni 20 ára gjafar leikskólans á Flateyri - 2016070001 |
|
Lögð er fram fyrirspurn Daníels Jakobssonar varðandi hugsanlega heimsókn Ísafjarðarbæjar til Færeyja í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Færeyjar gáfu leikskólann á Flateyri. |
||
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi svar: |
||
|
||
14. |
Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002 |
|
Umræður um göngustíga í Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð sendir málið til nánari útfærslu útivistarstíga í umhverfis- og framkvæmdanefnd. |
||
|
||
15. |
Hátíðarnefnd - 10 - 1606024F |
|
Fundargerð 10. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 28. júní sl., fundargerðin er í 1 lið. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
16. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 171 - 1606023F |
|
Fundargerð 171. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 29. júní sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:36
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |