Bæjarráð - 934. fundur - 20. júní 2016

 Dagskrá:

1.  

Framför - beiðni um styrk í formi niðurfellingar á gatnagerðargjöldum - 2014100003

 

Lagður er fram tölvupóstur stjórnar Framfarar frá 15. júní sl., varðandi sáttabeiðni vegna húss í Dagverðardal.

 

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka vegna málsins og ganga frá samningi við Framför með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

 

   

2.  

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2012-2016 - 2012070021

 

Lagt er fram bréf Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, f.h. stjórnar Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dags. 22. maí sl., varðandi stuðning Ísafjarðarbæjar við Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2016.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni Hlaupahátíðarinnar.

 

   

3.  

Úttekt á reglum um rekstrarleyfi gististaða - 2016060047

 

Umræður um útgáfu rekstrarleyfa gististaða í Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna áfram að málinu og leggja fram minnisblað fyrir næsta fund.

 

   

4.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram fundargerð Hverfisráðs Íbúasamtaka í Hnífsdal, sem haldinn var 23. apríl sl. ásamt tillögum að nýtingu framkvæmdafjár ársins 2016.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarritara að vinna með Hverfisráði að hugmyndum um nýtingu framkvæmdafjár.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?