Bæjarráð - 934. fundur - 20. júní 2016
Dagskrá:
1. |
Framför - beiðni um styrk í formi niðurfellingar á gatnagerðargjöldum - 2014100003 |
|
Lagður er fram tölvupóstur stjórnar Framfarar frá 15. júní sl., varðandi sáttabeiðni vegna húss í Dagverðardal. |
||
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka vegna málsins og ganga frá samningi við Framför með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. |
||
|
||
2. |
Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2012-2016 - 2012070021 |
|
Lagt er fram bréf Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, f.h. stjórnar Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dags. 22. maí sl., varðandi stuðning Ísafjarðarbæjar við Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2016. |
||
Bæjarráð samþykkir beiðni Hlaupahátíðarinnar. |
||
|
||
3. |
Úttekt á reglum um rekstrarleyfi gististaða - 2016060047 |
|
Umræður um útgáfu rekstrarleyfa gististaða í Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð felur bæjarritara að vinna áfram að málinu og leggja fram minnisblað fyrir næsta fund. |
||
|
||
4. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002 |
|
Lögð er fram fundargerð Hverfisráðs Íbúasamtaka í Hnífsdal, sem haldinn var 23. apríl sl. ásamt tillögum að nýtingu framkvæmdafjár ársins 2016. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarritara að vinna með Hverfisráði að hugmyndum um nýtingu framkvæmdafjár. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |