Bæjarráð - 931. fundur - 30. maí 2016
Dagskrá:
1. |
Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078 |
|
Lögð fram kröfugerð frá Marínó Hákonarsyni f.h. Hestamannafélagsins Hendingar, dags. 17. maí, um bætur vegna mannvirkja á Búðartúni í Hnífsdal. |
||
Í framhaldi af vinnu við kostnaðargreininguna sem rædd er í bréfi Hestamannafélagsins Hendingar gerði Ísafjarðarbær tilboð í ágúst 2012 um að láta byggja nýjan reiðvöll í Engidal og afhenda hestamönnum eða leggja félaginu til eingreiðslu að fjárhæð 22,5 milljónir króna. Samningsafstaða Ísafjarðarbæjar hefur miðað að því að félagið gæti komið sér upp sambærilegri aðstöðu í Engidal og það hafði í Hnífsdal. Tillaga að samkomulagi þýddi að Ísafjarðarbær hefði látið framkvæma þá verkþætti umræddar kostnaðargreiningar sem fólu í sér sanngjarnar endurbætur fyrir aðstöðuna sem var á Búðartúni, en ekki kostnað vegna aðstöðu sem ekki var til staðar í Hnífsdal. Svar barst aldrei við því tilboði. |
||
|
||
2. |
Tjaldsvæði - Flateyri - 2016050086 |
|
Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna óskar Litlabýlis Guesthouse um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis á Flateyri í sumar. |
||
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum til reynslu. |
||
|
||
3. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048 |
|
Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí, vegna fyrirspurnar Guðmundar Rafns Kristjánssonar um stoðvirki í Kubba. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn Guðmundar Rafns í samræmi við minnisblað sviðsstjóra. |
||
|
||
4. |
Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 - 2014050071 |
|
Lagður fram tölvupóstur Jórunnar Gunnarsdóttur f.h. Landsnets dags. 24. maí varðandi gerð kerfisáætlunar 2016-2025. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd. |
||
|
||
5. |
Byggðasamlag Vestfjarða - ýmis mál 2016 - 2016050089 |
|
Lagður fram ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða fyrir árið 2015 og tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar dags. 24. maí. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2016 - 2016040063 |
|
Lögð fram fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða og ársskýrsla félagsins fyrir árið 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Náttúrustofa - ársfundur 2016 - 2016050085 |
|
Lagt fram boð dags. 24. maí á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn verður þriðjudaginn 14. júní klukkan 14. Einnig lagðar fram samþykktir Náttúrustofu Vestfjarða. |
||
Bæjarráð samþykkir að Daníel Jakobsson verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum. |
||
|
||
8. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005 |
|
Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd. |
||
|
||
9. |
Meistararitgerðir hjá Háskólasetri Vestfjarða - 2016020083 |
|
Lagt fram bréf Peter Weiss f.h. Háskólaseturs Vestfjarða dags. 6. apríl þar sem kynntar eru lokaritgerðir meistaranema við setrið. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020 og drög að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun. |
||
Drög að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar og vísað til umræðu í bæjarstjórn. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín - 09:05 |
||
|
||
|
||
11. |
Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005 |
|
Lagt fram bréf Einars Ólafssonar fyrir hönd styrktarsjóðsins Framfarar, dags. 24. maí, þar sem reifuð er hugmynd til sátta vegna framkvæmda í Dagverðardal. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið og ræða við stjórn Framfarar um það hvernig hægt er að ljúka málinu. |
||
|
||
12. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt fram erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 26. maí, varðandi umsókn Sterts ehf. um heimagistingu að Laugarbóli í Arnarfirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt fram erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 23. maí, vegna umsóknar Golfklúbbs Ísafjarðar um leyfi til veitingareksturs í golfskála í Tungudal. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið. |
||
|
||
Arna Lára Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár. |
||
14. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt fram erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags 23. maí, vegna umsóknar um gistingu í flokki II að Grundargötu 2 á Ísafirði. Málið er endurupptekið frá síðasta fundi bæjarráðs. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt fram að nýju erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 12. apríl vegna umsóknar um að reka gististað í flokki II að Drafnargötu 4 á Flateyri. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
16. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt fram að nýju erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 9. maí vegna umsóknar um að reka gististað í flokki II að Urðarvegi 23 á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Jónasi Guðmundssyni sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga að Hafnarstræti 4 á Flateyri. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. |
||
|
||
18. |
Fræðslunefnd - 368 - 1605013F |
|
Fundargerð 368. fundar fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 23. maí. Fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
18.1 |
2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu. |
||
|
||
18.2 |
2015090015 - Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Fræðslunefnd þakkar fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf. |
||
|
||
18.3 |
2016050052 - Ábending til skólanefnda. |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Nefndin vekur athygli á að Ísafjarðarbær útvegar nú þegar ritföng fyrir nemendur. |
||
|
||
18.4 |
2016050044 - Niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016 |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Lagt fram til kynningar. Áframhaldandi vinna er í höndum starfsmanna. |
||
|
||
18.5 |
2016050056 - Verklagsreglur til að geta útskrifast úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram með málið. |
||
|
||
18.6 |
2016050057 - Sjálfsmatsskýrsla 2015-2016 |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrslu Grunnskóla Önundarfjarðar. |
||
|
||
18.7 |
2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017 |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Fræðslunefnd leggur til að hækkun verði flöt í samræmi við aðrar hækkanir gjaldskrár. |
||
|
||
18.8 |
2016030044 - Skóladagatal 2016-2017 |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatölin. |
||
|
||
18.9 |
2013010070 - Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar |
|
|
||
Niðurstaða Fræðslunefnd - 368 |
||
Frestað til næsta fundar. |
||
|
||
|
||
19. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 - 1605011F |
|
Fundargerð 28. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. maí. Fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
19.1 |
2016020019 - Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 |
||
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir niðurlag bréfsins og leggur áherslu á að reglur um heilbrigðiseftirlit verði endurskoðaðar með það að markmiði að auka skilvirkni. |
||
|
||
19.2 |
2016050048 - þjónustuhús við Dynjanda í Arnarfirði |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 |
||
Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara en ítrekar að umsagnar- og leyfisveitingarvald liggur annars staðar. |
||
|
||
19.3 |
2016010004 - Samþykkt um búfjárhald |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 |
||
Nefndin þakkar innsenda athugasemd en sér ekki þörf á því að binda ákvæði um hámarksfjölda sauðfjár í samþykktina. |
||
|
||
19.4 |
2016040060 - Græn vika 2016 |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 |
||
Rætt um Græna viku, umhverfisátak sem nú stendur yfir í Ísafjarðarbæ; gáma undir garðaúrgang, götusóp, hreinsunarátök hverfisráða, stofnana og fyrirtækja o.fl. |
||
|
||
|
||
20. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 - 1605010F |
|
Fundargerð 457. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. maí. Fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
20.1 |
2016050069 - Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hlustaði á erindi Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, varðandi regluverk sem lýtur að skógrækt á einkalöndum, tilkynningarskyldu, leyfisumsóknum og umsóknum annarra aðila. Nefndin þakkar Sæmundi upplýsingarnar og fræðandi erindi. |
||
|
||
20.2 |
2016020075 - Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að orða umsögn varðandi starfsleyfi, út frá umræðu á fundinum. Nefndin þakkar Anton fyrir veittar upplýsingar. |
||
|
||
20.3 |
2016050041 - Alpagróður til Þingeyrar |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi Skjólskóga varðandi gróðursetningu trjáa í Dýrafirði. Nánari staðsetning skal unnin í samráði við umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
20.4 |
2016050022 - Silfurgata 8b - Umsókn um lóð |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. |
||
|
||
20.5 |
2016050011 - Skógur ehf. umsókn um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu, enda verði húsið staðsett í samráði við hafnarstjóra, tæknideild og viðkomandi lóðarhafa. |
||
|
||
20.6 |
2016050065 - Gunnar G Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðs að manngerðum hólma |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið. Um er að ræða manngerðan hólma og er framkvæmdin endurnýjun á garði sem fyrir er. |
||
|
||
20.7 |
2016050066 - Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun. |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Dagverðardal, og því þarf að grenndarkynna byggingaráform. |
||
|
||
20.8 |
2016050070 - Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Hnífsdal |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiriháttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld, með vísan í 1. gr. reglugerðar nr. 772/2012. Umsækjandi skal vera í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
20.9 |
2016050012 - Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3 |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur undir húsið verði framlengdur um 25 ár. Einnig að gerður verði samningur um lóð í fóstur á þeim hluta sem vísað er í skv. teikningum. |
||
|
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:52
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |