Bæjarráð - 930. fundur - 23. maí 2016

 Dagskrá:

1.  

Tjöruhús - brunavarnir - 2016050032

 

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 6. maí um brunavarnir í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði.

 

Bæjarráð felur starfsmönnum Eignasjóðs og slökkviliðs að fara yfir málið.

 

   

2.  

Stjórnsýsluhúsið - hækkun rekstrarframlaga - 2016050019

 

Lagður fram ársreikningur og bréf gjaldkera Stjórnsýsluhússins á Ísafirði dags. 2. maí 2016 um hækkun rekstrarframlaga.

 

Bæjarráð óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins til að mæta auknum útgöldum.

 

   

3.  

Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri - 2014080017

 

Lagt er fram bréf Björgvins Rafns Sigurðssonar, f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. maí sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt er fram bréf Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dags. 12. apríl sl., ásamt umsókn dags. 1. júní 2015 um heimild til að reka gistiheimili í flokki II að Drafnargötu 4, Flateyri.

 

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Sýslumanni.

 

   

5.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lögð fram umsagnarbeiðni, dags. 11. maí 2016, frá Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt umsókn um rekstrarleyfi að Skipagötu 3 á Suðureyri.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

   

6.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 9. maí 2016, ásamt umsókn um gistileyfi að Urðarvegi 23 á Ísafirði.

 

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Sýslumanni.

 

   

7.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 29. apríl sl., ásamt umsókn um gistileyfi að Grundargötu 2, Ísafirði.

 

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Sýslumanni.

 

   

8.  

Framlög til stjórnmálasamtaka 2014-2016 - 2014020078

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. maí varðandi framlög til stjórnmálaflokka 2015 og 2016.

 

Bæjarráð óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum.

 

   

9.  

Endurbætur á bílskúrum við Fjarðarstræti 20, tillaga - 2015080079

 

Lögð eru fram drög að kauptilboði á skúr við Fjarðarstræti 20, Ísafirði.

 

Bæjarráð samþykkir kaup á eigninni samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.

 

   

10.  

Bréf til bæjarstjórnar varðandi dagvistunarmál - 2016050050

 

Lagt fram bréf dags. 16. maí 2016 frá foreldrum barna á Eyrarskjóli fæddum 2011 ásamt frumgögnum könnunar sem gerð var meðal foreldra.

 

Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og vísar því til umfjöllunar í fræðslunefnd. Ráðið bendir á að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar og munu allar ábendingar verða teknar til vandlegrar íhugunar.

 

   

11.  

Ferð læsisráðgjafa til Ísafjarðarbæjar - 2015120021

 

Lögð fram skýrsla vegna heimsóknar ráðgjafanna Brynju Baldursdóttur og Ingibjargar Þ. Þorleifsdóttur, dagsett 11. maí 2016.

 

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.

 

   

12.  

Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu - 2012100042

 

Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa, dags. 19. maí 2016, um reynslu af samningi Ísafjarðarbæjar og Nýherja.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

 

   

13.  

List fyrir alla - 2016050071

 

Lagður fram tölvupóstur Elfu Lilju Gísladóttur, dags. 29. apríl, þar sem beðið er um húsnæði fyrir 2-3 sýningar Íslenska dansflokksins að hausti.

 

Bæjarráð er tilbúið að lána eigið húsnæði til verkefnisins að því gefnu að því fylgi ekki aukin útgjöld.

 

   

14.  

Lagfæringar á Bárðarslipp - 2016050068

 

Lögð fram fyrirspurn Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, um kostnað vegna lagfæringa á Bárðarslipp.

 

Bæjarstjóri leggur fram svör við fyrirspurn Marzellíusar.

 

   

15.  

Samningur um þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta - 2016050072

 

Lagður fram samningur um þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta við Landsbankann.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um þjónustuna.

 

   

16.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

 

Lagt fram erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 12. maí 2016 varðandi kynningu á þinggerð 61. fjórðungsþings og erindi vegna hækkunar árstillags á árinu 2016.

 

Bæjarráð óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum.

 

   

17.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagt fram erindi frá Guðmundi Rafni Kristjánssyni varðandi snjóflóðavarnir í Kubba.

 

Bæjarstjóra er falið að svara bréfritara.

 

   

18.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143 - 1605016F

 

Fundargerð 143. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 19. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

18.3  

2015010023 - Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2015-2016

 

 

Niðurstaða Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

18.4  

2015010023 - Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2015-2016

 

 

Niðurstaða Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143

 

Nefndin felur starfsmönnum barnaverndarnefndar að gera drög að nýrri framkvæmdaáætlun.

 

 

   

19.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 - 1604025F

 

Fundargerð 456. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 13 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

19.1  

2016020061 - Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir matslýsingu Verkíss varðandi deiliskipulagsgerð við munna Dýrafjarðarganga, annarsvegar við Dranga og hinsvegar við Rauðsstaði. Matslýsing verður kynnt opinberlega skv. skipulagslögum.

 

 

19.2  

2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi.

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga A verði samþykkt. Í samræmi við gildandi deiliskipulag og miðast við gerð þjónustuvegar með tveimur vinnuplönum á Hafrafellshálsi.

 

 

19.4  

2016040071 - Silfurtorg 2 - fyrirspurn um viðbyggingu

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að áformin, séu innan þess svigrúms sem deiliskipulagið heimilar.

 

 

19.5  

2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Tillaga byggingarfulltrúa varðandi endurnýjun gjaldskrár lögð fram til kynningar.

 

 

19.6  

2016020075 - Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari gagna.

 

 

19.7  

2016020037 - Umsóknir um lóðir á Suðurtanga

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindanna og leggur til að deiliskipulagið verði endurskoðað í samvinnu við hagsmunaaðila.

 

 

19.8  

2016050005 - Skeljungur HF. Sækir sækir um lóð við Sindragötu 13a

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn, að Skeljungi hf. verði úthlutuð umrædd lóð með þeim reglum sem um hana gilda.

 

 

19.9  

2016010042 - Hafnarsvæði - Umsókn um lóð

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar sbr. lið 7

 

 

19.10  

2016040079 - Kaldasker umsókn um stöðuleyfi

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

 

 

19.11  

2016050007 - Suðurtangi - Tjaldsvæði

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á tjaldstæði á Suðurtanga til 1. mars 2017.

 

 

19.12  

2016050013 - Bergsteinn Snær Bjarkason ofl. sækja um aðstöðu fyrir motorcross braut

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari samráði við umsækjendur.

 

 

19.13  

2016050012 - Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins, frekari gagna er óskað.

 

 

   

20.  

Félagsmálanefnd - 409 - 1605005F

 

Fundargerð 409. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 10. maí sl. Fundargerðin er í 7. liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

20.2  

2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

 

 

Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

20.3  

2015080052 - Aðgengismál fatlaðra, styrkumsókn

 

 

Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409

 

Umræður um tillögur greinargerðarinnar og hugmyndir að forgangsröðun. Félagsmálanefnd leggur til að áhersla verði lögð á eftirtalin forgangsverkefni: 1. Aðgengi og bílaplan við Pollgötu 4. 2. Aðgengi við íþróttahúsið á Torfnesi samkvæmt tillögum í greinargerð Verkís. 3. Aðgengi við íþróttahúsið á Þingeyri. Nefndin felur starfsmanni að koma á framfæri athugasemdum varðandi útfærslu á aðgengi í greinargerðinni.

 

 

20.4  

2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017

 

 

Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409

 

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum.

 

 

20.5  

2010030077 - Aðstaða heimahjúkrunar HV á Hlíf

 

 

Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

20.6  

2016050025 - Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2015.

 

 

Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

20.7  

2012120016 - Fjárhagsaðstoð

 

 

Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409

 

Umræður um nýjar reglur. Starfsmanni falið að vinna áfram að reglunum.

 

 

   

21.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 - 1605006F

 

Fundargerð 27. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. maí. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

21.1  

2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27

 

Umræða um gjaldskrár á sviði nefndarinnar fyrir árið 2017.

 

 

21.2  

2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

 

21.3  

2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27

 

Nefndin telur að í frumvarpið vanti skýrari farveg og öflugari úrræði fyrir sveitarfélög til að bregðast við losun úrgangs á opnum svæðum.

 

 

21.4  

2016050029 - Hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27

 

Umræður um fyrirkomulag hreinsunarátaks í Ísafjarðarbæ og mikilvægi þess að virkja íbúa og fyrirtæki.

 

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?