Bæjarráð - 930. fundur - 23. maí 2016
Dagskrá:
1. |
Tjöruhús - brunavarnir - 2016050032 |
|
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 6. maí um brunavarnir í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. |
||
Bæjarráð felur starfsmönnum Eignasjóðs og slökkviliðs að fara yfir málið. |
||
|
||
2. |
Stjórnsýsluhúsið - hækkun rekstrarframlaga - 2016050019 |
|
Lagður fram ársreikningur og bréf gjaldkera Stjórnsýsluhússins á Ísafirði dags. 2. maí 2016 um hækkun rekstrarframlaga. |
||
Bæjarráð óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins til að mæta auknum útgöldum. |
||
|
||
3. |
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri - 2014080017 |
|
Lagt er fram bréf Björgvins Rafns Sigurðssonar, f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. maí sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt er fram bréf Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dags. 12. apríl sl., ásamt umsókn dags. 1. júní 2015 um heimild til að reka gistiheimili í flokki II að Drafnargötu 4, Flateyri. |
||
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Sýslumanni. |
||
|
||
5. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni, dags. 11. maí 2016, frá Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt umsókn um rekstrarleyfi að Skipagötu 3 á Suðureyri. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. |
||
|
||
6. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 9. maí 2016, ásamt umsókn um gistileyfi að Urðarvegi 23 á Ísafirði. |
||
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Sýslumanni. |
||
|
||
7. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026 |
|
Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 29. apríl sl., ásamt umsókn um gistileyfi að Grundargötu 2, Ísafirði. |
||
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Sýslumanni. |
||
|
||
8. |
Framlög til stjórnmálasamtaka 2014-2016 - 2014020078 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. maí varðandi framlög til stjórnmálaflokka 2015 og 2016. |
||
Bæjarráð óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum. |
||
|
||
9. |
Endurbætur á bílskúrum við Fjarðarstræti 20, tillaga - 2015080079 |
|
Lögð eru fram drög að kauptilboði á skúr við Fjarðarstræti 20, Ísafirði. |
||
Bæjarráð samþykkir kaup á eigninni samkvæmt fyrirliggjandi tilboði. |
||
|
||
10. |
Bréf til bæjarstjórnar varðandi dagvistunarmál - 2016050050 |
|
Lagt fram bréf dags. 16. maí 2016 frá foreldrum barna á Eyrarskjóli fæddum 2011 ásamt frumgögnum könnunar sem gerð var meðal foreldra. |
||
Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og vísar því til umfjöllunar í fræðslunefnd. Ráðið bendir á að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar og munu allar ábendingar verða teknar til vandlegrar íhugunar. |
||
|
||
11. |
Ferð læsisráðgjafa til Ísafjarðarbæjar - 2015120021 |
|
Lögð fram skýrsla vegna heimsóknar ráðgjafanna Brynju Baldursdóttur og Ingibjargar Þ. Þorleifsdóttur, dagsett 11. maí 2016. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd. |
||
|
||
12. |
Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu - 2012100042 |
|
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa, dags. 19. maí 2016, um reynslu af samningi Ísafjarðarbæjar og Nýherja. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni. |
||
|
||
13. |
List fyrir alla - 2016050071 |
|
Lagður fram tölvupóstur Elfu Lilju Gísladóttur, dags. 29. apríl, þar sem beðið er um húsnæði fyrir 2-3 sýningar Íslenska dansflokksins að hausti. |
||
Bæjarráð er tilbúið að lána eigið húsnæði til verkefnisins að því gefnu að því fylgi ekki aukin útgjöld. |
||
|
||
14. |
Lagfæringar á Bárðarslipp - 2016050068 |
|
Lögð fram fyrirspurn Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, um kostnað vegna lagfæringa á Bárðarslipp. |
||
Bæjarstjóri leggur fram svör við fyrirspurn Marzellíusar. |
||
|
||
15. |
Samningur um þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta - 2016050072 |
|
Lagður fram samningur um þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta við Landsbankann. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um þjónustuna. |
||
|
||
16. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005 |
|
Lagt fram erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 12. maí 2016 varðandi kynningu á þinggerð 61. fjórðungsþings og erindi vegna hækkunar árstillags á árinu 2016. |
||
Bæjarráð óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum. |
||
|
||
17. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048 |
|
Lagt fram erindi frá Guðmundi Rafni Kristjánssyni varðandi snjóflóðavarnir í Kubba. |
||
Bæjarstjóra er falið að svara bréfritara. |
||
|
||
18. |
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143 - 1605016F |
|
Fundargerð 143. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 19. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
18.3 |
2015010023 - Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2015-2016 |
|
|
||
Niðurstaða Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
18.4 |
2015010023 - Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2015-2016 |
|
|
||
Niðurstaða Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143 |
||
Nefndin felur starfsmönnum barnaverndarnefndar að gera drög að nýrri framkvæmdaáætlun. |
||
|
||
|
||
19. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 - 1604025F |
|
Fundargerð 456. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 13 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
19.1 |
2016020061 - Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir matslýsingu Verkíss varðandi deiliskipulagsgerð við munna Dýrafjarðarganga, annarsvegar við Dranga og hinsvegar við Rauðsstaði. Matslýsing verður kynnt opinberlega skv. skipulagslögum. |
||
|
||
19.2 |
2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga A verði samþykkt. Í samræmi við gildandi deiliskipulag og miðast við gerð þjónustuvegar með tveimur vinnuplönum á Hafrafellshálsi. |
||
|
||
19.4 |
2016040071 - Silfurtorg 2 - fyrirspurn um viðbyggingu |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að áformin, séu innan þess svigrúms sem deiliskipulagið heimilar. |
||
|
||
19.5 |
2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017 |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Tillaga byggingarfulltrúa varðandi endurnýjun gjaldskrár lögð fram til kynningar. |
||
|
||
19.6 |
2016020075 - Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari gagna. |
||
|
||
19.7 |
2016020037 - Umsóknir um lóðir á Suðurtanga |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindanna og leggur til að deiliskipulagið verði endurskoðað í samvinnu við hagsmunaaðila. |
||
|
||
19.8 |
2016050005 - Skeljungur HF. Sækir sækir um lóð við Sindragötu 13a |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn, að Skeljungi hf. verði úthlutuð umrædd lóð með þeim reglum sem um hana gilda. |
||
|
||
19.9 |
2016010042 - Hafnarsvæði - Umsókn um lóð |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar sbr. lið 7 |
||
|
||
19.10 |
2016040079 - Kaldasker umsókn um stöðuleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið. |
||
|
||
19.11 |
2016050007 - Suðurtangi - Tjaldsvæði |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á tjaldstæði á Suðurtanga til 1. mars 2017. |
||
|
||
19.12 |
2016050013 - Bergsteinn Snær Bjarkason ofl. sækja um aðstöðu fyrir motorcross braut |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari samráði við umsækjendur. |
||
|
||
19.13 |
2016050012 - Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3 |
|
|
||
Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins, frekari gagna er óskað. |
||
|
||
|
||
20. |
Félagsmálanefnd - 409 - 1605005F |
|
Fundargerð 409. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 10. maí sl. Fundargerðin er í 7. liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
20.2 |
2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 |
|
|
||
Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
20.3 |
2015080052 - Aðgengismál fatlaðra, styrkumsókn |
|
|
||
Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409 |
||
Umræður um tillögur greinargerðarinnar og hugmyndir að forgangsröðun. Félagsmálanefnd leggur til að áhersla verði lögð á eftirtalin forgangsverkefni: 1. Aðgengi og bílaplan við Pollgötu 4. 2. Aðgengi við íþróttahúsið á Torfnesi samkvæmt tillögum í greinargerð Verkís. 3. Aðgengi við íþróttahúsið á Þingeyri. Nefndin felur starfsmanni að koma á framfæri athugasemdum varðandi útfærslu á aðgengi í greinargerðinni. |
||
|
||
20.4 |
2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017 |
|
|
||
Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409 |
||
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
20.5 |
2010030077 - Aðstaða heimahjúkrunar HV á Hlíf |
|
|
||
Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
20.6 |
2016050025 - Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2015. |
|
|
||
Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
20.7 |
2012120016 - Fjárhagsaðstoð |
|
|
||
Niðurstaða Félagsmálanefnd - 409 |
||
Umræður um nýjar reglur. Starfsmanni falið að vinna áfram að reglunum. |
||
|
||
|
||
21. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 - 1605006F |
|
Fundargerð 27. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. maí. Fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
21.1 |
2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017 |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 |
||
Umræða um gjaldskrár á sviði nefndarinnar fyrir árið 2017. |
||
|
||
21.2 |
2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 |
||
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið. |
||
|
||
21.3 |
2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 |
||
Nefndin telur að í frumvarpið vanti skýrari farveg og öflugari úrræði fyrir sveitarfélög til að bregðast við losun úrgangs á opnum svæðum. |
||
|
||
21.4 |
2016050029 - Hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ |
|
|
||
Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 |
||
Umræður um fyrirkomulag hreinsunarátaks í Ísafjarðarbæ og mikilvægi þess að virkja íbúa og fyrirtæki. |
||
|
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |