Bæjarráð - 925. fundur - 11. apríl 2016
Dagskrá:
1. |
Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits - 2016020019 |
|
Lagt er fram bréf Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars sl., varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd. |
||
|
||
2. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - Stefnumótandi Byggðaáætlun - 2016020005 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 4. apríl sl. ásamt bréfi Byggðastofnunar til landshlutasamtaka sveitarfélaga varðandi undirbúning að stefnumótun Byggðaáætlunar 2017-2023, dags. 17. mars sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - Fjórðungsþing - 2016020005 |
|
Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 7. apríl, um fulltrúa sveitarfélagsins á fjórðungsþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið verður 4. maí nk. |
||
Bæjarráð samþykkti tilllögu bæjarstjóra að allir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar verði fulltrúar sveitarfélagsins á Fjórðungsþingi og hver fari með níunda hluta atkvæða Ísafjarðarbæjar. Varabæjarfulltrúar verði varamenn þeirra á sama hátt. |
||
|
||
4. |
Umsókn um rekstrarleyfi gistiheimilis að Silfurgötu 12, Ísafirði - 2016010026 |
|
Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 6. apríl sl. þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistiheimilis að Silfurgötu 12, Ísafirði, dags. 4. apríl sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Umsókn um rekstrarleyfi að Hrannargötu 2 - 2016010026 |
|
Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 22. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga að Hrannargötu 2, sbr. umsókn 11. janúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048 |
|
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þjónustuvegar upp Hafrafellshlíð við byggingu ofanflóðagarðs. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar en óskar jafnframt upplýsinga frá Framkvæmdasýslunni um hvaða aðrar leiðir séu færar en að leggja þjónustuveg. |
||
|
||
7. |
Framlag Ísafjarðarbæjar til FastÍs 2015 - 2016030064 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 8. apríl sl., vegna framlags Ísafjarðarbæjar til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra um framlag Ísafjarðarbæjar til Fasteigna Ísafjarðarbæjar, samtals að fjárhæð kr. 37.249.390,-. |
||
|
||
8. |
Atvinnumál á Flateyri - 2010110076 |
|
Shiran Þórisson gerir grein fyrir hugmyndum sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vinnur að vegna atvinnumála á Flateyri. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Gestir |
||
Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - 08:30 |
||
|
||
|
||
9. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerð - 2016020005 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 21. mars sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Fræðslunefnd - 366 - 1604001F |
|
Fundargerð 366. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 168 - 1604003F |
|
Fundargerð 168. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. apríl sl. fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
11.2 |
2013120036 - Fossavatnsgangan - aðstaða, uppbygging og framtíð. |
|
|
||
Niðurstaða Íþrótta- og tómstundanefnd - 168 |
||
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt til tveggja ára, með þeim breytingum að ekki verði tekið mótsgjald árið 2016 og bætt inn endurskoðunarákvæðum haustið 2016. |
||
|
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |