Bæjarráð - 922. fundur - 14. mars 2016

 Dagskrá:

1.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lögð eru fram bréf Hafsteins Pálssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, f.h. ofanflóðanefndar, dags. 7. mars sl., og bréf Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur og Kjartans Ingvarssonar, f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 4. mars sl., varðandi ofanflóðavarnir án stoðvirkja í Kubba.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, í ljósi svars frá umhverfis- og auðlindaráðherra og ofanflóðanefnd við fyrirspurn frá 374. fundi bæjarstjórnar, að haldið verði áfram þeim framkvæmdum sem unnið hefur verið að í Kubba með gerð stoðvirkja, þar sem ljóst er að Ísafjarðarbæ sé ekki heimilt að taka ákvörðun um að reisa 18 metra þvergarð í stað stoðvirkja.

 

   

2.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt er fram bréf Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns, dags. 4. mars sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun leyfis til að reka gististað að Mánagötu 1, Ísafirði, dags. 4. desember 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Fiskvinnsla Flateyrar - löndun utan byggðarlags - 2016030022

 

Lagt er fram bréf Lýðs Árnasonar, f.h. Stútungs ehf. á Flateyri, dags. 3. mars sl., varðandi löndun þorsks á Flateyri.

 

Bæjarráð bendir á að ekki sé hægt að breyta reglum um löndun byggðakvóta innan yfirstandandi árs, en mögulegt að taka þetta til skoðunar á næsta fiskveiðiári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn fiskvinnslunnar á Flateyri um málið.

Kristján Andri Guðjónsson yfirgefur fundinn undir þessum lið.

 

   

4.  

Stjórnsýsluhúsið Ísafirði kaup á 4. hæð. - 2015090040

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 11. mars sl., með tillögu um kaup á hluta af 4. hæð Stjórnsýsluhússins.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær kaupi húsnæði Ríkiseigna á 4. hæð Stjórnsýsluhússins, sbr. minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra og feli bæjarstjóra að undirrita kaupsamning þar um.

 

   

5.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452 - 1602029F

 

Fundargerð 452. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. mars sl. fundargerðin er í 8 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5.4  

2016010055 - Dagverðardalur 1. Umsókn um stækkun lóðar

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um stækkun lóðar verði samþykkt og að þinglýst verði kvöð um aðgengi ábúanda Fagrahvamms að hliði í samræmi við framkomnar athugasemdir.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

 

5.5  

2014120069 - Mávagarður C - umsókn um lóð

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðaumsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem eru í gildi.

 

 

5.6  

2016010041 - Mávagarður B - Umsókn um lóð

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðaumsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem eru í gildi.

 

 

5.8  

2016020071 - Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun enda samræmist hún nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð.

 

 

   

6.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25 - 1601022F

 

Fundargerð 25. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 8. mars sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

6.7  

2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

 

6.8  

2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

 

6.9  

2016010027 - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:53

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?