Bæjarráð - 917. fundur - 8. febrúar 2016
Dagskrá:
1. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048 |
|
Lagt er fram bréf Halldóru Vífilsdóttur, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 1. febrúar 2016 ásamt umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins á verkefninu „Snjóflóðavarnir á Ísafirði ofan Holtahverfis, uppsetning stoðvirkja“, undirritað af Hafsteini Steinarssyni, dags. 28. janúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Fjarðarstræti 2-6, viðhald 2016 - 2016020006 |
|
Lagðar eru fram upplýsingar um áætlaðar viðhaldsframkvæmdir á fjöleignahúsinu Fjarðarstræti 2-6, Ísafirði, sem er að hluta til í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Ekki er gert ráð fyrir viðhaldinu í fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Framkvæmdastjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar var falið að óska eftir heimild frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar til að leita fjármögnunar á verkinu. |
||
Bæjarráð samþykkir erindið. |
||
|
||
3. |
Samband íslenskra sveitarfélaga, fundur um samstarf, lög um opinber fjármál - 2016020019 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 5. febrúar sl. vegna fundar um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál sem haldinn verður 18. febrúar n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Atvinnuþróunarsamningur - 2010080057 |
|
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða verði samþykkt. Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar jafnframt eftir því að Atvinnuþróunarfélagið sendi nefndinni skýrslu eftir að fjármagnið hefur verið nýtt með sundurliðaðri nýtingu þess milli markaðssetningar og viðburða. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar. |
||
|
||
5. |
Viðverustefna Ísafjarðarbæjar - 2015060083 |
|
Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur mannauðsstjóra, dags. 4. febrúar sl., um stefnu og viðbrögð Ísafjarðarbæjar vegna fjarvista og endurkomu til vinnu. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur bæjarritara dags. 4. febrúar sl., varðandi útgáfu viðauka, ásamt drögum að verklagsreglum um viðauka. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Sumarlokun bæjarskrifstofu 2016 - 2015060049 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur bæjarritara dags. 3. febrúar sl., varðandi sumarlokun bæjarskrifstofu. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 131 - 1602001F |
|
Fundargerð 131. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 4. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:42
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |