Bæjarráð - 913. fundur - 11. janúar 2016
Dagskrá:
1. |
Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005 |
|
Lögð er fram tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, oddvita framsóknarmanna í Ísafjarðarbæ, frá 4. janúar sl., um að bæjarstjóra verði falið að ræða við yfirstjórn Flugfélags Íslands um hvernig hún hafi hugsað sér að bæta í þjónustu við flug til Ísafjarðar með fækkun véla. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar og hefur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands samþykkt að koma til fundar við bæjarráð 25. janúar n.k. |
||
|
||
2. |
Sumarróló á Suðureyri - 2014030066 |
|
Lagt er fram bréf Bryndísar Ástu Birgisdóttur, formanns kvenfélagsins Ársólar, Suðureyri, móttekið 31. desember sl., þar sem lagt er til að framkvæmdir verði á Sumarróló á Suðureyri. |
||
Bæjarráð tekur vel í tillöguna og óskar eftir að kvenfélagið Ársól setji sig í samband við Hverfisráð Súgandafjarðar og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að fylgja málinu eftir. |
||
|
||
3. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstöðu leigjenda og leigusala), 399. mál. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Félagafrelsi starfsmanna Ísafjarðarbæjar - 2015120030 |
|
Lagt er fram bréf Finnboga Sveinbjörnssonar, formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dags. 10. desember sl., um skerðingu félagafrelsis auk minnisblaðs Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, frá 21. desember sl. varðandi sama efni. |
||
Bæjarráð þakkar Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fyrir ábendinguna og bendir á að misskilningurinn sem um ræddi hjá Ísafjarðarbæ hefur þegar verið leiðréttur. |
||
|
||
6. |
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015 - 2015090039 |
|
Lagt er fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Elínar Pálsdóttur, f.h. jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 17. desember sl., vegna uppgjörs framlaga sjóðsins til sveitarfélaga. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 2015120044 |
|
Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Hermanns Sæmundssonar, f.h. jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 17. desember sl., þar sem tilkynnt er um skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Álagning fasteignagjalda 2016 - 2016010015 |
|
Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 8. janúar sl., varðandi breytingar á reglum um afslætti fasteignagjalda fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. |
||
|
||
9. |
Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024 |
|
Á 363. fundi fræðslunefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að hækka stöðu sérkennslustjóra á Eyrarskjóli úr 40% í 65%, í framhaldi mun skóla- og sérkennslufulltrúi meta þörf fyrir enn hærra stöðugildi. Búið er að afgreiða 100% stöðu stuðningsfulltrúa, en beðið verður með afgreiðslu 60% stuðningsfulltrúa á meðan greining fer fram. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka og leggja fram við bæjarráð. |
||
|
||
10. |
Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2015 - 2015020104 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 11. desember sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 139 - 1512021F |
|
Fundargerð 139. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 7. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Fræðslunefnd - 363 - 1512019F |
|
Fundargerð 363. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 164 - 1512020F |
|
Fundargerð 164. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |