Bæjarráð - 912. fundur - 21. desember 2015
Dagskrá:
1. |
Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. - 2010080057 |
|
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða verði veittar kr. 1.000.000,- af framlagi samnings milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni árið 2015 og kr. 1.000.000,- af framlagi samkvæmt samningnum til Atvest árið 2016. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar. |
||
|
||
2. |
Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði - 2015040014 |
|
Lagt er fram bréf Páls Gunnars Pálssonar og Vals Þráinssonar, f.h. Samkeppniseftirlitsins, dags. 4. desember sl., þar sem óskað er sjónarmiða við frummatsskýrslu um eldsneytismarkað. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015, rekstrarleyfi - 2015010098 |
|
Lögð er fram umsókn Hótels Ísafjarðar hf., dags. 7. desember sl., um rekstrarleyfi til sölu gistingar. |
||
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið kl. 08:20. |
||
|
||
4. |
Mannvirkjastofnun - ýmis erindi 2014-2015 - 2014100048 |
|
Lagt er fram bréf Péturs Valdimarssonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 14. desember sl., þar sem vakin er athygli á því að brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar sé fallin úr gildi. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
||
5. |
Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069 |
|
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, sbr. minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember sl. að gerðum þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. |
||
Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun: |
||
|
||
6. |
Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081 |
|
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, dags. 18. desember sl., með rekstraryfirliti október 2015 og skatttekjum og launum nóvember 2015. |
||
Helga gerir grein fyrir rekstraryfirliti Ísafjarðarbæjar fyrir október 2015. |
||
|
||
Gestir |
||
Helga Ásgeirsdóttir, starfsmaður fjármálasviðs - 08:31 |
||
|
||
|
||
7. |
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 138 - 1512011F |
|
Fundargerð 138. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 15. desember sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 129 - 1511027F |
|
Fundargerð 129. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 14. desember sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Arna Lára Jónsdóttir |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |