Bæjarráð - 910. fundur - 7. desember 2015
Dagskrá:
1. |
Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021 |
|
Lagður er fram listi yfir verkefni bæjarstjóra sem honum hafa verið falin af bæjarráði eða bæjarstjórn. |
||
Bæjarstjóri fer yfir stöðu verkefnanna. |
||
|
||
2. |
Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081 |
|
Lagt er fram rekstraryfirlit fyrir september 2015. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir október 2015 af Helgu Ásgeirsdóttur, dags. 4. desember sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094 |
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna fræðslumála. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. |
||
|
||
4. |
Viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094 |
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna ýmissa leiðréttinga á málaflokkum 13 og 21. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. |
||
|
||
5. |
Viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094 |
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna fjárfestinga ársins 2015. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. |
||
|
||
6. |
Beiðni um lagfæringu á vegi - 2015110079 |
|
Lagt er fram bréf Guðbjarts Jónssonar, forseta Kiwanisklúbbsins Bása, ódags., móttekið 6. nóvember sl., þar sem óskað er eftir að vegurinn að húsi klúbbsins verði lagfærður. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið í samstarfi við sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs. |
||
|
||
7. |
Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007 |
|
Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar mælti nefndin með því við bæjarstjórn að gengið yrði til uppbyggingarsamninga við Skotíþróttafélag Ísafjarðar á grundvelli þeirrar áætlunar sem fram kemur í bréfi Skotíþróttafélags Ísafjarðar. |
||
Bæjarráð felur umhverfissviði að fara yfir tillögu um gerð uppbyggingarsamnings við Skotíþróttafélag Ísafjarðar og kostnaðaráætlun. |
||
|
||
8. |
Hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar - 2015120008 |
|
Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar lagði hún nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að settir verði upp hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar með útiæfingatækjum sem nýtast myndu jafnt íþróttafólki sem almenningi til styrktar, þol- og liðleikaþjálfunar. Staðarval og nánari útfærsla verði unnin í samráði við hagsmunaaðila og notendur, svo sem íþróttafélög, skokkhópa og félag eldri borgara á hverjum stað. |
||
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur bæjarstjóra að skoða þá möguleika sem bjóðast. |
||
|
||
9. |
Skeiðvöllur í Engidal - 2011100056 |
|
Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar lagði nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gengið yrði þegar í stað til samninga við hestamannafélagið Hendingu um heildaruppbyggingu mannvirkja á íþróttasvæði hestamanna í Engidal eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi. |
||
|
||
10. |
Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062 |
|
Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að nefndarmenn í ungmennaráði fengju greitt fyrir fundarsetu. |
||
|
||
11. |
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014, skuldahlutfall - 2015010057 |
|
Lagt er fram bréf Eiríks Benónýssonar og Þóris Ólafssonar f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 25. nóvember sl., þar sem fram kemur að ekki verði óskað frekari upplýsinga vegna fyrirspurnar í tengslum við skuldahlutfall Ísafjarðarbæjar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba - 2010120048 |
|
Lagt er fram bréf undirritað af Gauta Geirssyni, f.h. 38 aðila, dags. 3. desember sl., þar sem skorað er á bæjarráð að láta óháða verkfræðistofu fara yfir snjóflóðavarnir í Kubba að teknu tilliti til rökstuðnings aðilanna. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla svara við þeim spurningum sem fram komu í bréfinu. |
||
|
||
13. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002 |
|
Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. desember sl., vegna beiðni Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar um nýtingu á framkvæmdafé hverfisráðsins. |
||
Bæjarráð samþykkir beiðni Hverfisráðs Eyrar og efribæjar um nýtingu á framkvæmdafé hverfisráðsins. Daníel Jakobsson sat hjá við ákvarðanatökuna. |
||
|
||
14. |
Fasteignagjöld á íbúðir í útleigu til ferðamanna, gististaði – 2015080010 |
|
Lögð er fram fyrirspurn Ragnheiðar Hákonardóttur, dags. 4. desember sl., varðandi breytingu á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðum í útleigu. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu. |
||
|
||
15. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002 |
|
Lögð er fram fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar, sem haldinn var 26. nóvember sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
16. |
Fræðslunefnd - 362 - 1511009F |
|
Fundargerð 362. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 3. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
Hátíðarnefnd - 2 - 1511021F |
|
Fundargerð 2. fundar Hátíðarnefndar sem haldinn var 1. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
18. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 163 - 1511024F |
|
Fundargerð 163. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 2. desember sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:29
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |