Bæjarráð - 903. fundur - 19. október 2015

 Dagskrá:

1.  

Ágengar plöntur 2016 - 2015080042

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í átakið til fjögurra ára og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016 og fimm ára áætlun.

 

Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunar 2016.

 

   

2.  

Minnisvarði um kirkjubólsfeðga - 2014050072

 

Lagt er að nýju fram erindi Ólínu Þorvarðardóttur þar sem viðrað er að reisa minnisvarða um Jón og Jón Jónssyni á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem brenndir voru á báli 1656.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísaði því til fjárhagsáætlunar 2016.

 

Bæjarráð óskar eftir áliti forstöðumanns Safnahúss og forstöðumanns Byggðasafns á hugsanlegri útfærslu minnisvarða þannig að gera megi kostnaðarmat.

 

   

3.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lögð eru fram drög að 11. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna starfsmanns á tæknisviði.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

 

   

4.  

Hornstrandafriðlandið - 2015050041

 

Hafnarstjórn beindi því til bæjarstjórnar, á 181. fundi sínum, að kannað yrði hvort að hægt væri að setja reglur um landgöngu farþega í friðlandi Hornstranda án skilyrða og skipaumferð nærri náttúruperlum.

 

Málið var til umræðu í bæjarráði.

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerði ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs um 4,3% hækkun gjaldskráa, á 20. fundi sínum.

Hafnarstjórn lagði til, á 181. fundi sínum, að almenn hækkun gjaldskrár yrði 4,3% og þjónustuliðir gjaldskrár myndu hækka um 6%, en að aflagjaldið yrði óbreytt 1,58%.

 

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

 

   

6.  

Miklar fjárfestingar sveitarfélaga - 2015010057

 

Lagt er fram bréf Eiríks Benonýssonar og Þóris Ólafssonar, f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 7. október sl., varðandi miklar fjárfestingar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara eftirlitsnefndinni.

 

   

7.  

Fjárhagsáætlun 2014, viðaukar og samanburður - 2015030048

 

Lagt er fram bréf Eiríks Benónýssonar og Þóris Ólafssonar f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. október sl., vegna fjárhagsáætlunar, viðauka við fjárhagsáætlun og samanburð við niðurstöður ársreiknings 2014.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara eftirlitsnefndinni.

 

   

8.  

Náttúrustofa, hækkun á grunnframlagi - 2015100037

 

Lagt er fram bréf Huldu Birnu Albertsdóttur, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 12. október sl. auk minnisblaðs um sérverkefni Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 9. október sl.

 

Bæjarráð óskar eftir skilningi umhverfisráðuneytisins og löggjafans á mikilvægi þessarar þekkingarstarfsemi á svæðinu. Nauðsynlegt er að auka grunnframlag til Náttúrustofu upp í 25 milljónir svo hægt sé að tryggja rekstur stofunnar enda er sérþekking mikilvæg fyrir samfélagið á Vestfjörðum.

 

   

9.  

Rekstur Stígamóta 2016 - styrkbeiðni - 2015100035

 

Lagt er fram bréf Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 7. október sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við Stígamót fyrir árið 2016.

 

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

   

10.  

Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar - 2015100025

 

Lagt er fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, dags. 8. október 2015 þar sem Ísafjarðarbæ er boðið til viðræðna um kaup eigna sjóðsins í sveitarfélaginu.

 

Bæjarráð telur þá lausn sem Íbúðalánasjóður nefnir ekki henta sveitarfélaginu eins og mál standa.

 

   

11.  

Listamannaþing 2015 - boð - 2015050021

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndina og frumkvæði Félags vestfirskra listamanna. Nefndin telur sveitarfélagið þó ekki vera réttan aðila til að skipuleggja slíka hátíð, slíkt þyrfti að koma frá þeim aðilum sem hafa brennandi áhuga á málefninu. Atvinnu- og menningarmálanefnd hvetur bæjarstjórn hins vegar til að leggja hátíðum sem þessum lið með einum eða öðrum hætti.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

17. júní 2016 - 2015100011

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að fjármagn til hátíðarhalda vegna 17. júní verði aukið í kr. 800.000,-.

 

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2016.

 

   

13.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 127 - 1510004F

 

Lögð er fram fundargerð 127. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 15. október sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Fræðslunefnd - 360 - 1510008F

 

Lögð er fram fundargerð 360. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 15. október sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Hafnarstjórn - 181 - 1510010F

 

Lögð er fram fundargerð 181. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 13. október sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20 - 1510002F

 

Lögð er fram fundargerð 20. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 13. október sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?