Bæjarráð - 898. fundur - 14. september 2015

 Dagskrá:

1.  

Kauptilboð í 103 íbúðir í eigu FastÍs - 2015070031

 

Lagt er fram kauptilboð óstofnaðs hlutafélags á 103 íbúðum í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dags. 2. september sl.

 

Bæjarráð hafnar tilboðinu.

 

   

2.  

Fundur vegna innleiðingar laga um verndarsvæði í byggð - 2015090021

 

Lagt er fram bréf Sigurðar Arnar Guðleifssonar og Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, dags. 3. september sl., með boð á kynningarfund á lögum um verndarsvæði í byggð sem haldinn verður á Ísafirði mánudaginn 21. september n.k. kl. 10:00 í Stjórnsýsluhúsinu.

 

Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa og aðra áhugasama að mæta.

 

   

3.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027

 

Lagt er fram bréf Hinriks Greipssonar og Jóhanns Guðmundssonar f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 2. september sl., með auglýsingu eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.  

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerðir, ársreikingar o.ff. - 2015050017

 

Lagt er fram fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður 25. september n.k. kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.

 

Bæjarráð tilnefnir Gísla Halldór Halldórsson til að mæta til fundarins.

 

   

5.  

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015 - 2015090039

 

Lagt er fram fundarboð Elínar Pálsdóttur og Ragnhildar Hjaltadóttur, á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 23. september n.k. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.

 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, mætir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

7.  

Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080

 

Lagður er fram tölvupóstur Gunnars Páls Eydal, dags. 10. september sl., með beiðni um aðkomu Ísafjarðarbæjar að gerð strandblaksvallarins.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna samninginn áfram með blakfélaginu Skelli.

 

   

8.  

Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle 2015 - 2015090041

 

Lagt er fram boðsbréf á alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í Hörpu, Reykjavík, 16.-18. október n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Fundur sveitastjórnar með fjárlaganefnd 2015 - 2015090042

 

Lagt er fram boð fjárlaganefndar Alþingis um fund fjárlaganefndar með fulltrúum sveitarfélagsins og/eða landshlutasamtaka vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Tillaga um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I - 2015080081

 

Lögð er fram tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa að umorðaðri tillögu til bæjarstjórnar um kaup á íbúðum að Hlíf I.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna. Tillagan verður að nýju lögð fyrir bæjarstjórn.

 

   

11.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 11. september sl., varðandi forsendur við vinnslu fjárhagsáætlunar árið 2016.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar forsendur.

 

   

12.  

Fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. - 2013030023

 

Lögð er fram fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna ofanflóðavarna á Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla sem haldinn var 3. september sl.

 

Lögð til kynningar.

 

   

13.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 441 - 1507009F

 

Lögð er fram fundargerð 441. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. september sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?