Bæjarráð - 898. fundur - 14. september 2015
Dagskrá:
1. |
Kauptilboð í 103 íbúðir í eigu FastÍs - 2015070031 |
|
Lagt er fram kauptilboð óstofnaðs hlutafélags á 103 íbúðum í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dags. 2. september sl. |
||
Bæjarráð hafnar tilboðinu. |
||
|
||
2. |
Fundur vegna innleiðingar laga um verndarsvæði í byggð - 2015090021 |
|
Lagt er fram bréf Sigurðar Arnar Guðleifssonar og Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, dags. 3. september sl., með boð á kynningarfund á lögum um verndarsvæði í byggð sem haldinn verður á Ísafirði mánudaginn 21. september n.k. kl. 10:00 í Stjórnsýsluhúsinu. |
||
Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa og aðra áhugasama að mæta. |
||
|
||
3. |
Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027 |
|
Lagt er fram bréf Hinriks Greipssonar og Jóhanns Guðmundssonar f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 2. september sl., með auglýsingu eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
4. |
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerðir, ársreikingar o.ff. - 2015050017 |
|
Lagt er fram fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður 25. september n.k. kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. |
||
Bæjarráð tilnefnir Gísla Halldór Halldórsson til að mæta til fundarins. |
||
|
||
5. |
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015 - 2015090039 |
|
Lagt er fram fundarboð Elínar Pálsdóttur og Ragnhildar Hjaltadóttur, á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 23. september n.k. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. |
||
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, mætir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
7. |
Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Gunnars Páls Eydal, dags. 10. september sl., með beiðni um aðkomu Ísafjarðarbæjar að gerð strandblaksvallarins. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna samninginn áfram með blakfélaginu Skelli. |
||
|
||
8. |
Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle 2015 - 2015090041 |
|
Lagt er fram boðsbréf á alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í Hörpu, Reykjavík, 16.-18. október n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Fundur sveitastjórnar með fjárlaganefnd 2015 - 2015090042 |
|
Lagt er fram boð fjárlaganefndar Alþingis um fund fjárlaganefndar með fulltrúum sveitarfélagsins og/eða landshlutasamtaka vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Tillaga um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I - 2015080081 |
|
Lögð er fram tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa að umorðaðri tillögu til bæjarstjórnar um kaup á íbúðum að Hlíf I. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna. Tillagan verður að nýju lögð fyrir bæjarstjórn. |
||
|
||
11. |
Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 11. september sl., varðandi forsendur við vinnslu fjárhagsáætlunar árið 2016. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar forsendur. |
||
|
||
12. |
Fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. - 2013030023 |
|
Lögð er fram fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna ofanflóðavarna á Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla sem haldinn var 3. september sl. |
||
Lögð til kynningar. |
||
|
||
13. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 441 - 1507009F |
|
Lögð er fram fundargerð 441. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. september sl., fundargerðin er í 12 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|