Bæjarráð - 895. fundur - 24. ágúst 2015
Dagskrá:
1. |
Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081 |
|
Lagt er fram 6 mánaða uppjör ársins 2015. Einnig er lagt fram yfirlit yfir skatttekjur og laun fyrir fyrstu 7 mánuði ársins af Helgu Ásgeirsdóttur, staðgengli fjármálastjóra, dags. 18. ágúst 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Verðmæti trjáa á ræktunarsvæði við ofanflóðavarnargarða - Ásthildur Cesil - 2015080032 |
|
Lagt er fram bréf Ásthildar Cesil Þórðardóttur, dags. 28. maí sl., en barst Ísafjarðarbæ 12. ágúst sl. þar sem óskað er eftir að metið verði verðmæti þeirra trjá sem voru eyðilögð á ræktunarsvæði fyrir ofan húsið þeirra. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið. |
||
|
||
3. |
Tillaga varðandi gjaldtöku vegna sorpförgunar einstaklinga í móttökustöð Funa - 2015080054 |
|
Lögð er fram tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa B-listans, um að fallið verði frá gjaldtöku í móttökustöðinni Funa í Engidal á einstaklinga. |
||
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar. |
||
|
||
4. |
Fyrirspurn varðandi skjalageymslur Ísafjarðarbæjar - 2014050036 |
|
Lögð er fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem barst 21. ágúst sl., varðandi skjalageymslur Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni. |
||
|
||
5. |
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins varðandi ársfjórðungsuppgjör og fjölgun starfsmanna í bókhaldi - 2015080056 |
|
Lögð er fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem barst 20. ágúst sl., að endurskoðendur bæjarins verði fengnir til að gera ársfjórðungsleg uppgjör fyrir samstæðu Ísafjarðarbæjar og að skoðað verði að fjölga starfsmönnum í bókhaldi bæjarins. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn um tillöguna og leggja fyrir í næsta bæjarráði. |
||
|
||
6. |
Ósk Skíðafélags Ísfirðinga um kaup á nýjum snjótroðara - 2015080040 |
|
Lagt er fram bréf Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, f.h. HSV, sem barst 14. ágúst sl., auk bréfs frá Jóhönnu Oddsdóttur, dags. 10. júlí sl., þar sem óskað er eftir því að fjárfest verði í nýjum troðara á skíðasvæði Ísafjarðar. |
||
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2016. |
||
|
||
7. |
Útsvar 2015-2016 - 2015080057 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Þórdísar Jóhannesdóttur, f.h. Útsvars, dags. 17. ágúst sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðin þátttaka í Útsvari veturinn 2015-2016. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna lið fyrir keppnina. |
||
|
||
8. |
Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080 |
|
Blakfélagið Skellur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvelli í Tungudal skv. uppdrætti frá Teiknistofunni Eik, júní 2015. Óskað er eftir að nefndin taki síðustu afgreiðslu til endurskoðunar sbr. bréf dags. 7. ágúst 2015. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir blakvöllinn skv. fyrirliggjandi gögnum verði veitt þegar samningur við Mýrarboltafélagið rennur út. |
||
Bæjarráð óskar eftir formlegum athugasemdum Mýrarboltafélagsins áður en bæjarráð tekur afstöðu til umsóknar um framkvæmdaleyfi. |
||
|
||
9. |
Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi - umsagnarbeiðni - 2015080041 |
|
Lagt er fram bréf Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
||
10. |
Gerð útboðsgagna á næsta áfanga í ofanflóðavörnum Holtahverfis á Ísafirði - 2010120048 |
|
Lagt er fram bréf Sigríðar Auðar Arnardóttur og Hafsteins Pálssonar, f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 17. ágúst sl., þar sem samþykkt er beiðni um að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna á næsta áfanga í ofanflóðavörnum Holtahverfis á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023 |
|
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 21. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld samþykki endurhönnun og viðbótarverk á hluta ofanflóðavarnanna neðan Gleiðarhjalla, í samræmi við minnisblað Mannvits dags. 11. ágúst sl., sem jafnframt er lagt fram til kynningar. |
||
Bæjarráð samþykkir endurhönnun og viðbótarverk á hluta ofanflóðavarnanna neðan Gleiðarhjalla í samræmi við bréf Brynjars Þórs Jónassonar. |
||
|
||
12. |
Fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla - 2013030023 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins frá 6. ágúst sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Fjallskil 2015 - 2015080015 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð 6. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 13. ágúst sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
Félagsmálanefnd - 400 - 1508010F |
|
Lögð er fram fundargerð 400. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 20. ágúst sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 17 - 1508008F |
|
Lögð er fram fundargerð 17. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 20. ágúst sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
16. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 440 - 1506016F |
|
Lögð er fram fundargerð 440. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldin var 12. ágúst sl., fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |