Bæjarráð - 894. fundur - 10. ágúst 2015
Dagskrá:
1. |
Mánaðaryfirlit maí mánaðar 2015 - 2015020081 |
||
Lögð eru fram drög að rekstraryfirliti fyrir maí 2015. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir maí 2015 af Helgu Ásgeirsdóttur dags. 21. júlí 2015. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
Gestir |
|||
Helga Ásgeirsdóttir - 08:13 |
|||
|
|||
|
|||
2. |
Úthlutun framlaga vegna fasteignaskattstekna 2015 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2014090008 |
||
Lagt er fram bréf jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 10. júlí sl., þar sem tilkynnt er um áætlað uppgjör framlaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2015. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
3. |
Fjárhagsáætlun 2016, forsendur og fjárhagsáætlun til þriggja ára - 2015030048 |
||
Lagt er fram minnisblað Gunnlaugs Júlíussonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. júní sl., um forsendur fyrir vinnslu fjárhagsheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
4. |
Bréf eftirlitsnefndar vegna skuldahlutfalls Ísafjarðarbæjar 2014 - 2015010057 |
||
Lagt er fram bréf Þóris Ólafssonar, formanns, og Eiríks Benónýssonar, frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 13. júlí sl., vegna skuldahlutfalls samstæðu Ísafjarðarbæjar. |
|||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindið Eftirlitsnefndarinnar. Helsta ástæða þess að skuldahlutfall sveitarfélagsins er yfir viðmiðarmörkum um skuldahlutfall er að bygging Hjúkrunarheimilisins Eyri hefur að mestu farið fram, en er þó ekki að fullu lokið. Um næstu áramót ætti skuldahlutfallið að vera rétt ríflega 130%. |
|||
|
|||
5. |
Varnir vegna mögulegrar hækkunar á verðbólgu - 2015080002 |
||
Lögð er fram tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa, sem barst í tölvupósti 31. júlí sl., um að skoða hvort og til hvaða varna sé hægt að grípa vegna mögulegrar hækkunar á verðbólgu og þar af leiðandi hækkun verðtryggðra skulda samstöðu Ísafjarðarbæjar. |
|||
Bæjarráð samþykkir tillöguna. |
|||
|
|||
6. |
Bílastæði, göngustígar og útsýnispallar við Dynjanda í Arnarfirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060091 |
||
Lögð er fram umsókn Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfi 19. júni, fyrir bílastæði, göngustígum og útsýnispalli við Dynjanda í Arnarfirði. Erindið var samþykkt á 438. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. |
|||
Bæjarráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði, göngustígum og útsýnispalli við Dynjanda í Arnarfirði. |
|||
|
|||
7. |
Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri - 2014100013 |
||
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi til virkjunar bæjarlæksins á Hesteyri, dags. 27. maí sl. Samþykki landeigenda liggur fyrir. Erindið var samþykkt á 438. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. |
|||
Bæjarráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi til virkjunar bæjarlæksins á Hesteyri. |
|||
|
|||
8. |
Íbúðir í útleigu til ferðamanna - 2015080010 |
||
Lögð er fram tillaga Jónasar Þ. Birgissonar, bæjarfulltrúa, sem barst í tölvupósti 5. ágúst sl., um að fela bæjarstjóra að gera athugan á því hvort þær íbúðir sem eru í útleigu til ferðamanna séu rétt skráðar, m.t.t. fasteignagjalda o.fl. |
|||
Bæjarráð samþykkir tilllöguna og bendir á að málið er þegar komið í vinnslu. |
|||
|
|||
9. |
Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036 |
||
Lögð eru fram ný drög að húsaleigusamningi um Norðurtangahúsið vegna skjalageymslu Ísafjarðarbæjar ásamt minnisblaði Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra dags. 7. ágúst sl. um forsögu málsins og mat forstöðumanns á þörfinni fyrir skjalageymslu. |
|||
Meirihluti bæjarráðs samþykkir drögin að húsaleigusamningnum og felur bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg gögn vegna þessa. |
|||
|
|||
10. |
Hjúkrunarheimili á Ísafirði, viðtökuvottorð - 2011120009 |
||
Lagt er fram til kynningar viðtökuvottorð vegna 30 hjúkrunarrýma í hjúkrunarheimilinu Eyri á Torfnesi á Ísafirði sem gefið er út af Framkvæmdasýslu ríkisins þann 30. júlí sl. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
11. |
Viðmiðunarreglur Kirkjugarðsráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, breytingar - 2015010049 |
||
Lagður er fram tölvupóstur Þóru Bjargar Jónsdóttur, frá 8. júlí sl., þar sem tilkynntar eru breytingar á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
12. |
Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk - 2015070045 |
||
Lagt er fram bréf Ellenar Calmon formanns ÖBÍ, dags. 21. júlí sl., varðandi aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
13. |
Umsókn um rekstrarleyfi gististaða að Ólafstúni 7, Flateyri - 2015010098 |
||
Lögð er fram beiðni sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 29. júní sl. um umsögn vegna umsóknar Grænhöfða ehf. um rekstrarleyfi gististaða að Ólafstúni 7, Flateyri, dags. 23. júní sl. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
14. |
Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi gististaða fyrir Mjallargötu 1, Ísafirði - 2015010098 |
||
Lögð er fram beiðni sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 4. júlí sl., um umsögn á umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur, dags. 13. júlí sl., um endurnýjun á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II fyrir Mjallargötu 1, Ísafirði. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
15. |
Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis gististaða fyrir Fjarðarstræti 6, Ísafirði - 2015010098 |
||
Lögð er fram beiðni sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 14. júlí sl., um umsögn vegna umsóknar Guðríðar Guðmundsdóttur, dags. 13. júlí sl., um endurnýjun rekstrarleyfis gististaðar í flokki II að Fjarðarstræti 6, Ísafirði. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
16. |
Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027 |
||
Lögð verða fram gögn vegna þriggja trúnaðarmála af fjölskyldusviði. |
|||
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs. |
|||
|
|||
17. |
Fundarboð - fundur stofnfjáreigenda Sparisjóðs Norðurlands - 2015070044 |
||
Lagt er fram fundarboð vegna fundar stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðurlands ses. sem haldinn verður þriðjudaginn 11. ágúst n.k. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
18. |
Minjasjóður Önundarfjarðar 2013-2014 - 2013080025 |
||
Lagður er fram til kynningar ársreikningur sjálfseignarstofnunar Minjasjóðs Önundarfjarðar fyrir árið 2014. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
19. |
Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023 |
||
Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir Framkvæmdasýslu ríkisins vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla, frá 9. og 21. júlí sl. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
20. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæjar, fundargerð stjórnar Hverfisráðs eyrar og efri bæjar - 2011030002 |
||
Lögð er fram fundargerð stjórnar Hverfisráðs eyrar og efri bæjar, sem hladinn var fimmtudaginn 21. maí sl. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
21. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæjar, fundargerð Íbúasamtaka Hnífsdals - 2011030002 |
||
Lögð er fram fundargerð íbúafundar á vegum Íbúasamtaka Hnífsdals sem haldinn var 29. júní sl. ásamt tillögu um lagfæringar í Stekkjargötu, Hnífsdal. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
22. |
Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051 |
||
Lögð er fram fundargerð 49. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði sem haldinn var 16. júlí sl. Fundargerðin er í 7 liðum. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
23. |
Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051 |
||
Lögð er fram fundargerð 50. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 5. ágúst sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
|||
24. |
Fundargerðir hafnarstjórnar - 2014080049 |
||
Lögð er fram fundargerð 180. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 13. júlí sl. Fundargerðin er í 4 liðum. |
|||
Lagt fram til kynningar. |
|||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |