Bæjarráð - 887. fundur - 1. júní 2015

Dagskrá:

1.  

Gatnagerð á Hlíðarvegi - 2013100042

 

Lögð er fram áskorun íbúa utanverðs Hlíðarvegar, dags. 13. maí sl., um breytingar á framkvæmdum við Hlíðarveg, auk minnisblaðs Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. maí sl.

 

Bæjarráð samþykkir að gerðar verði þær breytingar sem íbúar Hlíðarvegar óskuðu eftir, þ.e. að snúningsplani við enda götunnar yrði breytt í bílastæði.

 

   

2.  

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - 2014080014

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 21. maí sl., með tillögu að fríi 19. júní n.k.

 

Bæjarráð samþykkir að veita starfsfólki Ísafjarðarbæjar frí milli kl. 13:00 og 17:00, samkvæmt nánari útlistun í framlögðu minnisblaði.

 

   

3.  

Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 2013020002

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. maí sl., með tillögu að breytingu á reglum um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna.

 

   

4.  

Endurskoðun mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar - 2011040071

 

Lögð er fram ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 26. maí sl., um endurskoðun mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar um Reykhólahrepp.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Varasjóður húsnæðismála, framlög til sveitarfélaga vegna sölu eigna - 2012070020

 

Lagt er fram bréf Guðna Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Varasjóðs húsnæðismála, frá 21. maí sl., um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.

 

Bæjarráð mótmælir þessari fyrirætlun þar sem hún er andstæð hagsmunum sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

 

   

6.  

Rafstrengur í landi Dynjanda, frá Snjalleyri að Laugabóli - framkvæmdaleyfi - 2015050037

 

Lögð er fram umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu rafstrengs frá Snjalleyri að Laugabóli. Umsóknin var tekin fyrir á 435. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þar sem eftirfarandi var bókað: "Skipulags- og mannvirkjanefnd telur, í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiri háttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld."

 

Bæjarráð gerir hvorki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar né að framkvæmdin eigi sér stað.

 

   

7.  

Áform um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Þingeyri - 2015050064

 

Kjartan Hauksson mætir sem gestur á fund bæjarráðs þar sem hann mun kynna áform sín um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Þingeyri.

 

Bæjarráð þakkar Kjartani fyrir innlitið.

 
 

Gestir

 

Kjartan Hauksson - 08:36


Kjartan yfirgefur fundinn kl. 8:56.

 

   

8.  

Hvammur, Dýrafirði - landamerki - 2015050067

 

Lögð er fram yfirlýsing um landamerki milli séreigna landeigenda Hvamms í Dýrafirði til samþykktar.

 

Bæjarráð samþykkir framlagða yfirlýsingu um landamerki og felur bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg gögn.

 

   

9.  

60. fjórðungsþing Vestfirðinga - 2015050061

 

Lagt er fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 27. maí sl., með boði á 60. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið á Patreksfirði 3. og 4. október n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Málþing og sýning um sr. Sigtrygg Guðlaugsson að Núpi - 2015050065

 

Lagður er fram tölvupóstur Kristins Jóhanns Níelssonar, frá 27. maí sl., til upplýsingar, vegna málþings og sýningar um sr. Sigtrygg Guðlaugsson.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Fræðsla og forvarnir, beiðni um styrk - 2015010017

 

Lagður er fram tölvupóstur frá Fræðslu og forvörnum með beiðni um styrk til útgáfu tímaritsins Áhrifa um forvarnir og vímuefnamál.

 

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

   

12.  

Verkefni mannauðsstjóra - 2015040065

 

Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 30. apríl sl.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

 

   

13.  

Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

 

Lagt er fram uppgjör Q1 sem sent var Hagstofu 8. maí síðastliðinn. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir fyrstu 4 mánuði 2015 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29.5.15

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri mætti til fundarins og fór yfir yfirlitið.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 09:04


Edda María yfirgaf fundinn kl. 09:27.

 

   

14.  

Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015 - 2014090054

 

Lögð er fram fundargerð stjónarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 11. maí sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð fundar Framkvæmdasýslu ríkisins sem haldinn var 15. maí sl., vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 18. mars sl. og 19. maí sl.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

   

17.  

Fræðslunefnd - 356 - 1505006F

 

Fundargerð 356. fundar sem haldinn var 19. maí sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Hafnarstjórn - 179 - 1505011F

 

Fundargerð 179. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 19. maí sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð þakkar starfsfólki bæjarskrifstofunnar og öðrum íbúum bæjarins sem tóku þátt í hreinsun á Suðurtanganum.

 

   

19.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 434 - 1504016F

 

Fundargerðar 434. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. maí sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

20.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 435 - 1505013F

 

Fundargerð 435. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. maí sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

21.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14 - 1505014F

 

Fundargerð 14. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 28. maí sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?