Bæjarráð - 887. fundur - 1. júní 2015
Dagskrá:
1. |
Gatnagerð á Hlíðarvegi - 2013100042 |
|
Lögð er fram áskorun íbúa utanverðs Hlíðarvegar, dags. 13. maí sl., um breytingar á framkvæmdum við Hlíðarveg, auk minnisblaðs Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. maí sl. |
||
Bæjarráð samþykkir að gerðar verði þær breytingar sem íbúar Hlíðarvegar óskuðu eftir, þ.e. að snúningsplani við enda götunnar yrði breytt í bílastæði. |
||
|
||
2. |
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - 2014080014 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 21. maí sl., með tillögu að fríi 19. júní n.k. |
||
Bæjarráð samþykkir að veita starfsfólki Ísafjarðarbæjar frí milli kl. 13:00 og 17:00, samkvæmt nánari útlistun í framlögðu minnisblaði. |
||
|
||
3. |
Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 2013020002 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. maí sl., með tillögu að breytingu á reglum um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna. |
||
|
||
4. |
Endurskoðun mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar - 2011040071 |
|
Lögð er fram ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 26. maí sl., um endurskoðun mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar um Reykhólahrepp. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Varasjóður húsnæðismála, framlög til sveitarfélaga vegna sölu eigna - 2012070020 |
|
Lagt er fram bréf Guðna Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Varasjóðs húsnæðismála, frá 21. maí sl., um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði. |
||
Bæjarráð mótmælir þessari fyrirætlun þar sem hún er andstæð hagsmunum sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að svara bréfritara. |
||
|
||
6. |
Rafstrengur í landi Dynjanda, frá Snjalleyri að Laugabóli - framkvæmdaleyfi - 2015050037 |
|
Lögð er fram umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu rafstrengs frá Snjalleyri að Laugabóli. Umsóknin var tekin fyrir á 435. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þar sem eftirfarandi var bókað: "Skipulags- og mannvirkjanefnd telur, í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiri háttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld." |
||
Bæjarráð gerir hvorki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar né að framkvæmdin eigi sér stað. |
||
|
||
7. |
Áform um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Þingeyri - 2015050064 |
|
Kjartan Hauksson mætir sem gestur á fund bæjarráðs þar sem hann mun kynna áform sín um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Þingeyri. |
||
Bæjarráð þakkar Kjartani fyrir innlitið. |
||
Gestir |
||
Kjartan Hauksson - 08:36 |
||
|
||
|
||
8. |
Hvammur, Dýrafirði - landamerki - 2015050067 |
|
Lögð er fram yfirlýsing um landamerki milli séreigna landeigenda Hvamms í Dýrafirði til samþykktar. |
||
Bæjarráð samþykkir framlagða yfirlýsingu um landamerki og felur bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg gögn. |
||
|
||
9. |
60. fjórðungsþing Vestfirðinga - 2015050061 |
|
Lagt er fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 27. maí sl., með boði á 60. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið á Patreksfirði 3. og 4. október n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Málþing og sýning um sr. Sigtrygg Guðlaugsson að Núpi - 2015050065 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Kristins Jóhanns Níelssonar, frá 27. maí sl., til upplýsingar, vegna málþings og sýningar um sr. Sigtrygg Guðlaugsson. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Fræðsla og forvarnir, beiðni um styrk - 2015010017 |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá Fræðslu og forvörnum með beiðni um styrk til útgáfu tímaritsins Áhrifa um forvarnir og vímuefnamál. |
||
Bæjarráð hafnar erindinu. |
||
|
||
12. |
Verkefni mannauðsstjóra - 2015040065 |
|
Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 30. apríl sl. |
||
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. |
||
|
||
13. |
Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081 |
|
Lagt er fram uppgjör Q1 sem sent var Hagstofu 8. maí síðastliðinn. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir fyrstu 4 mánuði 2015 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29.5.15 |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri mætti til fundarins og fór yfir yfirlitið. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 09:04 |
||
|
||
|
||
14. |
Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015 - 2014090054 |
|
Lögð er fram fundargerð stjónarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 11. maí sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð fundar Framkvæmdasýslu ríkisins sem haldinn var 15. maí sl., vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
16. |
Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002 |
|
Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 18. mars sl. og 19. maí sl. |
||
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
Fræðslunefnd - 356 - 1505006F |
|
Fundargerð 356. fundar sem haldinn var 19. maí sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
18. |
Hafnarstjórn - 179 - 1505011F |
|
Fundargerð 179. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 19. maí sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð þakkar starfsfólki bæjarskrifstofunnar og öðrum íbúum bæjarins sem tóku þátt í hreinsun á Suðurtanganum. |
||
|
||
19. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 434 - 1504016F |
|
Fundargerðar 434. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. maí sl., fundargerðin er í 10 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
20. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 435 - 1505013F |
|
Fundargerð 435. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. maí sl., fundargerðin er í 1 lið. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
21. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14 - 1505014F |
|
Fundargerð 14. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 28. maí sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |