Bæjarráð - 886. fundur - 18. maí 2015
Dagskrá:
1. |
Bílapartasala Stekkjargötu 21 - starfsleyfi 2015 - 2015040061 |
|
Lagt fram bréf frá Arnari Guðmundssyni, íbúa í Hnífsdal, dagsett 8. maí sl., þar sem hann leggur fram kvartanir vegna starfsemi bílapartasölu að Stekkjargötu 21 í Hnífsdal. Einnig er lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, fyrir hönd íbúasamtakanna í Hnífsdal, þar sem fram kemur að stjórn íbúasamtakanna tekur undir áhyggjur íbúa í Hnífsdal af þessari starfsemi. |
||
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir bréfið og bendir á að málið sé í vinnslu, en tekur jafnframt undir áhyggjur íbúa og þykir ástandið ótækt eins og það er. |
||
|
||
2. |
Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015 - 2015010049 |
|
Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Hinriksdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. maí sl., þar sem kynnt er skýrsla verkefnisins „Gott fordæmi“, sem fjallar um skilvirkt vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlana sveitarfélaga, ákvarðanatökuferlið sjálft og framkvæmd þess. Fulltrúar frá Ísafjarðarbæ hafa setið í starfshópi sem vann að gerð skýrslunnar |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Melrakkasetur - aðalfundur 2015 - 2015050035 |
|
Lagt fram bréf frá stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf., dagsett 11. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 29. maí. |
||
Bæjarráð skipar Dagnýju Arnarsdóttur sem fulltrúa sinn á fundinum. |
||
|
||
4. |
Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2015 - 2015050036 |
|
Lagt fram bréf Hörpu Lindar Kristjánsdóttur f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða, þar sem boðað er til aðalfundar starfsendurhæfingarinnar þann 27. maí nk. |
||
Bæjarráð skipar Margréti Geirsdóttur sem fulltrúa sinn á fundinum, en hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:20
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Hjördís Þráinsdóttir |