Bæjarráð - 882. fundur - 20. apríl 2015

Dagskrá:

1.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lögð er fram umsókn Sólbakka 6 ehf., dags. 24. mars sl., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 16. apríl sl.

 

Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til fordæma við fyrri afgreiðslur, en óskar eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd taki þessi mál til skoðunar í þeirri aðalskipulagsvinnu sem núna stendur yfir.

 

   

2.  

Grunnskólinn á Suðureyri, lóðarfrágangur 2015 - 2014120035

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. apríl sl., vegna tilboða í verkið "Grunnskólinn á Suðureyri frágangur lóðar 2015" þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. um verkið.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. vegna verksins Grunnskólinn á Suðureyri frágangur lóðar 2015 að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

3.  

Þvergata hellulögn - 2015030074

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. apríl sl. vegna verksins "Þvergata á Ísafirði endurgerð" þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. um verkið.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. vegna verksins Þvergata á Ísafirði endurgerð að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.  

Bílastæði við Neðstakaupstað - 2014030044

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. apríl sl., vegna verksins "Bílastæði í Neðstakaupstað, bílastæðagerð og hellulögn" þar sem lagt er til að samið verði við G.E. Vinnuvélar ehf. um verkið.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við G.E. Vinnuvélar ehf. vegna verksins Bílastæði í Neðstakaupstað, bílastæðagerð og hellulögn að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

5.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, garður 5 - 2013030023

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. apríl sl., vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla, garðs 5, tillaga að framkvæmd seinni áfanga.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið en óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs hugi að hagsmunum bæjarins varðandi fráveitumál við verkhönnun garðsins.

 

   

6.  

Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

 

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðunni.

 

   

7.  

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014 - 2015010057

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðu ársreiknings Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2014.

 

Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2014 til endurskoðunar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að ársreikningurinn verði lagður fyrir fund bæjarstjórnar 21. apríl n.k. til fyrri umræðu.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 09:00

 

   

8.  

Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087

 

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, dags. 15. apríl sl., varðandi íþróttamannvirki á Ísafirði.

 

Bæjarráð þakkar erindið.

 

   

9.  

Félagsmálanefnd - 396 - 1504008F

 

Fundargerð 396. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 432 - 1504006F

 

Fundargerð 432. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Daníel Jakobsson tilkynnti að hann yrði í fríi frá störfum bæjarráðs til 1. september n.k.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:08

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?