Bæjarráð - 882. fundur - 20. apríl 2015
Dagskrá:
1. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098 |
|
Lögð er fram umsókn Sólbakka 6 ehf., dags. 24. mars sl., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 16. apríl sl. |
||
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til fordæma við fyrri afgreiðslur, en óskar eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd taki þessi mál til skoðunar í þeirri aðalskipulagsvinnu sem núna stendur yfir. |
||
|
||
2. |
Grunnskólinn á Suðureyri, lóðarfrágangur 2015 - 2014120035 |
|
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. apríl sl., vegna tilboða í verkið "Grunnskólinn á Suðureyri frágangur lóðar 2015" þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. um verkið. |
||
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. vegna verksins Grunnskólinn á Suðureyri frágangur lóðar 2015 að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
3. |
Þvergata hellulögn - 2015030074 |
|
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. apríl sl. vegna verksins "Þvergata á Ísafirði endurgerð" þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. um verkið. |
||
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. vegna verksins Þvergata á Ísafirði endurgerð að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
4. |
Bílastæði við Neðstakaupstað - 2014030044 |
|
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. apríl sl., vegna verksins "Bílastæði í Neðstakaupstað, bílastæðagerð og hellulögn" þar sem lagt er til að samið verði við G.E. Vinnuvélar ehf. um verkið. |
||
Bæjarráð samþykkir að samið verði við G.E. Vinnuvélar ehf. vegna verksins Bílastæði í Neðstakaupstað, bílastæðagerð og hellulögn að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
5. |
Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, garður 5 - 2013030023 |
|
Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. apríl sl., vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla, garðs 5, tillaga að framkvæmd seinni áfanga. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið en óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs hugi að hagsmunum bæjarins varðandi fráveitumál við verkhönnun garðsins. |
||
|
||
6. |
Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036 |
|
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðunni. |
||
|
||
7. |
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014 - 2015010057 |
|
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðu ársreiknings Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2014. |
||
Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2014 til endurskoðunar. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 09:00 |
||
|
||
8. |
Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087 |
|
Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, dags. 15. apríl sl., varðandi íþróttamannvirki á Ísafirði. |
||
Bæjarráð þakkar erindið. |
||
|
||
9. |
Félagsmálanefnd - 396 - 1504008F |
|
Fundargerð 396. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 432 - 1504006F |
|
Fundargerð 432. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Daníel Jakobsson tilkynnti að hann yrði í fríi frá störfum bæjarráðs til 1. september n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:08
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |