Bæjarráð - 881. fundur - 13. apríl 2015
Dagskrá:
1. |
Opin svæði - sláttur - 2014030006 |
|
Lagt er fram bréf Brynars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. mars sl., vegna sláttar opinna svæða þar sem lagt er til að samið verði við Kjarnasögun ehf. um verkið. |
||
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Kjarnasögun ehf. vegna sláttar opinna svæða að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar og að verkefnið verði minnkað í samráði við umhverfisfulltrúa. |
||
|
||
2. |
Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012 |
|
Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 1. apríl sl., þar sem tilkynnt er að Dýrfiski hafi verið veitt starfsleyfi til að framleiða allt að 4.200 tonnum á ári af regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Enn fremur er lagt fram til kynningar afrit af starfsleyfi og greinargerð vegna starfsleyfis. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Svalvogar - fasteignagjöld 2014 - 2014040046 |
|
Lagður er fram til kynningar úrskurður umhverfis- og auðlindamála, frá 27. mars sl., vegna kæru á ákvörðun Ísafjarðarbæjar um álagningu sorpgjalds fyrir árið 2014 vegna fasteignarinnar Svalvoga í Dýrafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2015 - 2015020019 |
|
Lagt er fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. mars sl., þar sem fram kemur að Ofanflóðanefnd samþykkti umsókn Ísafjarðarbæjar um lán vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á Ísafirði árið 2014. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Lánasjóður - ýmis erindi 2012/2015 - 2012020099 |
|
Lagt er fram bréf Óttars Guðjónssonar, f.h. Lánasjóðs Sveitarfélaga, dags. 30. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins 17. apríl n.k. og auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði - 2015040014 |
|
Lögð er fram beiðni Samkeppniseftirlitsins, dags. 30. mars sl., um upplýsingar vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði í tengslum við skipulags- og lóðarúthlutanir sveitarfélaga. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman gögn í málinu í samstarfi við bæjarlögmann og senda bréfritara. |
||
|
||
7. |
Tómstundir barna á Þingeyri - akstur strætisvagna - 2015030063 |
|
Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 27. mars sl., varðandi kostnað við aukaferðir til Flateyrar/Þingeyrar vegna skíðaæfinga barna. |
||
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu í ljósi þess að skíðaæfingum er nánast lokið. Bæjarráð telur að skoða þurfi málið í víðara samhengi og samhæfa betur almenningssamgöngur og tómstundir barna með það að markmiði að betra skipulag verði komið á tómstundaakstur barna haustið 2015. |
||
|
||
8. |
Grenjavinnsla 2015 - 2015030094 |
|
Lagt er fram bréf Sighvats Jóns Þórarinssonar, f.h. stjórnar Búnaðarfélagsins Bjarma, dags. 31. mars sl., þar sem tilkynnt er ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarfélagsins Bjarma 18. mars sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Samstarfssamningur, styrkur - 2015040005 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Vilborgar Arnarsdóttur frá 27. febrúar sl., þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær geri samstarfssamning við Áhugamannafélagið Raggagarð í Súðavík. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
10. |
LÚR-festival 2015, óskað eftir styrk - 2015040004 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, f.h. skipulagshóps LÚR festival 2015, frá 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að ráða starfsmann í eins mánaðar vinnu sumarið 2015. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara og óska eftir nánari upplýsingum. |
||
|
|
|
11. |
Vestfjarðamótið í handbolta - styrkbeiðni - 2015010017 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Braga Rúnars Axelssonar, form. handknattleiksdeildar Harðar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær styrki keppendur um aðgang að Sundhöll Ísafjarðar á meðan Vestfjarðamótið í handbolta, sem haldið verður 17.-19. apríl n.k., fer fram. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
12. |
Friðuð hús 2015-2016 - 2015040015 |
|
Lögð eru fram fram bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dags. 8. apríl sl., með upplýsingum um styrkúthlutanir úr húsafriðunarsjóði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Trúnaðarmál - 2014090027 |
|
Lögð verða fram gögn vegna þriggja trúnaðarmála á fundinum. |
||
Málinu var frestað til næsta fundar. |
||
|
||
14. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 431 - 1503015F |
|
Fundargerð 431. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. apríl sl., fundargerðin er í 7 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12 - 1503014F |
|
Fundargerð 12. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. apríl sl., fundargerðin er í 2 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|