Bæjarráð - 880. fundur - 31. mars 2015
Dagskrá:
1. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098 |
|
Lögð er fram umsókn félagsins Aldrei fór ég suður um tækifærisleyfi, dags. 23. mars sl. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna. |
||
|
||
2. |
Styrkir til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015 - 2015030028 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. mars sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015. |
||
Bæjarráð samþykkti tilllögur að afgreiðslu umsókna um styrki til félagasamtaka. |
||
|
||
3. |
Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015 - 2015010017 |
|
Lagt er fram bréf Karitasar Pálsdóttur, formanns Harmonikufélags Vestfjarða, dags. 23. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk í tengslum við Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda sem haldið verður á Ísafirði 2017. |
||
Bæjarráð samþykkir erindið. |
||
|
||
4. |
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2015 - 2014060014 |
|
Lagt er fram bréf Jóns Svanbergs Hjartarsonar, f.h. Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, dags. 30. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna landsþings félagsins á Ísafirði 29.-30. maí n.k. |
||
Bæjarráð samþykkir beiðni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að fá afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi, endurgjaldslaust. |
||
|
||
5. |
Umsókn um skotsvæði til æfinga og keppni undir áhorfendastúku við Torfnesvöll - 2015020040 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra Lögreglunnar á Vestfjörðum, dags. 9. febrúar sl., vegna beiðni um leyfi til að starfrækja skotsvæði til æfinga og keppni undir áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingar leyfis til að starfrækja skotsvæði til æfinga og keppni undir áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði. |
||
|
||
6. |
Leyfi fyrir fornleifauppgreftri í Hnífsdal - 2015030087 |
|
Lagt er fram bréf Kristjáns Pálssonar, sagnfræðings, dags. 24. mars sl., þar sem óskað er eftir leyfi Ísafjarðarbæjar fyrir fornleifagreftri í Hnífsdal. |
||
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Enn fremur mun bæjarráð senda Íbúasamtökunum í Hnífsdal afrit af bréfinu til kynningar. |
||
|
||
7. |
Vegagerðin - starfsleyfi fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á Ísafirði - 2015010015 |
|
Lagt er fram bréf Sigurðar Ingasonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 24. mars sl. vegna útgáfu starfsleyfis fyrir bikbirgðastöð á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048 |
|
Lagt er fram bréf íbúa Kjarrholts á Ísafirði, dags. 25. mars sl., vegna stoðvirkis í Kubba. |
||
Varnirnar í Kubba hafa lengi staðið til og málið hefur ekki tafist vegna andmæla íbúa. Stöðugt hefur verið unnið í vörnum í Skutulsfirði á undanförnum árum og skal þeim lokið árið 2020. Það eru hinsvegar Ofanflóðasjóður og fjárlög ríkisins sem ráða mestu um það hvenær ráðist er í verkin. Í vetur hefur það verið rætt milli fulltrúa Ísafjarðarbæjar, Framkvæmdasýslunnar og Ofanflóðasjóðs að nú þurfi að hefjast handa við undirbúning lokaverksins í Kubba. Ekki er ástæða til að ætla annað en það gangi eftir og framkvæmdir geti jafnvel hafist á næsta ári. |
||
|
||
9. |
Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023 |
|
Lagt er fram bréf Hafsteins Steinarssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 1. desember s.l., með tillögu að seinni áfanga aurvarnargarðs ofan Hjallavegar. |
||
Bæjarráð óskar eftir umsögn sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs á beiðninni. |
||
|
||
10. |
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014, framlag til Fastís - 2015010057 |
|
Lagt er fyrir minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 24. mars sl., með tillögu að framlagi til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. vegna ársins 2014. |
||
Bæjarráð samþykkir tillögu að framlagi til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. vegna ársins 2014. |
||
|
||
11. |
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 132 - 1503008F |
|
Fundargerð 132. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, haldinn 25. mars 2015, fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Daníel Jakobsson |
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |