Bæjarráð - 878. fundur - 16. mars 2015
Dagskrá:
1. |
Opin svæði - sláttur - 2014030006 |
|
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við Félaga ehf. um verkið „opin svæði, sláttur“. |
||
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Félaga ehf. vegna sláttar á opnum svæðum. |
||
Gestir |
||
Brynjar Þór Jónasson - 09:10 |
||
|
||
|
||
2. |
Skólaakstur í Dýrafirði - 2011030138 |
|
Lagt er fram bréf Friðfinns S. Sigurðssonar, f.h. Hópferðamiðstöðvar Vestfjarða, dags. 5. mars sl. þar sem óskað er eftir samkomulagi um áframhaldandi skólaakstur í Dýrafirði. |
||
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Hópferðamiðstöðvar Vestfjarða, um skólaakstur í Dýrafirði 2015-2016 og 2016-2017. |
||
|
||
3. |
Minjasjóður Önundarfjarðar 2015-2016 - 2015030037 |
|
Lagt er fram afrit af bréfi Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Ísafirði, til Heiðrúnar Tryggvadóttur, dags. 5. mars sl., þar sem Heiðrún Tryggvadóttir er tilnefndur formaður stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Umhverfisvottaðir Vestfirðir - 2011070061 |
|
Lögð er fram framkvæmdaáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga, fyrir árin 2015-2016, um umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt sameiginlegri stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti. |
||
Bæjarráð leggur áherslu á að málið sé kynnt íbúum og fyrirtækjum. |
||
|
||
5. |
Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066 |
|
Lagt er fram bréf Kristins Einarssonar og Skúla Thoroddsen, f.h. orkumálastjóra Orkustofnunar, dags. 4. mars sl., með umsögn um drög að verndar og stjórnunaráætlun 2015-2024 fyrir Dynjanda. |
||
Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd. |
||
|
||
6. |
Samningur um vatnskaup til stórnotanda - Kampi - 2015030041 |
|
Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 11. mars sl., vegna nýs samnings við Kampa um afslátt af gjöldum vatnsveitunnar. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Rækjuvinnsluna Kampa í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
7. |
20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2014080069 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. mars sl., með tillögu um stofnun starfshóps til undirbúnings kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forsætisnefnd skipi starfshópinn ásamt völdum starfsmönnum. |
||
|
||
8. |
Kaup á tankbíl - 2015030054 |
|
Lagt er fram bréf Þorbjörns Sveinssonar, slökkviliðsstjóra, dags. 11. mars sl., þar sem lagt er til að slökkviliðið kaupi tankbíl. |
||
Bæjarráð samþykkir kaupin og leggur til við bæjarstjóra að gera viðauka vegna kaupanna. |
||
|
||
9. |
Umsókn um afnot af húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar - 2015020120 |
|
Lögð er fram beiðni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, ásamt bréfi Gísla Jóns Hjaltasonar og Samúels Samúelssonar, f.h. BÍ88, dags. 26. febrúar sl., með beiðni um afnot af íbúðarhúsinu Engi. |
||
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu. |
||
|
||
10. |
Skíðheimar Seljalandsdal - fasteignagjöld 2015 og samkomulag um styrk vegna fasteignagjalda - 2015010109 |
|
Lagður er fram til kynningar samningur milli Ísafjarðarbæjar og Skíðheima Seljalandsdals, dags. 24. febrúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094 |
|
Lögð eru fram frumdrög að 5. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar árið 2015, vegna ráðningar í tímabundið hlutastarf á tæknisviði. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. |
||
|
||
12. |
Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 12. mars sl., með tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Gestir |
||
Edda María Hagalín - 09:18 |
||
|
||
13. |
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014 - 2015010057 |
|
Lagt er fyrir minnisblað Eddu Maríu Hagalín, dags. 12. mars sl., varðandi stöðu ársreikningagerðar 2014. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081 |
|
Lögð er fyrir mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar sem tekin er saman í mars 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Mánaðaryfirlit Skatttekjur og laun - 2015020081 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. mars sl., um skatttekjur og laun þann 28. febrúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
|
||
16. |
Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020 |
|
Fundargerð 94. fundar stjórnar Náttúrústofu Vestfjarða, sem haldinn var 4. mars sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
Hafnarstjórn - 178 - 1503009F |
|
Fundargerð 178. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 10. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
18. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 430 - 1503007F |
|
Fundargerð 430. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
19. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11 - 1502016F |
|
Fundargerð 11. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:48
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |