Bæjarráð - 878. fundur - 16. mars 2015

Dagskrá:

1.  

Opin svæði - sláttur - 2014030006

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við Félaga ehf. um verkið  „opin svæði, sláttur“.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Félaga ehf. vegna sláttar á opnum svæðum.

 
 

Gestir

 

Brynjar Þór Jónasson - 09:10


Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 09:15.

 

   

2.  

Skólaakstur í Dýrafirði - 2011030138

 

Lagt er fram bréf Friðfinns S. Sigurðssonar, f.h. Hópferðamiðstöðvar Vestfjarða, dags. 5. mars sl. þar sem óskað er eftir samkomulagi um áframhaldandi skólaakstur í Dýrafirði.

 

Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Hópferðamiðstöðvar Vestfjarða, um skólaakstur í Dýrafirði 2015-2016 og 2016-2017.

 

   

3.  

Minjasjóður Önundarfjarðar 2015-2016 - 2015030037

 

Lagt er fram afrit af bréfi Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Ísafirði, til Heiðrúnar Tryggvadóttur, dags. 5. mars sl., þar sem Heiðrún Tryggvadóttir er tilnefndur formaður stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Umhverfisvottaðir Vestfirðir - 2011070061

 

Lögð er fram framkvæmdaáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga, fyrir árin 2015-2016, um umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt sameiginlegri stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.

Málið var tekið upp á 11. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar og leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt og eftir henni unnið.

 

Bæjarráð leggur áherslu á að málið sé kynnt íbúum og fyrirtækjum.

 

   

5.  

Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066

 

Lagt er fram bréf Kristins Einarssonar og Skúla Thoroddsen, f.h. orkumálastjóra Orkustofnunar, dags. 4. mars sl., með umsögn um drög að verndar og stjórnunaráætlun 2015-2024 fyrir Dynjanda.

 

Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

   

6.  

Samningur um vatnskaup til stórnotanda - Kampi - 2015030041

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 11. mars sl., vegna nýs samnings við Kampa um afslátt af gjöldum vatnsveitunnar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Rækjuvinnsluna Kampa í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

7.  

20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2014080069

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. mars sl., með tillögu um stofnun starfshóps til undirbúnings kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forsætisnefnd skipi starfshópinn ásamt völdum starfsmönnum.

 

   

8.  

Kaup á tankbíl - 2015030054

 

Lagt er fram bréf Þorbjörns Sveinssonar, slökkviliðsstjóra, dags. 11. mars sl., þar sem lagt er til að slökkviliðið kaupi tankbíl.

 

Bæjarráð samþykkir kaupin og leggur til við bæjarstjóra að gera viðauka vegna kaupanna.

 

   

9.  

Umsókn um afnot af húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar - 2015020120

 

Lögð er fram beiðni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, ásamt bréfi Gísla Jóns Hjaltasonar og Samúels Samúelssonar, f.h. BÍ88, dags. 26. febrúar sl., með beiðni um afnot af íbúðarhúsinu Engi.

 

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.

 

   

10.  

Skíðheimar Seljalandsdal - fasteignagjöld 2015 og samkomulag um styrk vegna fasteignagjalda - 2015010109

 

Lagður er fram til kynningar samningur milli Ísafjarðarbæjar og Skíðheima Seljalandsdals, dags. 24. febrúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lögð eru fram frumdrög að 5. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar árið 2015, vegna ráðningar í tímabundið hlutastarf á tæknisviði.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

12.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 12. mars sl., með tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín - 09:18

 

   

13.  

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014 - 2015010057

 

Lagt er fyrir minnisblað Eddu Maríu Hagalín, dags. 12. mars sl., varðandi stöðu ársreikningagerðar 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.  

Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

 

Lögð er fyrir mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar sem tekin er saman í mars 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.  

Mánaðaryfirlit Skatttekjur og laun - 2015020081

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. mars sl., um skatttekjur og laun þann 28. febrúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.


Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 09:37.

 

   

16.  

Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

 

Fundargerð 94. fundar stjórnar Náttúrústofu Vestfjarða, sem haldinn var 4. mars sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Hafnarstjórn - 178 - 1503009F

 

Fundargerð 178. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 10. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 430 - 1503007F

 

Fundargerð 430. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

19.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11 - 1502016F

 

Fundargerð 11. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:48

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?