Bæjarráð - 875. fundur - 23. febrúar 2015
Dagskrá:
1. |
Mánaðaryfirlit Skatttekjur og laun - 2015020081 |
|
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, um skatttekjur og laun 31. janúar 2015, dags. 19. febrúar sl. |
||
Edda María Hagalín mætir til fundarins kl. 8:14. |
||
|
||
2. |
Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094 |
|
Lagður er fram 3. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 varðandi viðbótarstöðu í bókhaldi vegna fæðingarorlofs fjármálastjóra. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. |
||
|
||
3. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098 |
|
Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 18. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn um Slétt og Slitrótt ehf. um gistileyfi, dags. 12. febrúar sl. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. |
||
|
||
4. |
Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098 |
|
Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 19. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn um Sigríðar Gunnsteinsdóttur, um gistileyfi I, dags. 19. febrúar sl. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. |
||
|
||
5. |
Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - byggingarleyfi - Sæstrengur Arnarfirði - 2014050056 |
|
Lagt er fram til kynningar bréf Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 29. janúar 2015, til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vegna sæstrengs í Arnarfirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Styrktarsjóður EBÍ 2015 - 2015020086 |
|
Lagt er fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Brunabótafélags Íslands, dags. 12. febrúar 2015, varðandi styrktarsjóðs EBÍ 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið. |
||
|
||
Bæjarráð samþykkir að taka fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar inn á dagskrá fundarins með afbrigðum. |
||
8. |
Fyrirspurn til formanns bæjarráðs vegna fréttar á BB.is í tengslum breytingar á aðalskipulagi. - 2015020096 |
|
Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, frá 20. febrúar sl. vegna fréttar á BB.is í tengslum við breytingar á aðalsskipulagi um að minni líkur séu á veitu úr Stóra Eyjavatni. |
||
Formaður bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun vegna framangreindar fyrirspurnar: |
||
|
||
9. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 156 - 1502011F |
|
156. fundur íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum. Á fundinum skoraði nefndin m.a. á bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að koma með tillögu að vinnulagi varðandi framtíðarskipulagningu á Torfnessvæðinu. |
||
|
||
10. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 428 - 1502013F |
|
428. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:18
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |