Bæjarráð - 872. fundur - 2. febrúar 2015
Dagskrá:
1. |
2014120058 - Verslun Súgandi ehf - rekstrarleyfi |
|
Lögð er fram umsókn um rekstrarleyfi Verslunarinnar Súganda ehf., dags. 18. desember sl. ásamt umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 30. janúar sl. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis veitingarstaðar í flokki I til Ásu Dóru Halldórsdóttur, fyrir Skipagötu 3. |
||
|
||
2. |
2015010109 - Skíðheimar Seljalandsdal - fasteignagjöld 2015 |
|
Lögð eru fram drög að samkomulagi við Hollvinafélag Skíðheima. |
||
Bæjarráð samþykkir að ganga að samkomulaginu, en kallar jafnframt eftir áætlun Hollvinafélags Skíðheima um uppbyggingu hússins og hvernig áætlunin sé að verja húsið fyrir snjóflóðum. |
||
|
||
3. |
2015010094 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lögð eru fram drög að 2. viðauka við fjárhagsáæltun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna vinnumarkaðsúrræða. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. |
||
|
||
4. |
2010080057 - Atvinnumál í Ísafjarðarbæ. |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 30. janúar sl. auk tveggja minnisblaða Shirans Þórissonar, dags. 14. október sl. og 30. janúar sl. í tengslum við samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í atvinnu- og menningarmálanefnd. |
||
|
||
5. |
2015010113 - BSVest - Ýmis mál 2015 |
|
Lagt er fram til kynningar bréf Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20. janúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2015010114 - Uppbygging golfvallarins í Tungudal |
|
Lögð er fram umsókn Golfklúbbs Ísafjarðar um uppbyggingarstyrk, dags. 27. janúar 2015. |
||
Erindinu er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og óskað eftir að fulltrúum bæjarráðs verði boðið til fundar í íþrótta- og tómstundanefnd þegar málið verður tekið fyrir þar. |
||
|
||
7. |
2007100029 - Kaplaskjól 2 Engidal - byggingarleyfi fyrir hesthúsi |
|
Lagt er fram svar Marinós Hákonarsonar, formanns Hestamannafélagsins Hendingar, dags. 29. janúar sl. við bréfi sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs vegna byggingarleyfis og grunnleigusamnings að Kaplaskjóli 2, Engidal. |
||
Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa. |
||
|
||
8. |
2014030020 - Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 |
|
Lögð er fram fundargerð 93. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
1501015F - Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 131 |
|
131. fundur nefndarinnar haldinn 29. janúar sl., fundargerðin er í einum lið. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
2014080051 - Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis |
|
41. fundur nefndarinnar haldinn 28. janúar 2015, fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
1501007F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 426 |
|
426. fundur nefndarinnar haldinn 28. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum. Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
1501002F - Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8 |
|
8. fundur nefndarinnar haldinn 22. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar hafi verið haldinn á Suðureyri. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Daníel Jakobsson |
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
|
|
|