Bæjarráð - 869. fundur - 12. janúar 2015
Dagskrá:
1. |
2014100021 - Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn |
|
Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra dags. 9. janúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014 |
|
Lagt er fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokka 30. nóvember sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2015010051 - Unglingadeildin Hafstjarnan - 70 ára afmæli |
|
Lagt er fram bréf Teits Magnússonar, f.h. Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar, dags. 8. janúar sl., þar sem fulltrúum bæjarstjórnar er boðið í 70 ára afmælisveislu Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar. |
||
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta. |
||
|
||
4. |
2015010049 - Málefni innflytjenda, ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga |
|
Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri þremur ábendingum um málefni innflytjenda. |
||
Bæjarráð þakkar ábendingarnar og vísar áfram til félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. |
||
|
||
5. |
2015010027 - Veraldarvinir - sjálfboðaliðar |
|
Lagður er fram tölvupóstur Þórarins Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldarvina, frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2015010054 - Réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 9. janúar sl., varðandi réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð staðfestir að atvinnulausir fái frítt í sund og strætó þar til annað verður ákveðið |
||
|
||
7. |
2015010052 - Þjónustukönnun fyrir sveitarfélög 2015 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ólafsdóttur, starfsmanns Capacent, frá 8. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að kaupa skýrslu Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð ákveður að hafna boðinu um kaup á skýrslunni vegna lítils úrtaks. |
||
|
||
8. |
2015010016 - Ársskýrsla 2014 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar |
|
Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2014. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2014090054 - Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015 |
|
Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 27. nóvember og 9. desember sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
1412009F - Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 130 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
1501003F - Fræðslunefnd - 352 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
11.1. |
2014120028 - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 |
|
Fræðslunefnd leggur til að sumarlokunin á Eyrarskjóli og Sólborg verði þannig að báðir leikskólarnir loka í tvær vikur, 20. júlí - 5. ágúst og foreldrar velji frí, þannig að öll börn taki 4 vikur samfelldar. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
11.2. |
2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum |
|
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði starfrækt leikskóladeild á Eyrarsól leikskólaárið 2015-2016, þar sem ekki er sama þörf fyrir leikskólapláss og þegar deildin var sett á laggirnar. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
|
||
11.3. |
2015010003 - Ósk um aukningu á stöðugildum við Tjarnarbæ |
|
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
|
||
12. |
1501005F - Hafnarstjórn - 176 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
12.1. |
2014080027 - Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2015 |
|
Lagt er fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 7. janúar sl., auk tillögu að breyttri gjaldskrá vegna ársins 2015. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
|
||
13. |
1412012F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 424 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
13.1. |
2014120069 - Mávagarður C - umsókn um lóð |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
13.2. |
2014120068 - Mávagarður D - umsókn um lóð |
|
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð D við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
|
||
14. |
2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar Hverfisráðs Súgandafjarðar, sem haldinn var 10. desember sl. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:22
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|