Bæjarráð - 868. fundur - 22. desember 2014
Dagskrá:
1. |
2011040059 - Díoxínmengun - bótakröfur o.fl. |
|
Lögð eru fram drög að samkomulagi |
||
Bæjarráð samþykkti drögin að samkomulaginu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum. |
||
|
||
2. |
2014080017 - Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri |
|
Lagt er fram til kynningar bréf Friðriks Pálssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar, f.h. hópsins Hjartað í Vatnsmýrinni, til innanríkisráðherra, dags. 17. desember sl., vegna deiliskipulags í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2014120033 - Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa |
|
Lagt er fram bréf Ólafs A. Jónssonar og Kristínar L. Árnadóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 12. desember sl., vegna samstarfsnefndar um friðlandið Hornstrandir. |
||
Bæjarráð tilnefnir hér með Gísla Halldór Halldórsson og Andreu Harðardóttur. |
||
|
||
4. |
2014120052 - Vinabæjarsamstarf Ísafjarðarbæjar og Kujalleq Kommune á Grænlandi |
|
Lagður er fram tölvupóstur Frank Hedegaard Jørgensen, frá 18. desember sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á vinabæjarsamstarfi Ísafjarðarbæjar við Nanortalik til Kujalleq. |
||
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Frank Hedegaard Jørgensen. |
||
|
||
5. |
2007080062 - Vatnssala frá Ísafirði |
|
Lagður er fram tölvupóstur Birgis Viðars Halldórssonar, frá 16. desember sl., með beiðni um framlengingu á vatnskaupasamningi við Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð samþykkir framlengingu á vatnskaupasamningi um 1 ár. |
||
|
||
6. |
2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ |
|
Lagt er fram til kynningar minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 19. desember sl., um stofnun hverfisráða í Súgandafirði og Önundarfirði |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2014100049 - Fossavatnsgangan 2014 - styrkbeiðni |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 19. desember sl., vegna beiðni Fossavatnsgöngunnar um styrk í formi greiðslu á leigu í Edinborgarhúsinu vegna Fossavatnsgöngunnar 2015. |
||
Bæjarráð samþykkir að nýta inneign Ísafjarðarbæjar hjá Edinborgarhúsinu til að greiða niður 50% af heildar leigukostnaði Fossavatnsgöngunnar í Edinborgarhúsinu 2.-3. maí n.k. |
||
|
||
8. |
2014120055 - Beiðni um afnot af húsi |
|
Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, vegna beiðni Arnar Elíasar Guðmundssonar um afnot af húsi í eigu Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. |
||
|
||
9. |
2014120056 - Fjölgun brunahana á Þingeyri |
|
Lagt er fram bréf Kristjáns Gunnarssonar, liðsstjóra slökkviliðsins á Þingeyri, dags. í desember 2014, varðandi fjölgun á brunahönum á Þingeyri. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til slökkviliðsstjóra. |
||
|
||
10. |
2014080045 - Fundargerðir bæjarstjórnar |
|
Umræður um fundarhöld bæjarstjórnar í janúar. |
||
Bæjarráð tekur ákvörðun um að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir áramót verði 3. fimmtudaginn í janúar, þ.e. 15. janúar n.k. |
||
|
||
11. |
2014010071 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2014 |
|
Lögð er fram til kynningar fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 12. desember sl. |
||
|
||
12. |
2014080047 - Fundargerðir fræðslunefndar |
|
351. fundargerð - 18. desember 2014 |
||
|
||
13. |
2014080050 - Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar |
|
|
||
14. |
2014080055 - Fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar |
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:47
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|