Bæjarráð - 868. fundur - 22. desember 2014

Dagskrá:

1.

2011040059 - Díoxínmengun - bótakröfur o.fl.

 

Lögð eru fram drög að samkomulagi

 

Bæjarráð samþykkti drögin að samkomulaginu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

 

   

2.

2014080017 - Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri

 

Lagt er fram til kynningar bréf Friðriks Pálssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar, f.h. hópsins Hjartað í Vatnsmýrinni, til innanríkisráðherra, dags. 17. desember sl., vegna deiliskipulags í tengslum við Reykjavíkurflugvöll.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2014120033 - Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa

 

Lagt er fram bréf Ólafs A. Jónssonar og Kristínar L. Árnadóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 12. desember sl., vegna samstarfsnefndar um friðlandið Hornstrandir.

 

Bæjarráð tilnefnir hér með Gísla Halldór Halldórsson og Andreu Harðardóttur.

 

   

4.

2014120052 - Vinabæjarsamstarf Ísafjarðarbæjar og Kujalleq Kommune á Grænlandi

 

Lagður er fram tölvupóstur Frank Hedegaard Jørgensen, frá 18. desember sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á vinabæjarsamstarfi Ísafjarðarbæjar við Nanortalik til Kujalleq.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Frank Hedegaard Jørgensen.

 

   

5.

2007080062 - Vatnssala frá Ísafirði

 

Lagður er fram tölvupóstur Birgis Viðars Halldórssonar, frá 16. desember sl., með beiðni um framlengingu á vatnskaupasamningi við Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð samþykkir framlengingu á vatnskaupasamningi um 1 ár.

 

   

6.

2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ

 

Lagt er fram til kynningar minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 19. desember sl., um stofnun hverfisráða í Súgandafirði og Önundarfirði

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2014100049 - Fossavatnsgangan 2014 - styrkbeiðni

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 19. desember sl., vegna beiðni Fossavatnsgöngunnar um styrk í formi greiðslu á leigu í Edinborgarhúsinu vegna Fossavatnsgöngunnar 2015.

 

Bæjarráð samþykkir að nýta inneign Ísafjarðarbæjar hjá Edinborgarhúsinu til að greiða niður 50% af heildar leigukostnaði Fossavatnsgöngunnar í Edinborgarhúsinu 2.-3. maí n.k.

Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.

 

   

8.

2014120055 - Beiðni um afnot af húsi

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, vegna beiðni Arnar Elíasar Guðmundssonar um afnot af húsi í eigu Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

   

9.

2014120056 - Fjölgun brunahana á Þingeyri

 

Lagt er fram bréf Kristjáns Gunnarssonar, liðsstjóra slökkviliðsins á Þingeyri, dags. í desember 2014, varðandi fjölgun á brunahönum á Þingeyri.

 

Bæjarráð vísar erindinu til slökkviliðsstjóra.

 

   

10.

2014080045 - Fundargerðir bæjarstjórnar

 

Umræður um fundarhöld bæjarstjórnar í janúar.

 

Bæjarráð tekur ákvörðun um að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir áramót verði 3. fimmtudaginn í janúar, þ.e. 15. janúar n.k.

 

   

11.

2014010071 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2014

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 12. desember sl.

 

   

12.

2014080047 - Fundargerðir fræðslunefndar

 

351. fundargerð - 18. desember 2014

 

   

13.

2014080050 - Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar

 

152. fundur - 17. desember 2014

 

   

14.

2014080055 - Fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar

 

423. fundur - 17. desember 2014

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:47

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?