Bæjarráð - 867. fundur - 15. desember 2014
Dagskrá:
1. |
2014120005 - Ósk um íbúðir í Múlalandi 12 |
|
Lögð er fram umsókn HSV um íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dags. 9. september sl. auk bréfs Fasteigna Ísafjarðarbæjar til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, dags. 4. desember sl. |
||
Bæjarráð ákveður að fyrirkomulagið skuli vera óbreytt að sinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða verklagsreglur varðandi afhendingu íbúða til HSV og vinna málið áfram í samráði við framkvæmdastjóra HSV. |
||
|
||
2. |
2014120014 - Reglur um auglýsingar starfa |
|
Lagðar eru fram tillögur að reglum um auglýsingu starfa hjá Ísafjarðarbæ. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera þær breytingar á reglunum sem ræddar voru á fundinum. |
||
|
||
3. |
2014120015 - Umsókn um styrk vegna Landsmóts kvennakóra |
|
Lögð er fram umsókn Kvennakórs Ísafjarðar um styrk vegna Landsmóts kvennakóra. |
||
Bæjarráð fagnar því að Landsmót kvennakóra verði haldið á Ísafirði 2017. Bæjarráð felur bæjarstjóra að bóka íþróttahúsið og að vera í sambandi við bréfritara. |
||
|
||
4. |
2014080064 - Byggðasafn Vestfjarða 2014 |
|
Lagt er fram fundarboð á ársfund Byggðasafns Vestfjarða |
||
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta. |
||
|
||
5. |
2012020099 - Lánasjóður - ýmis erindi 2012/2014 |
|
Lagt er fram afrit af lánsbeiðni Ísafjarðarbæjar, dags. 10. desember sl., til Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2014020060 - Umsókn Hinsegin kórsins um styrk til menningarmála |
|
Lögð er fram umsókn Hinsegin kórsins, dags. 4. nóvember sl., um styrk til menningarmála. |
||
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni, en vil gjarnan vera þeim innan handar eftir því sem kostur er. |
||
|
||
7. |
2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014 |
|
Lagt er fram mánaðaryfirlit 31.11.2014. |
||
Edda María Hagalín mætir til fundarins undir þessum lið kl. 08:48. Edda María yfirgefur fundinn kl. 09:00. |
||
|
||
8. |
2014080054 - Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdanefndar |
|
7. fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar, haldinn 11. desember sl. og er í þremur liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2014080042 - Fundargerðir atvinnu- og menningarmálanefndar |
|
123. fundur atvinnu- og menningamálanefndar haldinn 11. desember sl. og er í 5 liðum. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Daníel Jakobsson |
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|