Bæjarráð - 867. fundur - 15. desember 2014

Dagskrá:

1.

2014120005 - Ósk um íbúðir í Múlalandi 12

 

Lögð er fram umsókn HSV um íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dags. 9. september sl. auk bréfs Fasteigna Ísafjarðarbæjar til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, dags. 4. desember sl.

 

Bæjarráð ákveður að fyrirkomulagið skuli vera óbreytt að sinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða verklagsreglur varðandi afhendingu íbúða til HSV og vinna málið áfram í samráði við framkvæmdastjóra HSV.

 

   

2.

2014120014 - Reglur um auglýsingar starfa

 

Lagðar eru fram tillögur að reglum um auglýsingu starfa hjá Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera þær breytingar á reglunum sem ræddar voru á fundinum.

 

   

3.

2014120015 - Umsókn um styrk vegna Landsmóts kvennakóra

 

Lögð er fram umsókn Kvennakórs Ísafjarðar um styrk vegna Landsmóts kvennakóra.

 

Bæjarráð fagnar því að Landsmót kvennakóra verði haldið á Ísafirði 2017. Bæjarráð felur bæjarstjóra að bóka íþróttahúsið og að vera í sambandi við bréfritara.

 

   

4.

2014080064 - Byggðasafn Vestfjarða 2014

 

Lagt er fram fundarboð á ársfund Byggðasafns Vestfjarða

 

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

 

   

5.

2012020099 - Lánasjóður - ýmis erindi 2012/2014

 

Lagt er fram afrit af lánsbeiðni Ísafjarðarbæjar, dags. 10. desember sl., til Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014020060 - Umsókn Hinsegin kórsins um styrk til menningarmála

 

Lögð er fram umsókn Hinsegin kórsins, dags. 4. nóvember sl., um styrk til menningarmála.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni, en vil gjarnan vera þeim innan handar eftir því sem kostur er.

 

   

7.

2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014

 

Lagt er fram mánaðaryfirlit 31.11.2014.

 

Edda María Hagalín mætir til fundarins undir þessum lið kl. 08:48. Edda María yfirgefur fundinn kl. 09:00.

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2014080054 - Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdanefndar

 

7. fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar, haldinn 11. desember sl. og er í þremur liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

9.

2014080042 - Fundargerðir atvinnu- og menningarmálanefndar

 

123. fundur atvinnu- og menningamálanefndar haldinn 11. desember sl. og er í 5 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Daníel Jakobsson

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?