Bæjarráð - 866. fundur - 8. desember 2014
Nanný Arna Guðmundsdóttir, mætti til fundarins kl. 8:46.
Dagskrá:
1. |
2014120002 - Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl., 258. mál - umsagnarbeiðni |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá Velferðarnefnd Alþingis, frá 28. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar við frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014090021 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar 2014 |
|
Lagt er fram bréf Hlyns Reynissonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 1. desember sl., auk fundargerðar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 28. nóvember sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2014020049 - Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Ýmis erindi 2014 |
|
Lagt er fram bréf Ástu Magnúsdóttur og Hellenar Gunnarsdóttur, f.h. Mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 25. nóvember sl., varðandi styrk til sveitarfélaga til að taka upp námsupplýsingakerfi. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar. |
||
|
||
4. |
2014110013 - Ósk um afnot af snjóbíl í eigu Ísafjarðarbæjar |
|
Lagt er fram bréf stjórnar Íbúasamtakanna Átaks, dags. 24. nóvember sl., vegna beiðni Björgunarfélags Ísafjarðar um að fá afnot af snjóbílnum sem staðsettur er á Þingeyri. Fulltrúar Björgunarfélags Ísafjarðar mæta til fundarins undir þessum lið. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
2014120001 - Umsókn um styrk vegna Eldvaranarátaksins 2014 |
|
Lögð er fram umsókn Landssambands slökkviðliðs- og sjúkraflutningamanna, um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014, dags. 1. desember sl. |
||
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni. |
||
|
||
6. |
2014120008 - Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla |
|
Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember sl. þar sem sveitarfélög eru hvött til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla. |
||
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri greinir frá að vinna er hafin við endurskoðun á reglum um þróunar- og starfsmenntasjóð í þessu skyni. |
||
|
||
7. |
2014120010 - Samningur um vegahald þjóðvega innan þéttbýlismarka |
|
Lagt er fram bréf Sigurðar Más Óskarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 28. nóvember sl., vegna samnings um veghald þjóðvega innan þéttbýlismarka. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 |
|
Lögð eru fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014 vegna ágóðahlutar EBÍ og sveitarstjórnarkosninga. |
||
Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
||
|
||
9. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lagðar eru fram tillögur að gjaldskrám og samþykktum Ísafjarðarbæjar vegna 2015. |
||
Bæjarráð gerir grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gjaldskrám frá síðustu drögum. |
||
|
||
10. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Fjárhagsáætlun verður rædd. Ný drög að fjárhagsáætluninni liggja frammi í síðasta lagi á fundardegi. |
||
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á drögum að fjárhagsáætluninni, frá síðustu drögum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Daníel Jakobsson |
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|