Bæjarráð - 865. fundur - 1. desember 2014
Dagskrá:
1. |
2014020060 - Styrkir til menningarmála 2014 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Björns G. Björnssonar, frá 19. nóvember sl., þar sem sótt er um styrk vegna útgáfu bókarinnar Fyrsti arkitektinn - Rögnvaldur Ólafsson og verk hans. |
||
Bæjarráð fagnar útgáfu bókarinnar. Bæjarráð bendir Birni G. Björnssyni að sækja um styrk til menningarmála Ísafjarðarbæjar, vorúthlutunar 2015. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara vegna myndefnis. |
||
|
||
2. |
2014110066 - Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk |
|
Lagt fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsett 21. nóvember sl., ásamt drögum að reglum Byggðasamlagsins um þjónustuformið notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk. |
||
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar. |
||
|
||
3. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Umræður um fjárhagsáætlun 2015. |
||
Bæjarráð ræðir almennt um fjárhagsáætlun. |
||
|
||
4. |
2014020105 - Snorraverkefnið 2015 - styrkbeiðni. |
|
Lagt fram bréf Ástrósar Signýjardóttur, f.h. Snorraverkefnisins, dagsett17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sumarið 2015. |
||
Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu. |
||
|
||
5. |
2014110067 - Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 55. mál - tillaga til þingsályktunar |
|
Lagður fram tölvupóstur nefndasviðs Alþingis, dagsettur 24. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2014010071 - Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 |
|
Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, f.h. Samb. ísl. sveitarf., dagsettur 25. nóvember sl, ásamt stefnumörkun Sambandsins fyrir árin 2014-2018. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2014110048 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars) |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 17. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars). |
||
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst alfarið gegn því að ákvæði um lágmarksútsvar sveitarfélaga verði afnumið. Með slíkri aðgerð væri ýtt undir aðstöðumun á milli sveitarfélaga á landinu og samkeppni þeirra á milli. Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í samfélaginu mundi aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá er líklegt að skekkja myndi myndast á milli þess hvar fólk býr og hvar það þiggur sína þjónustu. |
||
|
||
8. |
1411015F - Félagsmálanefnd 24/11. |
|
393. fundur. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
1411001F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 26/11. |
|
422. fundur |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
9.1. |
2014110004 - Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi |
|
Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs dags. í nóvember 2014, ásamt deiliskipulagsuppdrætti þar sem óskað er eftir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði tekin til efnislegrar afgreiðslu. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna. |
||
|
||
9.2. |
2014110033 - Hámarkshraði í Pollgötu og Krók |
|
Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar. |
||
Bæjarráð þakkar skipulags- og mannvirkjanefnd umsögnina. |
||
|
||
9.3. |
2014110034 - Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 305. mál - umsagnarbeiðni |
|
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 12. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum. |
||
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
9.4. |
2014110035 - Lagning raflína, 321. mál, tillaga til þingsályktunar - umsagnarbeiðni |
|
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 12. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9.5. |
2014110036 - Frumvarp til breytinga á vegalögum |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. nóvember sl., og frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsettur 14. nóvember sl., og varða breytingu á vegalögum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9.6. |
2014040016 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi (framhaldsmál) |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2014 þar sem óskað er umsagnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sbr. 22. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
1411016F - Umhverfis- og framkvæmdanefnd 27/11. |
|
6. fundur |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
10.1. |
2013100065 - Málefni kirkjugarða |
|
Lagt er fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dags. 20. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær leggi sókninni lið við hirðingu garðanna á árinu 2015. |
||
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2015. |
||
|
||
10.2. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að framlögð drög að gjaldskrá verði samþykkt. Nefndin óskar eftir að fá frekari upplýsingar um rekstur málaflokksins milli umræðna um fjárhagsáætlun 2015. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við bókunina. |
||
|
||
10.3. |
2014110033 - Hámarkshraði í Pollgötu og Krók |
|
Nefndinni falið að kanna kosti þess og galla að hækka hámarkshraða á Pollgötu og í Króki upp í 50 km/klst. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við bókunina. |
||
|
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|