Bæjarráð - 864. fundur - 24. nóvember 2014

Dagskrá:

1.

2014090009 - Fatlaðir nemendur í grunnskólum skólaárið 2014/2015

 

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 29. október sl., vegna áætlaðrar úthlutunar framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2014090010 - Nýbúafræðsla skólaárið 2014/2015

 

Lagt fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 29. október sl., vegna úthlutunar framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2014110048 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarféalga (afnám lágmarksútsvars)

 

Lagður er fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 17. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars).

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

   

4.

2014110047 - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornarfjarðarflugvöll

 

Lagður er fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, frá 17. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornarfjarðarflugvöll.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

   

5.

2014110053 - Ljósleiðarauppbygging opinberra aðila

 

Lögð er fram til kynningar skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila, sem gefin var út í október 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014060094 - Áheyrnarfulltrúar framsóknarflokks í nefndum

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 13. nóvember sl.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að allar greiðslur til áheyrnarfulltrúa fyrir fundarsetur verði lagðar niður, að undanskildum greiðslum til áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Í víðfeðmu sveitarfélagi eins og Ísafjarðarbæ er hins vegar ástæða til að jafna möguleika íbúa til slíkrar hagsmunagæslu óháð búsetu í sveitarfélaginu og halda akstursgreiðslum áfram, til áheyrnarfulltrúa utan Skutulsfjarðar.

 

   

7.

2014110051 - Vestfirðir - Stöðugreining 2014

 

Lögð er fram til kynningar stöðugreining Byggðastofnunar á Vestfjörðum árið 2014, útgefin 14. nóvember 2014.

 

Bæjarráð vísar skýrslunni til atvinnumálanefndar.

 

   

8.

2011070075 - Atvinnuástand á Flateyri

 

Lagt er fram bréf útgerðarfólks á Flateyri, dags. 19. nóvember sl., þar sem óskað er eftir tímabundinni undanþágu frá úthlutunarreglum um löndun fisks úr byggðakvóta og Byggðastofnunarkvóta.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna gerð vinnslusamninga Ísafjarðarbæjar á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

9.

2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf.

 

Lagt er fram til kynningar bréf Rúnar Kristinsdóttur og Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvembeer sl., varðandi framleiðslu á 4.000 tonnum af regnbogasilungi í Borgarfirði, Trostanfirði og Lækjarbót - ákvörðun um tillögu að matsáætlun.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Lagðir eru fram 8 viðaukar við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.

 

Bæjarráð leggur til að viðaukarnir verði lagðir fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

11.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð eru fram, til kynningar, drög að fjárhagsáætlun ársins 2015. Drög að þriggja ára áætlun berst fyrir fund bæjarráðs.

 

Lagt fram til kynningar. Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrritækja fyrir árið 2014, til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

   

12.

1411013F - Íþrótta- og tómstundanefnd 19/11

 

151. fundur

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:18

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?