Bæjarráð - 864. fundur - 24. nóvember 2014
Dagskrá:
1. |
2014090009 - Fatlaðir nemendur í grunnskólum skólaárið 2014/2015 |
|
Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 29. október sl., vegna áætlaðrar úthlutunar framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014090010 - Nýbúafræðsla skólaárið 2014/2015 |
|
Lagt fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 29. október sl., vegna úthlutunar framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2014110048 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarféalga (afnám lágmarksútsvars) |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 17. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars). |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. |
||
|
||
4. |
2014110047 - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornarfjarðarflugvöll |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, frá 17. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornarfjarðarflugvöll. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. |
||
|
||
5. |
2014110053 - Ljósleiðarauppbygging opinberra aðila |
|
Lögð er fram til kynningar skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila, sem gefin var út í október 2014. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2014060094 - Áheyrnarfulltrúar framsóknarflokks í nefndum |
|
Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 13. nóvember sl. |
||
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að allar greiðslur til áheyrnarfulltrúa fyrir fundarsetur verði lagðar niður, að undanskildum greiðslum til áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Í víðfeðmu sveitarfélagi eins og Ísafjarðarbæ er hins vegar ástæða til að jafna möguleika íbúa til slíkrar hagsmunagæslu óháð búsetu í sveitarfélaginu og halda akstursgreiðslum áfram, til áheyrnarfulltrúa utan Skutulsfjarðar. |
||
|
||
7. |
2014110051 - Vestfirðir - Stöðugreining 2014 |
|
Lögð er fram til kynningar stöðugreining Byggðastofnunar á Vestfjörðum árið 2014, útgefin 14. nóvember 2014. |
||
Bæjarráð vísar skýrslunni til atvinnumálanefndar. |
||
|
||
8. |
2011070075 - Atvinnuástand á Flateyri |
|
Lagt er fram bréf útgerðarfólks á Flateyri, dags. 19. nóvember sl., þar sem óskað er eftir tímabundinni undanþágu frá úthlutunarreglum um löndun fisks úr byggðakvóta og Byggðastofnunarkvóta. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna gerð vinnslusamninga Ísafjarðarbæjar á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
9. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. |
|
Lagt er fram til kynningar bréf Rúnar Kristinsdóttur og Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvembeer sl., varðandi framleiðslu á 4.000 tonnum af regnbogasilungi í Borgarfirði, Trostanfirði og Lækjarbót - ákvörðun um tillögu að matsáætlun. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 |
|
Lagðir eru fram 8 viðaukar við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014. |
||
Bæjarráð leggur til að viðaukarnir verði lagðir fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
||
|
||
11. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lögð eru fram, til kynningar, drög að fjárhagsáætlun ársins 2015. Drög að þriggja ára áætlun berst fyrir fund bæjarráðs. |
||
Lagt fram til kynningar. Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrritækja fyrir árið 2014, til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. |
||
|
||
12. |
1411013F - Íþrótta- og tómstundanefnd 19/11 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:18
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|