Bæjarráð - 862. fundur - 10. nóvember 2014

Dagskrá:

1.

2014110016 - Endurnýjun samnings við Rannsóknir og greiningu

 

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 6. nóvember sl., um endurnýjun samnings þar sem keyptar eru niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ af Rannsóknum og greiningu, ásamt drögum að samningnum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að endurnýja samninginn við Rannsóknir og greiningu vegna rannsóknar á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ.

 

   

2.

2014110015 - Stillum saman strengi

 

Lagt er fyrir minnisblað Margrétar Halldórsdóttir, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. nóvember sl., þar sem gerð er grein fyrir verkefninu Stillum saman strengi sem snýst m.a. um skimanir í leik- og grunnskólum sem mun þýða meiri aðkomu skólaskrifstofu en áður að skólanum. Jafnframt eru lögð fram drög að verktakasamningi um skólaþjónustu.

 

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Stillum saman strengi og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við skólaþjónustu Reykjanesbæjar vegna verkefnisins.

 

   

3.

2013100065 - Málefni kirkjugarða

 

Lagt er fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dags. 20. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær leggi sókninni lið við hirðingu garðanna á árinu 2015.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda innanríkisráðuneytinu áskorun vegna málsins í samráði við formann sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar.

 

   

4.

2014090010 - Nýbúafræðsla skólaárið 2014/2015

 

Lagt er fram til kynningar bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. október sl., varðandi úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2014090009 - Fatlaðir nemendur í grunnskólum skólaárið 2014/2015

 

Lagt er fram til kynningar bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. október sl. varðandi áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014090018 - Útboð á fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis

 

Lagt er fram minnisblað um útreikning á sjóðsstreymi verkefnis um Hjúkrunarheimilið Eyri ásamt útreikningum og umfjöllun um fjármögnun til 20 ára samanborið við 40 ár.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

7.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

 

Fjármálastjóri mætti undir þessum lið og gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun ársins 2015.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætti til fundarins kl. 09:10 og gerði grein fyrir breytingum á þeim sviðum sem falla undir hennar ábyrgð í fjárhagsáætlun. Margrét Halldórsdóttir yfirgaf fundinn kl. 09:48.

Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 09:30.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætti til fundarins kl. 09:48 og gerði grein fyrir breytingum á þeim sviðum sem falla undir hans ábyrgð í fjárhagsáætlun. Jóhann Birkir yfirgaf fundinn kl. 11:00.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, gerði grein fyrir þeim breytingum á þeim sviðum sem falla undir hennar ábyrgð í fjárhagsáætlun.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?