Bæjarráð - 857. fundur - 13. október 2014
1. |
2014100021 - Verkefni bæjarstjóra |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014060037 - Aðalfundur 2014 og samruni við Sparisjóð Norðurlands |
|
Lagt fram bréf Sparisjóðs Norðurlands, dagsett 30. september sl., um afkomu sjóðsins frá því hann sameinaðist Sparisjóði Bolungarvíkur fyrr á árinu. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2014020082 - Grenjavinnsla 2014 |
|
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, ódagsett, um endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða. Bréfinu fylgir samningur um refaveiðar 2014-2016. dags. 3. október sl. |
||
Bæjarráð vísar málinu til vinnslu á umhverfis- og eignasviði. |
||
|
||
4. |
2014080070 - Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - uppsögn og ráðning 2014 |
|
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu sviðsstjóra. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra og mannauðsstjóra að vinna málið áfram. |
||
|
||
5. |
2014100014 - Ósk um afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi |
|
Lagður fram tölvupóstur Ingunnar Óskar Sturludóttur, skólastjóra Tónlistarskólans á Ísafirði, dags. 3. október sl., þar sem óskað er eftir afnotum af Íþróttahúsinu á Torfnesi vegna komu NEC Youth Philharmonic Orchestra, sem áætlar að heimsækja Ísafjörð næsta sumar. |
||
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að athuga hvort húsið er laust. |
||
|
||
6. |
2014100015 - Ljósmyndasafn Ísafjarðarbæjar |
|
Lagt fram bréf Guðrúnar Svövu Guðmundsdóttur, dags. 7. október sl., þar sem hún leggur til ýmsar leiðir til að gera Ljósmyndasafni Ísafjarðarbæjar hærra undir höfði. |
||
Bæjarráð þakkar bréfið og felur bæjarstjóra að kanna málið með forstöðumanni Safnahúss. |
||
|
||
7. |
2014100016 - Ósk um afnot af Salthúsinu á Þingeyri |
|
Lagt fram bréf Koltru, handverkshóps, dags. 8. október sl., þar sem óskað er eftir afnotum af Salthúsinu á Þingeyri, sem föstum samastað fyrir rekstur upplýsingamiðstöðvar, sölu handverks og annarra atburða. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. |
||
|
||
8. |
2014090022 - Upplýsingamiðstöð ferðamála á Þingeyri 2014-2015 |
|
Lagt fram bréf Koltru, handverkshóps, dags. 8. október sl., þar sem óskað er eftir auknum styrk til rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Þingeyri. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
9. |
2014100017 - Ályktun af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2014 |
|
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 6. október sl., um landgræðsluskóga í lúpínubreiðum. |
||
Lagt fram til kynningar og vísað til nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál. |
||
|
||
10. |
2014060030 - Breyting á lögreglulögum og sýslumannsumdæmum |
|
Lagður fram tölvupóstur innanríkisráðuneytis, dags. 10. október sl., ásamt drögum að reglugerðum um lögregluumdæmi og umdæmi sýslumanna. |
||
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna drög að umsögn. |
||
|
||
11. |
2014100020 - Hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2015-2018 |
|
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 9. október sl., vegna hafnarframkvæmda á samgönguáætlun 2015-2018. |
||
Lagt fram til kynningar og vísað til hafnarstjórnar. |
||
|
||
12. |
2014030020 - Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 |
|
Lögð fram 92. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE), dags. 30. september sl., fundargerð ársfundar dags. 2. október sl., og bréf NAVE dags. 3. október sl. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
2014100023 - Vinabæjarsamkipti milli Ísafjarðarbæjar og Les Sables-d"Olonne |
|
Heimsókn fulltrúa bæjarstjóra Les Sables - d"Olonne til Ísafjarðarbæjar. |
||
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. |
||
|
||
14. |
2014100026 - Rannsóknir í fiskeldi |
|
Fyrirspurn Daníels Jakobssonar til bæjarráðs varðandi yfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Tálknafjarðarhrepps um rannsóknir í fiskeldi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
2014100025 - Símaþjónusta Ísafjarðarbæjar |
|
Lögð er fram fyrirspurn Daníels Jakobssonar varðandi símaþjónustumál bæjarins. |
||
Daníel Jakobsson hvetur til þess að hraðað verði útboði á símaþjónustu Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
16. |
1409006F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 8/10 |
|
420. fundur. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
1410002F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 9/10 |
|
4. fundur |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
17.1. |
2014030006 - Opin svæði - sláttur |
|
Lögð fram gögn vegna útboðs á slætti opinna svæða árið 2015. |
||
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.10
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |