Bæjarráð - 855. fundur - 29. september 2014
Dagskrá:
1. |
2014090054 - Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015 |
|
Lögð er fram fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 20. september sl. |
||
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir eftirfarandi áskorun Fjórðungssambands Vestfirðinga: |
||
|
||
2. |
2014090057 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014 |
|
Lagt er fram fundarboð til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014, sem haldinn verður 8. október n.k. kl. 16:00. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn. |
||
|
||
3. |
2012120018 - Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar |
|
Lögð eru fram drög að breyttum samþykktum Ísafjarðarbæjar í kjölfar breytinga á nefndum sem fram fóru eftir kosningar. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
4. |
2014090033 - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015 |
|
Lagt er fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 2. september, þar sem byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015 er auglýstur til umsóknar. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. |
||
|
||
5. |
2014090051 - Skrúður 2014-2015 |
|
Lagt er fram bréf Brynjólfs Jónssonar, formanns, f.h. stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs, dags. 17. september sl. þar sem óskað er eftir hækkun á rekstrarstyrk vegna ársins 2015. |
||
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
||
6. |
2014050104 - Lokanir á leikskólum 24. og 31. desember 2014 |
|
Lagt er fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, f.h. foreldrafélags Sólborgar, dags. 11. september sl. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
7. |
2014010071 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2014-2015 |
|
Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 1. september sl., vegna tilnefninga í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2014090063 - Gangstétt í Miðtúni |
|
Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. september sl. vegna gangstéttar í Miðtúni. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið betur. |
||
|
||
9. |
2014090031 - Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna |
|
Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. september sl., vegna akstursstefnu í Aðalgötu, Suðureyri. |
||
Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að skoða kosti og galla þess að breyta götunni í tvístefnugötu og setja málið í forgang. |
||
|
||
10. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lagt er fram Minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 25. september sl. með greiningu á tekjustofnum sveitarfélagsins. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lögð eru fram drög að yfirliti Fasteignagjalda 2015, af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
2014090036 - Verkferlar stjórnsýslusviðs |
|
Lögð eru fram drög að umsókn og reglum af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl., um styrki til félaga og félagasamtaka |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að reglunum. |
||
|
||
13. |
2014090036 - Verkferlar stjórnsýslusviðs |
|
Lögð eru fram drög að umsókn og reglum af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl., um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að reglunum. |
||
|
||
14. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lögð eru fram drög að áætlun 2015-2018 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2014 |
|
Lagður er fram viðauki nr. 20 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. september sl. |
||
Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
||
|
||
16. |
2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014 |
|
Lögð eru fram drög að mánaðaráætlun 31.8.14 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26.9.14 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
17. |
2011040059 - Díoxínmengun - bótakröfur o.fl. |
|
Trúnaðarmál |
||
Trúnaðarmál rætt og fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
18. |
2014080051 - Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 22/9 |
|
Fundargerð 39. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
19. |
1409014F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 25/9 |
|
Fundargerð 3. fundar nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
19.1. |
2014090049 - Við stólum á þig - umhverfisvænt söfnunarátak |
|
Umhverfisnefnd telur þetta gott og þarft verkefni en sér sér ekki fært að styrkja það að svo stöddu þar sem slík styrkveiting rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar þessa árs. |
||
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið. |
||
|
||
19.2. |
2011120009 - Hjúkrunarheimili á Ísafirði |
|
Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál leggur til við bæjarstjórn að "Frágangur lóðar" við Hjúkrunarheimilið Eyri verði boðið út. |
||
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þessa bókun. |
||
|
||
|
||
20. |
1409005F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 25/9 |
|
Fundargerð 419. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Daníel Jakobsson |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|